„Þú skalt ekki aðra guði hafa“ Ívar Halldórsson skrifar 14. júní 2016 09:08 Þar með hélt ég að þetta væri afgreitt. Biblía kristinna manna er skýr í framsetningu boðorðsins sem flestir þekkja, bæði trúaðir og trúlausir. Ef kristnir menn þurfa ekki lengur að fara eftir boðorðunum þá er alveg eins gott að pakka öllum krossum og kaleikum saman og nota frekar kirkjurnar undir sirkussýningar eða til að hýsa innanhússsundlaugar. Að vera í kirkjuleik, þar sem stoðir trúarinnar eru virtar að vettugi, er svipað og að tefla skák þar sem reglum um mannganginn er ekki tekið alvarlega. Slíkt leikfrelsi er ekki vísir á skemmtilega skák. Að bjóða múslimum að tilbiðja guð sinn í kristinni kirkju, er jafn fáránlegt og að bjóða kristnum að tilbiðja sinn guð í mosku. Að segja að kristin trú, búddatrú, íslam og hindúatrú séu systurtrúarbrögð, eins og Fríkirkjuprestur sagði í fjölmiðlum, er eitt af því fjarstæðukenndasta sem kristinn maður getur sagt. Öll þessi trúarbrögð eru mjög ólík og hinar miklu andstæður trúartextanna ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum. Múslimar viðurkenna ekki að Jesús Kristur sé eingetinn sonur Guðs, eins og fram kemur í Biblíunni og þ.m.t. í textanum „Heims um ból“, sem kirkjugestir syngja í kristnum kirkjum á hátíð frelsarans : „Signuð mær son Guðs ól.“ Að sama skapi trúa kristnir ekki að Múhameð sé spámaður Guðs. Stólpar þessa tveggja trúarbragða eru því mjög frábrugðnir og geta aldrei verið stoð fyrir einhvers konar sameiginlegan systraboðskap. (Búddatrú og hindúatrú eru þá svo ólíkar kristinni trú að ekki þarf að tíunda muninn hér.) Fríkirkjuprestur þarf að taka sínu starfi alvarlega - ekki gera lítið úr kristinni trú með því að krassa kæruleysislega yfir þau boðorð sem ekki henta honum. Slík hegðun er ekki hegðun sannkristins manns. Nema þá að Fríkirkjuprestur hafi á einhverjum tímapunkti ákveðið að hafa hempuskipti og aðhyllist nú einhvers konar fjölgyðistrú. Hann hefði þá mátt segja okkur það fyrr því að sem erindreki fjölda trúarbragða á hann lítið erindi í kirkjulegt starf, þar sem áhersla skal lögð á innihald Biblíu kristinna manna. En hvað þá með kristilegan kærleika? Auðvitað eiga kristnir að elska múslima, búddatrúarmenn og hindúa eins og aðra, enda er það að elska náungan einsog sjálfan sig hitt mikilvægasta boðorðið í Biblíunni samkvæmt ritningunni sjálfri. En það er hægt að elska náunga sinn án þess að afhenda honum lyklana að húsinu sínu eða bílnum sínum. Það er hægt sð sýna umburðarlyndi án þess að bjóða náunganum uppí rúm. Kristin trú og Íslam eiga heldur ekki erindi undir sömu sæng. Starfsmenn Burger King hamborgarakeðjunnar fá hvorki að matreiða né selja hamborgara sína hjá hamborgarakeðju MacDonald's, þótt starfsmenn Burger King heimsæki eflaust sumir Mac Donald's veitingastaði annað slagið til að kaupa Big Mac - og öfugt. Starfsmenn þessara tveggja staða þurfa ekkert að vera óvinir þótt þeir séu ekki velkomnir inn í eldhús hvors annars með ólík hráefni. Að sama skapi geta kristnir menn auðveldlega elskað náunga sinn án þess að brjóta mikilvæg boðorð og grundvallarreglur kristinnar trúar. Þetta er alls ekki flókið. Það þarf að draga línur í trúmálum eins og öðrum málum í lífi okkar allra - og hvað kristna trú og íslömsk trúarbrögð varðar, er löngu búið að skilgreina bæði hvað er leyfilegt og hvað ekki í trúartextum beggja. Er það nokkur furða að trúleysingjar klóri sér í kollinum yfir hegðun kristinna manna í dag?! Svona hringl er hrikalega klúðurslegt og með þessum meinvillta manngangi verður trúverðugleiki kirkjunnar hérlendis innan tíðar skák og mát. Jæja, nú er ég farinn að jarða allar dauðu lýsnar sem hrundu úr hárinu á mér við skrýtna skák Fríkirkjuprestsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þar með hélt ég að þetta væri afgreitt. Biblía kristinna manna er skýr í framsetningu boðorðsins sem flestir þekkja, bæði trúaðir og trúlausir. Ef kristnir menn þurfa ekki lengur að fara eftir boðorðunum þá er alveg eins gott að pakka öllum krossum og kaleikum saman og nota frekar kirkjurnar undir sirkussýningar eða til að hýsa innanhússsundlaugar. Að vera í kirkjuleik, þar sem stoðir trúarinnar eru virtar að vettugi, er svipað og að tefla skák þar sem reglum um mannganginn er ekki tekið alvarlega. Slíkt leikfrelsi er ekki vísir á skemmtilega skák. Að bjóða múslimum að tilbiðja guð sinn í kristinni kirkju, er jafn fáránlegt og að bjóða kristnum að tilbiðja sinn guð í mosku. Að segja að kristin trú, búddatrú, íslam og hindúatrú séu systurtrúarbrögð, eins og Fríkirkjuprestur sagði í fjölmiðlum, er eitt af því fjarstæðukenndasta sem kristinn maður getur sagt. Öll þessi trúarbrögð eru mjög ólík og hinar miklu andstæður trúartextanna ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum. Múslimar viðurkenna ekki að Jesús Kristur sé eingetinn sonur Guðs, eins og fram kemur í Biblíunni og þ.m.t. í textanum „Heims um ból“, sem kirkjugestir syngja í kristnum kirkjum á hátíð frelsarans : „Signuð mær son Guðs ól.“ Að sama skapi trúa kristnir ekki að Múhameð sé spámaður Guðs. Stólpar þessa tveggja trúarbragða eru því mjög frábrugðnir og geta aldrei verið stoð fyrir einhvers konar sameiginlegan systraboðskap. (Búddatrú og hindúatrú eru þá svo ólíkar kristinni trú að ekki þarf að tíunda muninn hér.) Fríkirkjuprestur þarf að taka sínu starfi alvarlega - ekki gera lítið úr kristinni trú með því að krassa kæruleysislega yfir þau boðorð sem ekki henta honum. Slík hegðun er ekki hegðun sannkristins manns. Nema þá að Fríkirkjuprestur hafi á einhverjum tímapunkti ákveðið að hafa hempuskipti og aðhyllist nú einhvers konar fjölgyðistrú. Hann hefði þá mátt segja okkur það fyrr því að sem erindreki fjölda trúarbragða á hann lítið erindi í kirkjulegt starf, þar sem áhersla skal lögð á innihald Biblíu kristinna manna. En hvað þá með kristilegan kærleika? Auðvitað eiga kristnir að elska múslima, búddatrúarmenn og hindúa eins og aðra, enda er það að elska náungan einsog sjálfan sig hitt mikilvægasta boðorðið í Biblíunni samkvæmt ritningunni sjálfri. En það er hægt að elska náunga sinn án þess að afhenda honum lyklana að húsinu sínu eða bílnum sínum. Það er hægt sð sýna umburðarlyndi án þess að bjóða náunganum uppí rúm. Kristin trú og Íslam eiga heldur ekki erindi undir sömu sæng. Starfsmenn Burger King hamborgarakeðjunnar fá hvorki að matreiða né selja hamborgara sína hjá hamborgarakeðju MacDonald's, þótt starfsmenn Burger King heimsæki eflaust sumir Mac Donald's veitingastaði annað slagið til að kaupa Big Mac - og öfugt. Starfsmenn þessara tveggja staða þurfa ekkert að vera óvinir þótt þeir séu ekki velkomnir inn í eldhús hvors annars með ólík hráefni. Að sama skapi geta kristnir menn auðveldlega elskað náunga sinn án þess að brjóta mikilvæg boðorð og grundvallarreglur kristinnar trúar. Þetta er alls ekki flókið. Það þarf að draga línur í trúmálum eins og öðrum málum í lífi okkar allra - og hvað kristna trú og íslömsk trúarbrögð varðar, er löngu búið að skilgreina bæði hvað er leyfilegt og hvað ekki í trúartextum beggja. Er það nokkur furða að trúleysingjar klóri sér í kollinum yfir hegðun kristinna manna í dag?! Svona hringl er hrikalega klúðurslegt og með þessum meinvillta manngangi verður trúverðugleiki kirkjunnar hérlendis innan tíðar skák og mát. Jæja, nú er ég farinn að jarða allar dauðu lýsnar sem hrundu úr hárinu á mér við skrýtna skák Fríkirkjuprestsins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar