Reykjavíkurmódelið virkar Magnús Már Guðmundsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Reykjavíkurborg hefur náð ótrúlegum árangri að undanförnu í að fækka í hópi þeirra Reykvíkinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda. Notendum í janúar til mars 2016 fækkaði um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Um er að ræða 455 einstaklinga sem er sambærilegur fjöldi og býr í Vík í Mýrdal og öllum í Mýrdalshreppi. Stærð hópsins er sömuleiðis sambærileg á við 7-8% stöðugilda hjá Reykjavíkurborg. Þannig að um umtalsverðan fjölda er að ræða og árangurinn augljós. Eins og oft hefur komið fram þá er fjárhagsaðstoð neyðaraðstoð og samfélagslegt öryggisnet. Þeir sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða eru óvinnufærir fá aðstoð. Það er mjög mikilvægt að fólk festist ekki á fjárhagastoð og brýnt að veita því góðan stuðning svo aðstæður hópsins versni ekki. Þetta er hverjum og einum einstaklingi mikilvægt og samfélaginu í heild sömuleiðis, meðal annars fjárhagslega. Á síðasta ári sparaðist hjá borginni tæplega hálfur milljarður kóna vegna góðs árangurs hvað fjárhagsaðstoð varðar. Reykjavíkurmódelið byggir á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er lögð á inngrip snemma í ferlinu og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Um leið þarf að muna að um afar fjölbreyttan hóp er að ræða og að þarfirnar eru breytilegar. Árangurinn að undanförnu er frábær. Hann hefur ekki náðst sjálfkrafa því ásamt betra atvinnuástandi í landinu skipta þar mestu fjölbreytt úrræði, manneskjulegt viðhorf og öflugir virkni- og þjónusturáðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Enda var það ekki að ástæðulausu að virkniráðgjöfum var fjölgað á árunum eftir hrun. Það var gert til að ná betur utan um málaflokkinn og hjálpa fólki að komast aftur í virkni, öllum til gagns. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram á sömu braut enda öllum vonandi orðið ljóst að Reykjavíkurmódelið virkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur náð ótrúlegum árangri að undanförnu í að fækka í hópi þeirra Reykvíkinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda. Notendum í janúar til mars 2016 fækkaði um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Um er að ræða 455 einstaklinga sem er sambærilegur fjöldi og býr í Vík í Mýrdal og öllum í Mýrdalshreppi. Stærð hópsins er sömuleiðis sambærileg á við 7-8% stöðugilda hjá Reykjavíkurborg. Þannig að um umtalsverðan fjölda er að ræða og árangurinn augljós. Eins og oft hefur komið fram þá er fjárhagsaðstoð neyðaraðstoð og samfélagslegt öryggisnet. Þeir sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða eru óvinnufærir fá aðstoð. Það er mjög mikilvægt að fólk festist ekki á fjárhagastoð og brýnt að veita því góðan stuðning svo aðstæður hópsins versni ekki. Þetta er hverjum og einum einstaklingi mikilvægt og samfélaginu í heild sömuleiðis, meðal annars fjárhagslega. Á síðasta ári sparaðist hjá borginni tæplega hálfur milljarður kóna vegna góðs árangurs hvað fjárhagsaðstoð varðar. Reykjavíkurmódelið byggir á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er lögð á inngrip snemma í ferlinu og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Um leið þarf að muna að um afar fjölbreyttan hóp er að ræða og að þarfirnar eru breytilegar. Árangurinn að undanförnu er frábær. Hann hefur ekki náðst sjálfkrafa því ásamt betra atvinnuástandi í landinu skipta þar mestu fjölbreytt úrræði, manneskjulegt viðhorf og öflugir virkni- og þjónusturáðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Enda var það ekki að ástæðulausu að virkniráðgjöfum var fjölgað á árunum eftir hrun. Það var gert til að ná betur utan um málaflokkinn og hjálpa fólki að komast aftur í virkni, öllum til gagns. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram á sömu braut enda öllum vonandi orðið ljóst að Reykjavíkurmódelið virkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun