Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 09:15 Vísir/HBO VARÚÐ! Höskuldar á ferð! Hér að neðan verður meðal annars farið yfir hvað gerðist í síðasta þætti Game of Thrones, eldri þáttum og bókunum. Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að hætta hér. Ykkur hinum er velkomið að fletta áfram. Sjöundi þáttur sjöttu þáttaraðar Game of Thrones var ekki eins hægur og þátturinn á undan, en hægur var hann. Þá var þátturinn nokkrum mínútum styttri en gengur og gerist. Þrátt fyrir það gerðist nú töluvert og virðist sem að verið sé að stilla upp taflmönnunum Maður fær á tilfinninguna að framleiðendurnir séu nú búnir að stilla upp öllum atriðum og að mikið eigi eftir að gerast í næstu þáttum. Það er mjög sjaldgjæft að Game of Thrones byrji á atriði áður en „intro-ið“ er keyrt í gang, en það gerðist núna. Þá fengu áhorfendur að sjá að Sandor Clegane, eða Hundurinn, sé á lífi. Síðast þegar við sáum hann í fjórðu seríu hafði Brienne sært hann verulega og bitið af honum eyrað. Arya neitað að ganga frá honum og rændi hann frekar og skildi Sandor eftir til að deyja af sárum sínum. Nú hefur komið í ljós að óhefðbundni presturinn Ray, sem leikinn var af Ian McShane, hafði fundið Sandor og hlúið að honum. (Áhugasamir geta lesið viðtal við McShane hér) Meðal annars kynntumst við Lyönnu Mormont, sem var hreint út sagt frábært. Arya virtist í miklum vandræðum. Jamie Lannister og Bronn eru saman á nýjan leik. Margaery kom þeim skilaboðum áleiðis að hún er að þykjast vera í liði með trúnni og æðsti presturinn gaf henni einkennilegt hjónabandsráð. Jon Snow og Sönsu gekk illa að safna liði gegn Ramsay. Yara Greyjoy er lúmskt góður sálfræðingur og Jóhannes Haukur mun líklega ekki lifa lengi í þáttunum.Byrjum á Jóhannesi. Hann er í hlutverki Lem Lemoncloak, eins og hann hefur sjálfur staðfest á Twitter, og er hann meðlimur Brotherhood Without Banners. Bræðralagið var stofnað af Beric Dondarrion, en honum hefur brugðið fyrir í fyrstu og þriðju þáttaröð. Eddard Stark sendi Dondarrion til að handsama Gregor Clegane, Fjallið, í fyrstu þáttaröð. Fjallið og menn hans sátu þó fyrir Dondarrion og félögum og stráfelltu þá. Dondarrion og fleiri eftirlifendur sátu fastir á bakvið víglínur óvina og þar réðust þeir gegn birgðalínum Lannister hersins. Eftir einhvern tíma ákváðu þeir þó að hætta að berjast fyrir konunga og þess í stað berjast fyrir fólkið. Dondarrion lifði reyndar orrystuna ekki af, en var lífgaður við með töfrum rauðs prests. Jóhannes og félagar hans tveir virtust hins vegar hafa myrt fjölda fólks og reitt Sandor Clegane til reiði. Mögulega eru þeir hættir að berjast fyrir fólkið, eða hugsanlega voru einhverjir aðrir sem myrtu fólkið og Ray. Hver sem tilgangurinn var, er Sandor reiður og útlit er fyrir að hann ætli sér að berjast fyrir góð öfl eftir að hafa hlustað á Ray. Lesendur bókanna hafa lengi verið nokkuð borubrattir um að Sandor myndi snúa aftur og er sterklega ýjað að því að hann sé á lífi. Aðstæður hans eru þó töluvert öðruvísi í þáttunum en í bókunum.Arya Stark er ákveðin í því að verða ekki ein af Hinum andlitslausu og ætlar að snúa aftur til Westeros. Hún komst þó heldur betur í hann krappann í lok þáttarins og var skorin og stungin í magan af konunni sem kallast Waif. Það er margt við þetta atriði og önnur atriði Aryu í þættinum sem þykir skrítið.Í enda sjötta þáttar var Arya í felum neðan jarðar og hafði hún náð í sverðið sitt Needle. Nú spígsporaði hún um Bravos með mikið magn af peningum og virtist ekkert óttast. Þá er notandi á Reddit sem færir mjög góð rök fyrir því að í rauninni hafi ekki verið um Aryu að ræða. Arya er örvhent og Maise Williams, sem leikur hana, hefur sagt frá því að erfitt hafi verið að leika örvhenta persónu þar sem hún er rétthent. Þarna sést Arya hins vegar nota hægri höndina nokkrum sinnum. Til dæmis þegar hún kastar peningapokum á borð kaupmannanna við að panta far með skipi þeirra aftur til Westeros.Einhverjir telja að þetta hafi verið Arya sem var stungin en að hún hafi fengið hjálp leikaranna til að láta einungis líta út fyrir að hún væri særð og sé að draga Waif í umsátur. Önnur kenning er að í raun hafi Jaqen H'gar verið dulbúinn sem Arya. Hann skuldar Aryu líf sitt frá því í annarri þáttaröð þegar hann bauð henni að nefna þrjú nöfn og að þeir sem hún nefndi myndu deyja. Arya nefndi Jaqen H'gar á nafn og mögulega telur hann sig skulda Aryu líf sitt. Þá er vert að taka fram að hann skipaði Waif að láta Aryu ekki þjást, en hún kaus þess í stað að stinga hana margsinnis í magan. Sem endaði ekki vel.Jamie er kominn til Riverlands og ætlar sér að binda endi á umsátrið um Riverrun, þar sem Brynden Tully, eða Blackfish, heldur til. Hann kom að sonum Walder Frey, Black Walder og Lothar, þar sem þeir virtust hársbreidd frá þvi að þvinga Blackfish til að gefast upp. Til þess notuðu þeir Edmure Tully, frænda Brynden og bróður Catelyn Stark, og hótuðu þeir að drepa hann. Jamie var fljótur að taka yfir stjórn umsátursins og ræddi við Brynden Tully.Í samtali við IGN segir Clive Russell, sem leikur Blackfish, að hann sé á báðum áttum með tilgang sinn. Annars vegar vilji hann styðja við þau börn frænku sinnar sem lifa enn. Það er Sansa, eftir því sem hann best veit. Hins vegar vilji hann vernda heimili sitt. Stóra spurningin er hins vegar hvort að endurkom Brynden og Bræðralagsins bjóði upp á endurkomu annarrar persónu. Það er frænku Brynden, Catelyn Stark. (Einmitt sú Catelyn Stark) Hún snýr nefnilega aftur frá dauðum í bókunum, eins og svo margir aðrir. Eftir að hún er skorin á háls af syni Walder Frey er líki hennar kastað í ána. Þremur dögum seinna finnur enginn annar en áðurnefndur Beric Dondarrion hana og reynir hann að fá rauða prestinn Thoros of Myr til að lífga hana við, eins og hann hafði nokkrum sinnum gert við Dondarrion, en hann neitaði og sagði hana of illa farna. Þess í stað fórnar Dondarrion lífi sínu til að fylla Catelyn aftur af lífi. Hún er þó ekki lengur Catelyn Stark og tekur upp nafnið Lady Stoneheart. Stoneheart tekur við stjórninni í Bræðralaginu og beitir þeim af öllu afli gegn öllum þeim sem hún telur hafa átt þátt í dauða síns og sonar síns Robb. Sérstaklega beitir hún sér gegn Lannister ættinni. Hvort sem þeir eru ungir eða aldnir og tilheyra Bolton ættinni, Lannister eða Frey, hengir hún þá eða myrðir á annan hátt. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00 Game of Thrones: Gömul andlit sneru aftur Farið yfir atburði síðasta þáttar Game of Thrones. 31. maí 2016 13:45 Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24 Game of Thrones: Jóhannes Haukur mættur til leiks Leikarinn íslenski skaut upp kollinum í þættinum sem frumsýndur var í nótt. 6. júní 2016 11:30 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Game of Thrones: Fjölmargir stökkva á grínið Jafnt fyrirtæki og einstaklingar reyna jafnvel að græða á atviki síðasta þáttar. 26. maí 2016 14:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
VARÚÐ! Höskuldar á ferð! Hér að neðan verður meðal annars farið yfir hvað gerðist í síðasta þætti Game of Thrones, eldri þáttum og bókunum. Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að hætta hér. Ykkur hinum er velkomið að fletta áfram. Sjöundi þáttur sjöttu þáttaraðar Game of Thrones var ekki eins hægur og þátturinn á undan, en hægur var hann. Þá var þátturinn nokkrum mínútum styttri en gengur og gerist. Þrátt fyrir það gerðist nú töluvert og virðist sem að verið sé að stilla upp taflmönnunum Maður fær á tilfinninguna að framleiðendurnir séu nú búnir að stilla upp öllum atriðum og að mikið eigi eftir að gerast í næstu þáttum. Það er mjög sjaldgjæft að Game of Thrones byrji á atriði áður en „intro-ið“ er keyrt í gang, en það gerðist núna. Þá fengu áhorfendur að sjá að Sandor Clegane, eða Hundurinn, sé á lífi. Síðast þegar við sáum hann í fjórðu seríu hafði Brienne sært hann verulega og bitið af honum eyrað. Arya neitað að ganga frá honum og rændi hann frekar og skildi Sandor eftir til að deyja af sárum sínum. Nú hefur komið í ljós að óhefðbundni presturinn Ray, sem leikinn var af Ian McShane, hafði fundið Sandor og hlúið að honum. (Áhugasamir geta lesið viðtal við McShane hér) Meðal annars kynntumst við Lyönnu Mormont, sem var hreint út sagt frábært. Arya virtist í miklum vandræðum. Jamie Lannister og Bronn eru saman á nýjan leik. Margaery kom þeim skilaboðum áleiðis að hún er að þykjast vera í liði með trúnni og æðsti presturinn gaf henni einkennilegt hjónabandsráð. Jon Snow og Sönsu gekk illa að safna liði gegn Ramsay. Yara Greyjoy er lúmskt góður sálfræðingur og Jóhannes Haukur mun líklega ekki lifa lengi í þáttunum.Byrjum á Jóhannesi. Hann er í hlutverki Lem Lemoncloak, eins og hann hefur sjálfur staðfest á Twitter, og er hann meðlimur Brotherhood Without Banners. Bræðralagið var stofnað af Beric Dondarrion, en honum hefur brugðið fyrir í fyrstu og þriðju þáttaröð. Eddard Stark sendi Dondarrion til að handsama Gregor Clegane, Fjallið, í fyrstu þáttaröð. Fjallið og menn hans sátu þó fyrir Dondarrion og félögum og stráfelltu þá. Dondarrion og fleiri eftirlifendur sátu fastir á bakvið víglínur óvina og þar réðust þeir gegn birgðalínum Lannister hersins. Eftir einhvern tíma ákváðu þeir þó að hætta að berjast fyrir konunga og þess í stað berjast fyrir fólkið. Dondarrion lifði reyndar orrystuna ekki af, en var lífgaður við með töfrum rauðs prests. Jóhannes og félagar hans tveir virtust hins vegar hafa myrt fjölda fólks og reitt Sandor Clegane til reiði. Mögulega eru þeir hættir að berjast fyrir fólkið, eða hugsanlega voru einhverjir aðrir sem myrtu fólkið og Ray. Hver sem tilgangurinn var, er Sandor reiður og útlit er fyrir að hann ætli sér að berjast fyrir góð öfl eftir að hafa hlustað á Ray. Lesendur bókanna hafa lengi verið nokkuð borubrattir um að Sandor myndi snúa aftur og er sterklega ýjað að því að hann sé á lífi. Aðstæður hans eru þó töluvert öðruvísi í þáttunum en í bókunum.Arya Stark er ákveðin í því að verða ekki ein af Hinum andlitslausu og ætlar að snúa aftur til Westeros. Hún komst þó heldur betur í hann krappann í lok þáttarins og var skorin og stungin í magan af konunni sem kallast Waif. Það er margt við þetta atriði og önnur atriði Aryu í þættinum sem þykir skrítið.Í enda sjötta þáttar var Arya í felum neðan jarðar og hafði hún náð í sverðið sitt Needle. Nú spígsporaði hún um Bravos með mikið magn af peningum og virtist ekkert óttast. Þá er notandi á Reddit sem færir mjög góð rök fyrir því að í rauninni hafi ekki verið um Aryu að ræða. Arya er örvhent og Maise Williams, sem leikur hana, hefur sagt frá því að erfitt hafi verið að leika örvhenta persónu þar sem hún er rétthent. Þarna sést Arya hins vegar nota hægri höndina nokkrum sinnum. Til dæmis þegar hún kastar peningapokum á borð kaupmannanna við að panta far með skipi þeirra aftur til Westeros.Einhverjir telja að þetta hafi verið Arya sem var stungin en að hún hafi fengið hjálp leikaranna til að láta einungis líta út fyrir að hún væri særð og sé að draga Waif í umsátur. Önnur kenning er að í raun hafi Jaqen H'gar verið dulbúinn sem Arya. Hann skuldar Aryu líf sitt frá því í annarri þáttaröð þegar hann bauð henni að nefna þrjú nöfn og að þeir sem hún nefndi myndu deyja. Arya nefndi Jaqen H'gar á nafn og mögulega telur hann sig skulda Aryu líf sitt. Þá er vert að taka fram að hann skipaði Waif að láta Aryu ekki þjást, en hún kaus þess í stað að stinga hana margsinnis í magan. Sem endaði ekki vel.Jamie er kominn til Riverlands og ætlar sér að binda endi á umsátrið um Riverrun, þar sem Brynden Tully, eða Blackfish, heldur til. Hann kom að sonum Walder Frey, Black Walder og Lothar, þar sem þeir virtust hársbreidd frá þvi að þvinga Blackfish til að gefast upp. Til þess notuðu þeir Edmure Tully, frænda Brynden og bróður Catelyn Stark, og hótuðu þeir að drepa hann. Jamie var fljótur að taka yfir stjórn umsátursins og ræddi við Brynden Tully.Í samtali við IGN segir Clive Russell, sem leikur Blackfish, að hann sé á báðum áttum með tilgang sinn. Annars vegar vilji hann styðja við þau börn frænku sinnar sem lifa enn. Það er Sansa, eftir því sem hann best veit. Hins vegar vilji hann vernda heimili sitt. Stóra spurningin er hins vegar hvort að endurkom Brynden og Bræðralagsins bjóði upp á endurkomu annarrar persónu. Það er frænku Brynden, Catelyn Stark. (Einmitt sú Catelyn Stark) Hún snýr nefnilega aftur frá dauðum í bókunum, eins og svo margir aðrir. Eftir að hún er skorin á háls af syni Walder Frey er líki hennar kastað í ána. Þremur dögum seinna finnur enginn annar en áðurnefndur Beric Dondarrion hana og reynir hann að fá rauða prestinn Thoros of Myr til að lífga hana við, eins og hann hafði nokkrum sinnum gert við Dondarrion, en hann neitaði og sagði hana of illa farna. Þess í stað fórnar Dondarrion lífi sínu til að fylla Catelyn aftur af lífi. Hún er þó ekki lengur Catelyn Stark og tekur upp nafnið Lady Stoneheart. Stoneheart tekur við stjórninni í Bræðralaginu og beitir þeim af öllu afli gegn öllum þeim sem hún telur hafa átt þátt í dauða síns og sonar síns Robb. Sérstaklega beitir hún sér gegn Lannister ættinni. Hvort sem þeir eru ungir eða aldnir og tilheyra Bolton ættinni, Lannister eða Frey, hengir hún þá eða myrðir á annan hátt.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00 Game of Thrones: Gömul andlit sneru aftur Farið yfir atburði síðasta þáttar Game of Thrones. 31. maí 2016 13:45 Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24 Game of Thrones: Jóhannes Haukur mættur til leiks Leikarinn íslenski skaut upp kollinum í þættinum sem frumsýndur var í nótt. 6. júní 2016 11:30 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Game of Thrones: Fjölmargir stökkva á grínið Jafnt fyrirtæki og einstaklingar reyna jafnvel að græða á atviki síðasta þáttar. 26. maí 2016 14:30 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00
Game of Thrones: Gömul andlit sneru aftur Farið yfir atburði síðasta þáttar Game of Thrones. 31. maí 2016 13:45
Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24
Game of Thrones: Jóhannes Haukur mættur til leiks Leikarinn íslenski skaut upp kollinum í þættinum sem frumsýndur var í nótt. 6. júní 2016 11:30
Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30
Game of Thrones: Fjölmargir stökkva á grínið Jafnt fyrirtæki og einstaklingar reyna jafnvel að græða á atviki síðasta þáttar. 26. maí 2016 14:30