Ólga og rasismi í Bretlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 28. júní 2016 07:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Brexit Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.
Brexit Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira