Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. maí 2016 21:05 Davíð undirbúinn fyrir átökin. Vísir/Stefán „Mér fannst þær heldur hófstilltar. Það voru nú ekki mikil átök í þessu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur um forsetakappræðurnar á Stöð 2 í kvöld. „Það sem stendur upp úr er hversu varfærin þau þrjú voru, fyrir utan Davíð Oddsson. Þetta var nú ekkert sérstaklega langt. Menn voru ekkert komnir í stuð.“ Eiríkur segir kosningabaráttuna vera á mikilvægum stað og slæmt sé að gera mistök. Þetta hafi frambjóðendurnir fjórir sem talað var við líklegast verið afar varir um. „Mér fannst Davíð nú ekki vera eins og gamli baráttu jaxlinn sem maður man eftir. Það geislaði ekki jafn mikið af honum og oft áður. Hann tók til dæmis athugasemdum spyrlana ekkert sérstaklega vel. Hann hafði mjög íhaldssama sýn á forsetaembættið og stjórnarskránna. Hann gaf ekki mikið fyrir þá lýðræðisumræðu sem hefur verið í gangi undanfarið. Það er mat Eiríks að Andri Snær Magnason hafi verið sá eini sem lýsti afgerandi framtíðarsýn á sjálfu embættinu. Hinir hafi sýnt hálfgert afstöðuleysi.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður SveinssonKlassískt að hengja merkimiða á keppinautaEiríkur segir að spyrlarnir hafi tekið öðruvísi á Davíð en hinum frambjóðendunum. Það hafi þó aðallega verið vegna þess að Davíð hafi komið öðruvísi fram en hinir. Eiríkur bendir þar á tilraunir Davíðs til þess að reyna tengja Samfylkinguna og Evrópusambandið við Guðna. „Það er klassísk aðferð í íslenskum stjórnmálum að hengja óvinsæla merkimiða á menn og láta þá bera þá, hvort sem þeim líki það betur eða verr. Það tilheyrir taktík sem fer ekkert endilega saman við umræður í forsetakjöri.“ Eiríkur er sammála Davíð hvað varðar fullyrðingu hans um að ekki hafi legið fyrir þingrofstillaga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór að hitta Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í síðasta mánuði. „Þingrof fer þannig fram að forsætisráðherra leggur beiðni um þingrof fyrir forseta. Frásögn Ólafs og Sigmundar ber saman um það að forsætisráðherra hafi ekki með formlegum hætti krafið forseta um þingrof.“Vel virtist fara með þeim Guðna Th. og Andra Snæ.Vísir/StefánUm málskotsrétt forsetaHelstu skoðanaskiptin virtust þó vera í kringum málskotsrétt forseta sem kemur fram í 26. grein stjórnarskráarinnar. Þar sé afstaða Davíðs afar ólík hinna frambjóðendanna. „Hann virðist hafa eldri sýn á 26. greinina. Að það sé algjörlega sjálfstætt mat forseta að ákveða um beitingu hennar og að almennt geri forseti það ekki. Þetta hefur auðvitað breyst, bæði í meðferðum Ólafs Ragnar og í allri umræðunni um stjórnarskránna. Þar hafa menn talað um að þjóðin eigi að koma að slíku til dæmis með undirskriftalistum. Svo virðist vera að aðrir frambjóðendur hafi verið á þeirri skoðun að málskotið ætti að færast til þjóðarinnar þó svo að forseti geti deilt því með henni. Það yrði reyndar óþarfi ef svo yrði gert, en sakar svo sem ekki. Af þeim öllum var það Guðni sem talaði einna skýrast um að það ákvæði verði að koma í stjórnarskrá.“ Eiríkur er ekki frá því að það hafi verið ólík reynsla að sjá Davíð í kappræðunum í kvöld en að sjá hann í svipuðum aðstæðum hér áður fyrr. „Aðstæðurnar eru náttúrulega þannig að einn frambjóðandi hefur yfirburða fylgi. Davíð er í órafjarlægð frá þeim stuðningi sem hann hefur áður notið í þjóðfélaginu. Hann er allt í einu kominn í stöðu sem hann er mjög óvanur að vera í. Að vera það langt fyrir neðan aðal keppinautinn að það er himinn og haf á milli. Hann er einhvern veginn allt annar maður í þeirri stöðu en maður man eftir. Hann var ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
„Mér fannst þær heldur hófstilltar. Það voru nú ekki mikil átök í þessu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur um forsetakappræðurnar á Stöð 2 í kvöld. „Það sem stendur upp úr er hversu varfærin þau þrjú voru, fyrir utan Davíð Oddsson. Þetta var nú ekkert sérstaklega langt. Menn voru ekkert komnir í stuð.“ Eiríkur segir kosningabaráttuna vera á mikilvægum stað og slæmt sé að gera mistök. Þetta hafi frambjóðendurnir fjórir sem talað var við líklegast verið afar varir um. „Mér fannst Davíð nú ekki vera eins og gamli baráttu jaxlinn sem maður man eftir. Það geislaði ekki jafn mikið af honum og oft áður. Hann tók til dæmis athugasemdum spyrlana ekkert sérstaklega vel. Hann hafði mjög íhaldssama sýn á forsetaembættið og stjórnarskránna. Hann gaf ekki mikið fyrir þá lýðræðisumræðu sem hefur verið í gangi undanfarið. Það er mat Eiríks að Andri Snær Magnason hafi verið sá eini sem lýsti afgerandi framtíðarsýn á sjálfu embættinu. Hinir hafi sýnt hálfgert afstöðuleysi.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður SveinssonKlassískt að hengja merkimiða á keppinautaEiríkur segir að spyrlarnir hafi tekið öðruvísi á Davíð en hinum frambjóðendunum. Það hafi þó aðallega verið vegna þess að Davíð hafi komið öðruvísi fram en hinir. Eiríkur bendir þar á tilraunir Davíðs til þess að reyna tengja Samfylkinguna og Evrópusambandið við Guðna. „Það er klassísk aðferð í íslenskum stjórnmálum að hengja óvinsæla merkimiða á menn og láta þá bera þá, hvort sem þeim líki það betur eða verr. Það tilheyrir taktík sem fer ekkert endilega saman við umræður í forsetakjöri.“ Eiríkur er sammála Davíð hvað varðar fullyrðingu hans um að ekki hafi legið fyrir þingrofstillaga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór að hitta Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í síðasta mánuði. „Þingrof fer þannig fram að forsætisráðherra leggur beiðni um þingrof fyrir forseta. Frásögn Ólafs og Sigmundar ber saman um það að forsætisráðherra hafi ekki með formlegum hætti krafið forseta um þingrof.“Vel virtist fara með þeim Guðna Th. og Andra Snæ.Vísir/StefánUm málskotsrétt forsetaHelstu skoðanaskiptin virtust þó vera í kringum málskotsrétt forseta sem kemur fram í 26. grein stjórnarskráarinnar. Þar sé afstaða Davíðs afar ólík hinna frambjóðendanna. „Hann virðist hafa eldri sýn á 26. greinina. Að það sé algjörlega sjálfstætt mat forseta að ákveða um beitingu hennar og að almennt geri forseti það ekki. Þetta hefur auðvitað breyst, bæði í meðferðum Ólafs Ragnar og í allri umræðunni um stjórnarskránna. Þar hafa menn talað um að þjóðin eigi að koma að slíku til dæmis með undirskriftalistum. Svo virðist vera að aðrir frambjóðendur hafi verið á þeirri skoðun að málskotið ætti að færast til þjóðarinnar þó svo að forseti geti deilt því með henni. Það yrði reyndar óþarfi ef svo yrði gert, en sakar svo sem ekki. Af þeim öllum var það Guðni sem talaði einna skýrast um að það ákvæði verði að koma í stjórnarskrá.“ Eiríkur er ekki frá því að það hafi verið ólík reynsla að sjá Davíð í kappræðunum í kvöld en að sjá hann í svipuðum aðstæðum hér áður fyrr. „Aðstæðurnar eru náttúrulega þannig að einn frambjóðandi hefur yfirburða fylgi. Davíð er í órafjarlægð frá þeim stuðningi sem hann hefur áður notið í þjóðfélaginu. Hann er allt í einu kominn í stöðu sem hann er mjög óvanur að vera í. Að vera það langt fyrir neðan aðal keppinautinn að það er himinn og haf á milli. Hann er einhvern veginn allt annar maður í þeirri stöðu en maður man eftir. Hann var ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30