Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. júní 2016 12:32 Prins Póló, frá toppi til táar. Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í gær. Óhætt er að fullyrða að textainnihaldið sé með því skemmtilegra. Lagið heitir Læda Slæda og erindin fjalla öll um afar óheppilegar aðstæður. Þannig fjallar fyrsta erindið um þá miður skemmtilegu reynslu að átta sig á því að salernispappírinn er búinn þegar maður hefur lokið við að tefla við páfann. „Ég er búinn að lúra á þessu í smá tíma en ég bara gleymdi að gefa þetta út. Ég ákvað bara að nýta þennan föstudag í það,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson sem umbreytist í Prins Póló þegar hann setur upp pappírskórónuna.Uppsöfnuð reiðisköstPrins Póló hefur verði að birta vefþættina Hangsað og danglað með prinsinum á tónlistarvefnum Albumm.is. Annar þáttur þeirra þáttaraðar hóf Prinsinn á klósettinu þar sem hann fór með fyrsta erindi lagsins. „Þetta er uppsöfnuð gremjuköst sem koma þarna fram. Maður situr einhvers staðar og er búinn að ljúka sér af. Maður teygir sig í klósettpappírinn og grípur í tómt. Maður getur ekki kallað á neinn til þess að sækja pappírinn sem er svo kannski út í bílskúr eða bara ekki til. Maðurinn á undan þér hugsaði ekkert út í þetta.“ Í öðru erindi lagsins er fjallað um það þegar maður stendur í langri röð að afgreiðslukassanum í matvöruverslun þegar kassinn við hliðina á opnar skyndilega. „Svo opnast kassinn við hliðina og allir fyrir aftan þig rjúka þangað. Fá svo afgreiðslu langt á undan þér og þú kannski að flýta þér eitthvað annað. Það er svo mikilvægt að láta þessa hluti slæda. Láta þessa hluti ekki gera sig alveg tjúllaðan.“ Vonandi lærir Prinsinn af reynslunni og athugar með klósettpappírinn næst áður en hann sest á dolluna. Með honum í laginu eru þeir Flex og Benni Hemm Hemm sem leikur á hljómborð og syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan;Hér er svo texti lagsins í heild sinni;Ég sit hérna á klósettinu og er að skeina mér, og af lyktinni að dæma þá var var einhver hérna á undan mér, sem kláraði allan pappírinn beint á rassinn sinn, en setti ekki aðra rúllu á klósettpappírsstandinn. Þannig að mér er skapi næst að ganga berserksgang, fara með buxurnar á hælunum fram á gang, og taka þennan skítabuxa upp á eyrunum, og sýna honum brot af mínum myrkustu hugsunum.Nú er eg er kominn upp í Skeifu, með stefnuljósið á. Ég ætla að leggja í þetta stæði, þetta er stæði sem ég á. En þá kemur einhver fauti og leggur beint í það, hann lætur bara alveg eins og hann eigi það. Það sem mér dettur helst í hug er að gefa allt í botn og þruma beint í hliðina á honum, ég veit það verður vont, klessukeyra drusluna, keyra allt í spað, en þá fæ ég skínandi uppljómun og vitiði hvað...Ég læt það slæda….Klukkan er orðin sjö og ég ætla að horfa á fréttirnar, en þegar ég kveiki á sjónvarpinu þá eru þær búnar, Þeim hafði verði flýtt vegna stórmerkilegrar, og bráðnauðsynlegrar beinnar útsendingar. Mig langar mest til að taka imbakassann minn, og fleygja honum út fyrir sjóndeildarhringinn, en þá man ég eftir því að afborganirnar, af heimilistryggingunum eru gjaldfallnar.Svo ég læt það slædaÉg er staddur út í búð að kaupa inn, röðin er svo löng og bara einn kassi opinn, en þá opnast skyndilega kassinn við hliðina, og gaurinn fyrir aftan mig er kominn fremstur í röðina. Mér er skapi næst að skella honum beint á andlitið, lárétt og löðurmannlega á færibandið, setja svo poka utan um hausinn hans, og senda hann rakleiðs til skrattans.en ég læda slædaHér er svo annar þáttur af Hangsað og danglað með Prinsinum þar sem hann fer með ljóðið á klósettinu; Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í gær. Óhætt er að fullyrða að textainnihaldið sé með því skemmtilegra. Lagið heitir Læda Slæda og erindin fjalla öll um afar óheppilegar aðstæður. Þannig fjallar fyrsta erindið um þá miður skemmtilegu reynslu að átta sig á því að salernispappírinn er búinn þegar maður hefur lokið við að tefla við páfann. „Ég er búinn að lúra á þessu í smá tíma en ég bara gleymdi að gefa þetta út. Ég ákvað bara að nýta þennan föstudag í það,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson sem umbreytist í Prins Póló þegar hann setur upp pappírskórónuna.Uppsöfnuð reiðisköstPrins Póló hefur verði að birta vefþættina Hangsað og danglað með prinsinum á tónlistarvefnum Albumm.is. Annar þáttur þeirra þáttaraðar hóf Prinsinn á klósettinu þar sem hann fór með fyrsta erindi lagsins. „Þetta er uppsöfnuð gremjuköst sem koma þarna fram. Maður situr einhvers staðar og er búinn að ljúka sér af. Maður teygir sig í klósettpappírinn og grípur í tómt. Maður getur ekki kallað á neinn til þess að sækja pappírinn sem er svo kannski út í bílskúr eða bara ekki til. Maðurinn á undan þér hugsaði ekkert út í þetta.“ Í öðru erindi lagsins er fjallað um það þegar maður stendur í langri röð að afgreiðslukassanum í matvöruverslun þegar kassinn við hliðina á opnar skyndilega. „Svo opnast kassinn við hliðina og allir fyrir aftan þig rjúka þangað. Fá svo afgreiðslu langt á undan þér og þú kannski að flýta þér eitthvað annað. Það er svo mikilvægt að láta þessa hluti slæda. Láta þessa hluti ekki gera sig alveg tjúllaðan.“ Vonandi lærir Prinsinn af reynslunni og athugar með klósettpappírinn næst áður en hann sest á dolluna. Með honum í laginu eru þeir Flex og Benni Hemm Hemm sem leikur á hljómborð og syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan;Hér er svo texti lagsins í heild sinni;Ég sit hérna á klósettinu og er að skeina mér, og af lyktinni að dæma þá var var einhver hérna á undan mér, sem kláraði allan pappírinn beint á rassinn sinn, en setti ekki aðra rúllu á klósettpappírsstandinn. Þannig að mér er skapi næst að ganga berserksgang, fara með buxurnar á hælunum fram á gang, og taka þennan skítabuxa upp á eyrunum, og sýna honum brot af mínum myrkustu hugsunum.Nú er eg er kominn upp í Skeifu, með stefnuljósið á. Ég ætla að leggja í þetta stæði, þetta er stæði sem ég á. En þá kemur einhver fauti og leggur beint í það, hann lætur bara alveg eins og hann eigi það. Það sem mér dettur helst í hug er að gefa allt í botn og þruma beint í hliðina á honum, ég veit það verður vont, klessukeyra drusluna, keyra allt í spað, en þá fæ ég skínandi uppljómun og vitiði hvað...Ég læt það slæda….Klukkan er orðin sjö og ég ætla að horfa á fréttirnar, en þegar ég kveiki á sjónvarpinu þá eru þær búnar, Þeim hafði verði flýtt vegna stórmerkilegrar, og bráðnauðsynlegrar beinnar útsendingar. Mig langar mest til að taka imbakassann minn, og fleygja honum út fyrir sjóndeildarhringinn, en þá man ég eftir því að afborganirnar, af heimilistryggingunum eru gjaldfallnar.Svo ég læt það slædaÉg er staddur út í búð að kaupa inn, röðin er svo löng og bara einn kassi opinn, en þá opnast skyndilega kassinn við hliðina, og gaurinn fyrir aftan mig er kominn fremstur í röðina. Mér er skapi næst að skella honum beint á andlitið, lárétt og löðurmannlega á færibandið, setja svo poka utan um hausinn hans, og senda hann rakleiðs til skrattans.en ég læda slædaHér er svo annar þáttur af Hangsað og danglað með Prinsinum þar sem hann fer með ljóðið á klósettinu;
Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira