Tekjur af ferðamönnum Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. júní 2016 00:00 Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum. Við í Samfylkingunni krefjumst aðgerða strax og viljum að:Heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar verði styrktir um allt land.Lögreglu verði gert kleift að sinna íbúum jafnt sem ferðamönnum.Viðhald vega verði aukið umtalsvert.Öryggi ferðamanna verði bætt og uppbygging ferðamannastaða efld.Íbúðum verði fjölgað verulega, svo ásókn ferðaþjónustunnar spenni ekki upp húsnæðisverð og framboð verði nægilegt fyrir fjölskyldur sem þurfa þak yfir höfuðið.Tekjur af ferðamönnum renni líka til sveitarfélaga. Ferðamenn greiða lágan virðisaukaskatt af gistingu og afþreyingu. Með hækkun virðisaukaskatts í almennt þrep með hæfilegum aðlögunartíma fengjust um tíu milljarðar króna árlega í ríkissjóð til að mæta auknum útgjöldum. Ég tel það einföldustu og bestu leiðina til að bregðast við vandanum. Og í virðisaukaskattskerfinu er allt klappað og klárt. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að almenningur ber nú kostnaðinn en ferðamennirnir fá afslátt. Það gengur ekki lengur. Við verðum að stýra þróuninni og skapa ferðaþjónustunni almenn rekstrarskilyrði sem gefa tekjur til viðhalds vega, í heilbrigðisþjónustu, verndun náttúru og löggæslu. Þannig greiða ferðamennirnir fyrir uppbyggingu sem nýtist bæði greininni og íbúum um allt land.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er á skömmum tíma orðin stærsta atvinnugrein þjóðarinnar. Því fylgja góðar gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri en einnig það að fleiri nýta sér þjónustu sem greidd er úr ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við auknum kostnaði og er bæði stefnu- og ráðalaus sem bitnar á þjónustu við ferðamenn og íbúa landsins. Ef ekki verður gripið um stjórnartaumana er líklegast að orðspor Íslands sem ferðamannastaðar skaðist og að fjárfestingar sem ráðist hefur verið í beri sig ekki, með slæmum fjárhagslegum afleiðingum. Við í Samfylkingunni krefjumst aðgerða strax og viljum að:Heilbrigðisþjónusta og sjúkraflutningar verði styrktir um allt land.Lögreglu verði gert kleift að sinna íbúum jafnt sem ferðamönnum.Viðhald vega verði aukið umtalsvert.Öryggi ferðamanna verði bætt og uppbygging ferðamannastaða efld.Íbúðum verði fjölgað verulega, svo ásókn ferðaþjónustunnar spenni ekki upp húsnæðisverð og framboð verði nægilegt fyrir fjölskyldur sem þurfa þak yfir höfuðið.Tekjur af ferðamönnum renni líka til sveitarfélaga. Ferðamenn greiða lágan virðisaukaskatt af gistingu og afþreyingu. Með hækkun virðisaukaskatts í almennt þrep með hæfilegum aðlögunartíma fengjust um tíu milljarðar króna árlega í ríkissjóð til að mæta auknum útgjöldum. Ég tel það einföldustu og bestu leiðina til að bregðast við vandanum. Og í virðisaukaskattskerfinu er allt klappað og klárt. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að almenningur ber nú kostnaðinn en ferðamennirnir fá afslátt. Það gengur ekki lengur. Við verðum að stýra þróuninni og skapa ferðaþjónustunni almenn rekstrarskilyrði sem gefa tekjur til viðhalds vega, í heilbrigðisþjónustu, verndun náttúru og löggæslu. Þannig greiða ferðamennirnir fyrir uppbyggingu sem nýtist bæði greininni og íbúum um allt land.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar