Ofmetið frelsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2016 07:00 Launafólk finnur ekkert fyrir gjaldeyrishöftunum enda eru vöru- og þjónustuviðskipti undanþegin höftum. Að þessu sögðu er hins vegar mjög brýnt að losa um gjaldeyrishöftin fyrir lífeyrissjóði. Undanþágur lífeyrissjóða til fjárfestinga í erlendum gjaldeyri hafa verið rýmkaðar í skrefum á síðustu mánuðum. Það er jákvætt enda er áhyggjuefni hversu lítill hluti eigna lífeyrissjóðanna er í gjaldeyri. Um það bil 23 prósent af af heildareignum þeirra eru erlendis á meðan neysla lífeyrisþega framtíðarinnar er í gjaldeyri í formi innfluttrar vöru og þjónustu. Það hefur verið forgangsmál sitjandi ríkisstjórnar að afnema höftin. Þetta kemur beinlínis fram í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. „Eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar verður að vinna að afnámi fjármagnshafta,“ segir þar. Mikilvæg skref hafa verið tekin á kjörtímabilinu til að ná þessu markmiði. Stærstu skrefin nú í vetur. Fyrst með nauðasamningum slitabúa föllnu bankanna og stöðugleikaframlögum sem þau greiddu í ríkissjóð og núna með lögum um aflandskrónur. En hverjir njóta góðs af losun hafta? Tilgangurinn með höftunum er að verja lífskjör almennings. Venjulegt launafólk finnur ekki fyrir þeim. Þeir sem finna mest fyrir þeim eru fjármagnseigendur því stærstu útflutningsfyrirtækin njóta öll undanþágu frá höftum hjá Seðlabankanum. Frjálsir fjármagnsflutningar eru ein af fjórum grunnstoðum EES-samningsins. Íslenska ríkið hefur verið á undanþágu frá ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga í 8 ár vegna haftanna. Í dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 14. desember 2011 var því slegið föstu að höftin samrýmdust EES-samningnum vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust á Íslandi eftir bankahrunið. Færa má rök fyrir því að þessar sérstöku aðstæður séu ekki lengur til staðar enda lutu þær að þeim krónuvanda sem stafaði af slitabúum og fjárfestum sem eiga svokallaðar aflandskrónur. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að það sé nauðsynlegt að losa um höftin og miklum vafa undirorpið hvort það þjóni hagsmunum heildarinnar enda ljóst að fámennur hópur manna nýtur góðs af því. Þess í stað væri skynsamlegra að veita íslenskum lífeyrissjóðum varanlega undanþágu frá höftunum þannig að þeir geti fjárfest erlendis en láta aðra áfram búa við höft í einhverri mynd að undanskildum þeim sem þegar njóta undanþága. Það er svo lögfræðilegt viðfangsefni að sannfæra ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um nauðsyn þess. Þá má spyrja hvort það feli ekki í sér mismunun? Alls ekki. Lífeyrissjóðir verða allir í sömu stöðu. Kjarni jafnræðisreglunnar er að einstaklingar og lögaðilar í sömu stöðu njóti sama réttar. Lífeyrissjóðir, verndarar áhyggjulauss ævikvölds almennings, fá að fjárfesta í gjaldeyri en spákaupmenn og fjárfestar verða áfram úti í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Frjálst flæði fjármagns ýtir undir hagvöxt og er yfirleitt jákvætt fyrir alþjóðleg viðskipti. Erlend fyrirtæki vilja síður fjárfesta á Íslandi ef hér eru höft. En hið dýnamíska markaðshagkerfi sem margir þrá er ekki valkostur þegar gjaldmiðillinn er íslensk króna. Frelsi er ekki valkostur með minnstu sjálfstæðu mynt heimsins. Launafólk á allt sitt undir gengisstöðugleika.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Launafólk finnur ekkert fyrir gjaldeyrishöftunum enda eru vöru- og þjónustuviðskipti undanþegin höftum. Að þessu sögðu er hins vegar mjög brýnt að losa um gjaldeyrishöftin fyrir lífeyrissjóði. Undanþágur lífeyrissjóða til fjárfestinga í erlendum gjaldeyri hafa verið rýmkaðar í skrefum á síðustu mánuðum. Það er jákvætt enda er áhyggjuefni hversu lítill hluti eigna lífeyrissjóðanna er í gjaldeyri. Um það bil 23 prósent af af heildareignum þeirra eru erlendis á meðan neysla lífeyrisþega framtíðarinnar er í gjaldeyri í formi innfluttrar vöru og þjónustu. Það hefur verið forgangsmál sitjandi ríkisstjórnar að afnema höftin. Þetta kemur beinlínis fram í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna. „Eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar verður að vinna að afnámi fjármagnshafta,“ segir þar. Mikilvæg skref hafa verið tekin á kjörtímabilinu til að ná þessu markmiði. Stærstu skrefin nú í vetur. Fyrst með nauðasamningum slitabúa föllnu bankanna og stöðugleikaframlögum sem þau greiddu í ríkissjóð og núna með lögum um aflandskrónur. En hverjir njóta góðs af losun hafta? Tilgangurinn með höftunum er að verja lífskjör almennings. Venjulegt launafólk finnur ekki fyrir þeim. Þeir sem finna mest fyrir þeim eru fjármagnseigendur því stærstu útflutningsfyrirtækin njóta öll undanþágu frá höftum hjá Seðlabankanum. Frjálsir fjármagnsflutningar eru ein af fjórum grunnstoðum EES-samningsins. Íslenska ríkið hefur verið á undanþágu frá ákvæði um frjálsa fjármagnsflutninga í 8 ár vegna haftanna. Í dómi EFTA-dómstólsins í máli Pálma Sigmarssonar gegn Seðlabanka Íslands frá 14. desember 2011 var því slegið föstu að höftin samrýmdust EES-samningnum vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust á Íslandi eftir bankahrunið. Færa má rök fyrir því að þessar sérstöku aðstæður séu ekki lengur til staðar enda lutu þær að þeim krónuvanda sem stafaði af slitabúum og fjárfestum sem eiga svokallaðar aflandskrónur. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að það sé nauðsynlegt að losa um höftin og miklum vafa undirorpið hvort það þjóni hagsmunum heildarinnar enda ljóst að fámennur hópur manna nýtur góðs af því. Þess í stað væri skynsamlegra að veita íslenskum lífeyrissjóðum varanlega undanþágu frá höftunum þannig að þeir geti fjárfest erlendis en láta aðra áfram búa við höft í einhverri mynd að undanskildum þeim sem þegar njóta undanþága. Það er svo lögfræðilegt viðfangsefni að sannfæra ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um nauðsyn þess. Þá má spyrja hvort það feli ekki í sér mismunun? Alls ekki. Lífeyrissjóðir verða allir í sömu stöðu. Kjarni jafnræðisreglunnar er að einstaklingar og lögaðilar í sömu stöðu njóti sama réttar. Lífeyrissjóðir, verndarar áhyggjulauss ævikvölds almennings, fá að fjárfesta í gjaldeyri en spákaupmenn og fjárfestar verða áfram úti í þeim tilgangi að verja lífskjör almennings. Frjálst flæði fjármagns ýtir undir hagvöxt og er yfirleitt jákvætt fyrir alþjóðleg viðskipti. Erlend fyrirtæki vilja síður fjárfesta á Íslandi ef hér eru höft. En hið dýnamíska markaðshagkerfi sem margir þrá er ekki valkostur þegar gjaldmiðillinn er íslensk króna. Frelsi er ekki valkostur með minnstu sjálfstæðu mynt heimsins. Launafólk á allt sitt undir gengisstöðugleika.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun