Tap Aston Martin tvöfaldast Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 15:21 Hinn væntanlegi Aston Martin DBX jepplingur. Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent
Breski bílaframleiðandinn Aston Martin skilaði tapi fyrir árið 2015, fimmta árið í röð og nú hátt í tvöfalt meira tapi en árið áður. Nam tap Aston Martin fyrir árið í fyrra 21,2 milljarði, en tapið árið áður var 11,9 milljarðar króna. Aston Martin seldi alls 3.615 bíla í fyrra en 3.661 bíl árið áður. Í ár býst Aston Martin við að selja örlítið fleiri bíla en í fyrra og afrakstur þess verði betri með tilkomu nýs DB11 bíls. Miklar fjárfestingar eiga sér nú stað hjá Aston Martin vegna nýja DBX jepplingsins og er verið að reisa nýja verksmiðju vegna hans í Wales. Aston Martin hefur eins og margur breskur bílaframleiðandinn ákallað bresku ríkisstjórnina að skapa iðnaðinum viðunandi starfsumhverfi í kjölfar brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu, í hvers konar formi sem það getur orðið.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent