Okur utan ESB Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. maí 2016 07:00 Afar forvitnilegt getur verið að fylgjast með umræðu í Bretlandi um áhrif mögulegrar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Á ýmsan hátt endurspeglar umræðan nefnilega vangaveltur hér heima um kost og löst á inngöngu í sambandið. Þannig hafa nú bresku bændasamtökin, National Farmers Union eða NFU, tekið undir orð Davids Cameron, forsætisráðherra landsins, um að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi þegar í stað hafa áhrif til hækkunar matvælaverðs. Nokkuð sem þannig séð gæti komið bændum ágætlega. Í nýrri umfjöllun á vef NFU vísar varaformaður samtakanna, Martin Haworth, til rannsóknar sem Wageningen-háskóli í Hollandi gerði að beiðni NFU og nefnist British Agriculture; The implications of a UK exit from the EU, sem bendi til þessarar niðurstöðu. „Ástæðan er að ef við [breskir bændur] stöndum fyrir utan innri markað Evrópu – þaðan sem þrír fjórðu af matvælainnflutningi okkar kemur – þá eykst kostnaður við innflutninginn og þar með hækkar matvælaverð,“ er eftir honum haft á vef bændasamtakanna. „Þessi verðáhrif myndu svo magnast ef sterlingspundið myndi veikjast verulega gagnvart evru.“ Haworth bendir á að hærra matvælaverð væri í sjálfu sér slæmar fréttir fyrir neytendur, en ekki endilega fyrir bændur. „Þeir sem helst tala fyrir úrsögn úr ESB segja hins vegar að matvælaverð komi til með að lækka vegna þess að við myndum hafa meira frelsi til viðskipta við aðra hluta heimsins.“ Þessu hafi íhaldsþingmaðurinn Michael Gove til dæmis nýverið haldið fram. „Þannig að líkleg viðbrögð við mögulegri hækkun matvælaverðs hjá nýrri ríkisstjórn væru að draga einhliða úr tollum til þess að halda matvælaverði til almennings lágu.“ Slík þróun hugnast Haworth hins vegar ekki því þá myndi breskur markaður opnast vörum sem kynnu að vera framleiddar undir öðrum og mögulega lakari stöðlum en miðað sé við í Bretlandi. „Og eins og kemur fram í rannsókn Wageningen þá myndi þetta draga verulega úr tekjum bresks landbúnaðar á öllum sviðum.“ Bresku bændasamtökin eru því, þegar málið hefur verið skoðað, andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu. Hér heima eru Bændasamtökin hins vegar mótfallin inngöngu í sambandið, enda kannski ekki tilefni til annars, því íslensk stjórnvöld hafa til þessa ekki sýnt mikinn vilja til einhliða aðgerða sem lækkað gætu matvælaverð í landinu. Framkvæmdin við álagningu og úthlutun tollkvóta sem þó er heimilt að nýta hér er til dæmis þannig að hún ýtir fremur undir hærra verð en hitt. Nýjar kannanir í Bretlandi sýna að þeim sem vilja halda sig í Evrópusambandinu vex ásmegin, en núna virðast 55 prósent Breta styðja áframhaldandi aðild á meðan 42 prósent vilja úrsögn. Kannski þyrfti að kíkja eitthvað betur á rökin með og á móti aðild þegar kemur að íslenskum landbúnaði. Í það minnsta virðast breskir bændur ekki of kvaldir í sambandinu, og njóta þó ekki norðurslóðastuðnings sem íslenskir bændur gætu notið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Afar forvitnilegt getur verið að fylgjast með umræðu í Bretlandi um áhrif mögulegrar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Á ýmsan hátt endurspeglar umræðan nefnilega vangaveltur hér heima um kost og löst á inngöngu í sambandið. Þannig hafa nú bresku bændasamtökin, National Farmers Union eða NFU, tekið undir orð Davids Cameron, forsætisráðherra landsins, um að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi þegar í stað hafa áhrif til hækkunar matvælaverðs. Nokkuð sem þannig séð gæti komið bændum ágætlega. Í nýrri umfjöllun á vef NFU vísar varaformaður samtakanna, Martin Haworth, til rannsóknar sem Wageningen-háskóli í Hollandi gerði að beiðni NFU og nefnist British Agriculture; The implications of a UK exit from the EU, sem bendi til þessarar niðurstöðu. „Ástæðan er að ef við [breskir bændur] stöndum fyrir utan innri markað Evrópu – þaðan sem þrír fjórðu af matvælainnflutningi okkar kemur – þá eykst kostnaður við innflutninginn og þar með hækkar matvælaverð,“ er eftir honum haft á vef bændasamtakanna. „Þessi verðáhrif myndu svo magnast ef sterlingspundið myndi veikjast verulega gagnvart evru.“ Haworth bendir á að hærra matvælaverð væri í sjálfu sér slæmar fréttir fyrir neytendur, en ekki endilega fyrir bændur. „Þeir sem helst tala fyrir úrsögn úr ESB segja hins vegar að matvælaverð komi til með að lækka vegna þess að við myndum hafa meira frelsi til viðskipta við aðra hluta heimsins.“ Þessu hafi íhaldsþingmaðurinn Michael Gove til dæmis nýverið haldið fram. „Þannig að líkleg viðbrögð við mögulegri hækkun matvælaverðs hjá nýrri ríkisstjórn væru að draga einhliða úr tollum til þess að halda matvælaverði til almennings lágu.“ Slík þróun hugnast Haworth hins vegar ekki því þá myndi breskur markaður opnast vörum sem kynnu að vera framleiddar undir öðrum og mögulega lakari stöðlum en miðað sé við í Bretlandi. „Og eins og kemur fram í rannsókn Wageningen þá myndi þetta draga verulega úr tekjum bresks landbúnaðar á öllum sviðum.“ Bresku bændasamtökin eru því, þegar málið hefur verið skoðað, andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu. Hér heima eru Bændasamtökin hins vegar mótfallin inngöngu í sambandið, enda kannski ekki tilefni til annars, því íslensk stjórnvöld hafa til þessa ekki sýnt mikinn vilja til einhliða aðgerða sem lækkað gætu matvælaverð í landinu. Framkvæmdin við álagningu og úthlutun tollkvóta sem þó er heimilt að nýta hér er til dæmis þannig að hún ýtir fremur undir hærra verð en hitt. Nýjar kannanir í Bretlandi sýna að þeim sem vilja halda sig í Evrópusambandinu vex ásmegin, en núna virðast 55 prósent Breta styðja áframhaldandi aðild á meðan 42 prósent vilja úrsögn. Kannski þyrfti að kíkja eitthvað betur á rökin með og á móti aðild þegar kemur að íslenskum landbúnaði. Í það minnsta virðast breskir bændur ekki of kvaldir í sambandinu, og njóta þó ekki norðurslóðastuðnings sem íslenskir bændur gætu notið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí