Harley Davidson rafmagnshjól innan 5 ára Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 15:02 Harley Davidson rafmagnshjól. Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent
Forsvarsmenn mótorhjólaframleiðandans bandaríska Harley Davidson eru að vinna að smíði rafmagnsmótorhjóla og ætlar að koma þeim á markað innan 5 ára. Harley Davidson hefur nú þegar smíðað 40 slík hjól og kynnt þau söluaðilum um Bandaríkin. Þessi hjól hafa enn sem komið er ekki mikla drægni, eða um 80 kílómetra og þar birtist helsti vandi Harley Davidson. Fyrirtækið telur að hjól þeirra þurfi að minnsta kosti að hafa tvöfalda þá drægni til að hjólin verði seljanleg. Með nútíma rafhlöðum yrðu slík hjól æði þung og erfitt er að koma þeim fyrir á hjólunum. Væntingar eru hinsvegar um að með nýrri tækni í smíði rafhlaða verði hægt að koma langdrægari rafhlöðum fyrir á hjólunum. Það eru því ekki einungis bílaframleiðendur sem eru að huga að smíði rafknúinna ökutækja, en vandi mótorhjólaframleiðenda er stærri en bílaframleiðenda þar sem þeir bera með auðveldari hætti þungar rafhlöður.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent