Allt sem þú þarft að vita fyrir forsetakosningarnar á morgun sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. júní 2016 13:26 Alls eru níu manns í framboði. Fyrstu tölur úr kosningunum ættu að liggja fyrir um og upp úr klukkan 23. vísir Kosið verður til embættis forseta Íslands á morgun. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu og loka klukkan 22, en kjörstjórnir geta ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Tölur ættu að verða ljósar á fyrsta klukkutímanum eftir að kjörstaðir loka, eða um klukkan 23. Alls eru 245.004 kjósendur á kjörskrá og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 5,3 prósent kjósenda eða 13.077 talsins.Hvar á að kjósa? Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá með því að slá inn kennitölu sína á þar til gerðri vefsíðu á vegum innanríkisráðuneytisins. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 4. júní 2016. Allir íslenskir ríkisborgarar, átján ára og eldri, eru með kosningarétt. Þá eru íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis skemur en átta ár, talið frá 1. desember 2015, sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Hins vegar verða Íslendingar sem hafa haft lögheimili erlendis lengur en átta ár að sækja um til Þjóðskrár Íslands að verða teknir á kjörskrá. Erlendir ríkisborgarar eru ekki með kosningarétt við kjör forseta Íslands. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tímann á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram í Perlunni í Öskjuhlíð, en þar er opið til klukkan 22 í kvöld. Á morgun, kjördag, verður opið í Perlunni á milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram? Framvísa þarf skilríkjum þegar komið er á kjörstað. Rita á kross framan við nafn þess frambjóðanda sem hver og einn hyggst kjósa, en athuga þarf að ekki má rita neitt annað á kjörseðilinn eða gera á honum breytingar. Slíkt getur ógilt seðilinn. Fleira getur ógilt seðilinn. Ef einhver sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kjörkassann er seðillinn ónýtur, en þá á kjósandi rétt á að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Hið sama gildir ef einhver mistök hafa verið gerð við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þá er ekki leyfilegt að taka myndir af seðlinum, en dæmi eru um að fólk hafi birt slíkar myndir á samfélagsmiðlum. Þeir sem gerast uppvísir af því að birta myndir af kjörseðlinum gætu átt sekt yfir höfði sér, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort fólk hafi í raun og veru sektað fyrir athæfið. Um er að ræða brot gegn 85.grein laga þar sem fram kemur að kjósandi skuli gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Spjald með blindraletri með upphleyptu nafni hvers frambjóðanda er að finna í klefanum. Þeir sem ekki geta merkt sjálfir við á kjörseðlinum sínum vegna sjónleysis eða þess að þeir geta ekki notað höndina til að fylla út kjörseðilinn, rétt á aðstoð í kjörklefa. Kjósandi getur þá tilnefnt einn út kjörstjórninni til að veita sér aðstoð eða óskað eftir því að fulltrúi sem hann hefur valið sjálfur aðstoði sig.Hvar verða kosningavökurnar? Alls eru níu manns í framboði, en frambjóðendur eru eftirfarandi:Andri Snær MagnasonÁstþór MagnússonDavíð OddssonElísabet JökulsdóttirGuðni Th. JóhannessonGuðrún Margrét PálsdóttirHalla TómasdóttirHildur ÞórðardóttirSturla Jónsson Frambjóðendurnir munu allir halda kosningavöku annað kvöld og verður gestum og gangandi boðið að koma, en þær hefjast allar á milli klukkan 21 og 22. Andri Snær verður með kosningavöku í Iðnó og Ástþór Magnússon hyggst halda bænastund í kirkju Óháða safnaðarins. Davíð Oddsson verður í kosningamiðstöð sinni við Grensásveg 10, Guðni Th. Jóhannesson á Grand Hóteli og Guðrún Margrét heldur sína kosningavöku á heimili sínu við Kríunes 6. Þá verður Halla Tómasdóttir á Bryggjunni brugghúsi að Grandagarði 8, og Hildur Þórðardóttir í fundarsal í Sundaborg 1. Elísabet Jökulsdóttir hefur ekki ákveðið hvar hennar kosningavaka verður og ekki hafa fengist upplýsingar um hvar kosningavaka Sturlu Jónssonar verður haldin.Innanríkisráðuneytið hefur útbúið leiðbeiningamyndband með öllum helstu upplýsingum um atkvæðagreiðsluna. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Presidential Election in Iceland 2016: Video instructions - Absentee Voting: Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Næstum fimm prósent þjóðarinnar hafa þegar kosið í forsetakosningum Kosningaþátttaka var 69,3 prósent í forsetakosningunum árið 2012. Fleiri utankjörfundaratkvæði hafa borist í ár en áður. 20. júní 2016 16:28 Gagnrýna að ekki verði hægt að kjósa í Seljahverfi Íbúum í Seljahverfi stendur ekki til boða að sækja kjörstað í hverfinu í júní. 16. maí 2016 17:29 Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. 4. janúar 2016 12:44 Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM Kjörsókn hefur hrapað á síðustu árum. Horfur eru taldar á að kjörsókn í forsetakosningum á morgun verði í sögulegu lágmarki. 24. júní 2016 06:00 Kjörstaður fyrir forsetakosningarnar opnaður í Annecy Ef einhver landsliðsmaður á eftir að kjósa getur hann gert það í Annecy. 23. júní 2016 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Kosið verður til embættis forseta Íslands á morgun. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu og loka klukkan 22, en kjörstjórnir geta ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. Tölur ættu að verða ljósar á fyrsta klukkutímanum eftir að kjörstaðir loka, eða um klukkan 23. Alls eru 245.004 kjósendur á kjörskrá og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn. Kjósendur með lögheimili erlendis eru 5,3 prósent kjósenda eða 13.077 talsins.Hvar á að kjósa? Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá með því að slá inn kennitölu sína á þar til gerðri vefsíðu á vegum innanríkisráðuneytisins. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þann 4. júní 2016. Allir íslenskir ríkisborgarar, átján ára og eldri, eru með kosningarétt. Þá eru íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili erlendis skemur en átta ár, talið frá 1. desember 2015, sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Hins vegar verða Íslendingar sem hafa haft lögheimili erlendis lengur en átta ár að sækja um til Þjóðskrár Íslands að verða teknir á kjörskrá. Erlendir ríkisborgarar eru ekki með kosningarétt við kjör forseta Íslands. Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tímann á síðustu tíu árum fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram í Perlunni í Öskjuhlíð, en þar er opið til klukkan 22 í kvöld. Á morgun, kjördag, verður opið í Perlunni á milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Hvernig fer atkvæðagreiðslan fram? Framvísa þarf skilríkjum þegar komið er á kjörstað. Rita á kross framan við nafn þess frambjóðanda sem hver og einn hyggst kjósa, en athuga þarf að ekki má rita neitt annað á kjörseðilinn eða gera á honum breytingar. Slíkt getur ógilt seðilinn. Fleira getur ógilt seðilinn. Ef einhver sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kjörkassann er seðillinn ónýtur, en þá á kjósandi rétt á að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Hið sama gildir ef einhver mistök hafa verið gerð við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þá er ekki leyfilegt að taka myndir af seðlinum, en dæmi eru um að fólk hafi birt slíkar myndir á samfélagsmiðlum. Þeir sem gerast uppvísir af því að birta myndir af kjörseðlinum gætu átt sekt yfir höfði sér, en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort fólk hafi í raun og veru sektað fyrir athæfið. Um er að ræða brot gegn 85.grein laga þar sem fram kemur að kjósandi skuli gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.Er hægt að fá aðstoð við að kjósa? Spjald með blindraletri með upphleyptu nafni hvers frambjóðanda er að finna í klefanum. Þeir sem ekki geta merkt sjálfir við á kjörseðlinum sínum vegna sjónleysis eða þess að þeir geta ekki notað höndina til að fylla út kjörseðilinn, rétt á aðstoð í kjörklefa. Kjósandi getur þá tilnefnt einn út kjörstjórninni til að veita sér aðstoð eða óskað eftir því að fulltrúi sem hann hefur valið sjálfur aðstoði sig.Hvar verða kosningavökurnar? Alls eru níu manns í framboði, en frambjóðendur eru eftirfarandi:Andri Snær MagnasonÁstþór MagnússonDavíð OddssonElísabet JökulsdóttirGuðni Th. JóhannessonGuðrún Margrét PálsdóttirHalla TómasdóttirHildur ÞórðardóttirSturla Jónsson Frambjóðendurnir munu allir halda kosningavöku annað kvöld og verður gestum og gangandi boðið að koma, en þær hefjast allar á milli klukkan 21 og 22. Andri Snær verður með kosningavöku í Iðnó og Ástþór Magnússon hyggst halda bænastund í kirkju Óháða safnaðarins. Davíð Oddsson verður í kosningamiðstöð sinni við Grensásveg 10, Guðni Th. Jóhannesson á Grand Hóteli og Guðrún Margrét heldur sína kosningavöku á heimili sínu við Kríunes 6. Þá verður Halla Tómasdóttir á Bryggjunni brugghúsi að Grandagarði 8, og Hildur Þórðardóttir í fundarsal í Sundaborg 1. Elísabet Jökulsdóttir hefur ekki ákveðið hvar hennar kosningavaka verður og ekki hafa fengist upplýsingar um hvar kosningavaka Sturlu Jónssonar verður haldin.Innanríkisráðuneytið hefur útbúið leiðbeiningamyndband með öllum helstu upplýsingum um atkvæðagreiðsluna. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Presidential Election in Iceland 2016: Video instructions - Absentee Voting:
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Næstum fimm prósent þjóðarinnar hafa þegar kosið í forsetakosningum Kosningaþátttaka var 69,3 prósent í forsetakosningunum árið 2012. Fleiri utankjörfundaratkvæði hafa borist í ár en áður. 20. júní 2016 16:28 Gagnrýna að ekki verði hægt að kjósa í Seljahverfi Íbúum í Seljahverfi stendur ekki til boða að sækja kjörstað í hverfinu í júní. 16. maí 2016 17:29 Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. 4. janúar 2016 12:44 Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM Kjörsókn hefur hrapað á síðustu árum. Horfur eru taldar á að kjörsókn í forsetakosningum á morgun verði í sögulegu lágmarki. 24. júní 2016 06:00 Kjörstaður fyrir forsetakosningarnar opnaður í Annecy Ef einhver landsliðsmaður á eftir að kjósa getur hann gert það í Annecy. 23. júní 2016 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Næstum fimm prósent þjóðarinnar hafa þegar kosið í forsetakosningum Kosningaþátttaka var 69,3 prósent í forsetakosningunum árið 2012. Fleiri utankjörfundaratkvæði hafa borist í ár en áður. 20. júní 2016 16:28
Gagnrýna að ekki verði hægt að kjósa í Seljahverfi Íbúum í Seljahverfi stendur ekki til boða að sækja kjörstað í hverfinu í júní. 16. maí 2016 17:29
Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. 4. janúar 2016 12:44
Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM Kjörsókn hefur hrapað á síðustu árum. Horfur eru taldar á að kjörsókn í forsetakosningum á morgun verði í sögulegu lágmarki. 24. júní 2016 06:00
Kjörstaður fyrir forsetakosningarnar opnaður í Annecy Ef einhver landsliðsmaður á eftir að kjósa getur hann gert það í Annecy. 23. júní 2016 16:43