Svona andrúmsloft væri ekki hægt að skapa í Reykjavík Magnús Guðmundsson skrifar 6. júlí 2016 10:30 Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi þjóðlagahátíðarinnar, fyrir framan Þjóðlagasetrið á Siglufirði sem er tíu ára í ár. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Að vanda verður íslensk tónlist í öndvegi í bland við erlenda og einkar forvitnilega tónlist víða að úr veröldinni. Ástarkvæði og ástarsöngvar í sinni fjölbreyttustu mynd eru þema hátíðarinnar að þessu sinni og að vanda er það Gunnsteinn Ólafsson sem er listrænn stjórnandi hátíðíðarinnar.Fyrir alla fjölskylduna Gunnsteinn hefur leitt hátíðina frá upphafi en hann segist þó vonast eftir því að yngra fólk taki senn við kyndlinum. „Ég fór bara af stað með þetta því það var enginn annar, en núna er komið margt ungt og áhugasamt fólki og ég er viss um að það fer að styttast í það að einhverjir ungir og hugmyndaríkir athafnalistamenn vilji taka svona hátíð að sér. Það væri mér mikið gleðiefni ef ungt fólk sæi hag sinn í því að taka svona hátíð að sér því með nýju blóði koma nýjar hugmyndir. En hátíðin er að hefjast og fólk streymir að. Það er alveg sérstaklega söngelskt og skemmtilegt fólk sem við fáum hérna til okkar og það eru margir sem taka alla hátíðina en svo eru aðrir sem kaupa til að mynda dagpassa og svo er ókeypis fyrir börn tólf ára og yngri. Þannig að þetta er alltaf mikil fjölskyldugleði.Áhugi og fjölbreytni Núna er hátíðin að byrja og þetta eru um tuttugu tónleikar á fimm dögum. Þemað er ástarsöngvar og kvæði og flytjendur svona sveigja efnisskrána soldið að því án þess þó að það sé bindandi. Við erum með listamenn mjög víða að og í ár erum við m.a. með íslenska tónlistarmenn sem búa á Spáni, Arnald Arnaldsson gítarleikara sem verður bæði með tónleika og námskeið, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og eiginmaður hennar Francisco Javier verða með tónlist frá Spáni og fyrirlestra í þjóðlagaakademíunni. Akademían verður reyndar á ensku að þessu sinni fyrir erlenda gesti sem vilja kynna sér íslensk þjóðlög. En það hefur verið stöðug aukning á erlendum gestum og mér finnst ég aldrei hafa fundið fyrir eins miklum áhuga að utan og einmitt núna. Áhuginn er gríðarlegur. En fjölbreytnin í dagskránni er líka mikil. Á meðal flytjenda má nefna Gretu Salóme, Báru Grímsdóttur og Chris Foster, Þórunni Pétursdóttur. Einnig verða ný verk frumflutt eftir eftir Guðrúnu Ingimundardóttur og Gísla J. Grétarsson. Jóhanna Þórhallsdóttir syngur ástarsöngva Megasar ásamt hljómsveit og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur lög af diski sínum Stjörnubjart með hljómsveitinni Andakt. Á hátíðina koma einnig fjölmargir ungir tónlistarmenn frá meginlandi Evrópu, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum og flytja gestum tónlist í samvinnu við íslenska tónlistarmenn. Norski fiðlusnillingurinn Ragnar Heyerdahl leikur sína eigin tónlist og á lokatónleikum hátíðarinnar flytur Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 1. sinfóníu Mahlers auk Íslenskrar svítu eftir Mist Þorkelsdóttur. En það leynir sér að minnsta kosti ekki að fjölbreytnin er mikil og allir ættu að geta fundið margt við sitt hæfi.“Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier taka þátt í hátíðinni.Heiðríkja og ró Þrátt fyrir þessa miklu og fjölbreyttu dagskrá segir Gunnsteinn að það sé lítið um að tónleikar skarist á hátíðinni. „Ég tók þá stefnu strax að hafa tónleikana klukkustundar langa því það er lengd sem gengur fyrir þá sem eru með börn. Þetta konsept virkaði strax ákaflega vel og við getum verið með þrenna tónleika á hverju kvöldi, klukkan átta, hálf tíu og ellefu og fólk finnur ekki fyrir þessu. Það labba allir á milli tónleikastaða og þetta hljómar kannski eins og herfilegt mont en þegar maður sér fólk á þessari göngu á milli staða þá sér maður hvað öllum líður vel því það hvílir svo mikil ró yfir því og það er svo mikil heiðríkja yfir þessu öllu. Þetta hef ég hvergi séð annars staðar og það er algjörlega einstök stemming sem myndast við þetta í þessum fallegu kvöldstillum hérna á Siglufirði. Svona andrúmsloft væri ekki hægt að skapa í Reykjavík.“Mahler og landsliðið Það kemur kannski einhverjum á óvart að sjá að á dagskránni er flutningur á fyrstu sinfóníu Mahlers en Gunnsteinn segir að hún sé í raun þrungin af þjóðlagatónlist. „Mahler var gyðingur og inn í sína fyrstu sinfóníu setti hann heilmikið af klezmer-tónlist sem er þjóðlagatónlist gyðinga. Þriðji þátturinn er þjóðlagið Meistari Jakob sem hann snýr í moll og vinnur út frá þjóðlaginu. Þannig að þessi sinfónía á gjörsamlega heima á hátíðinni. Þjóðlagatónlistar gætir einmitt víðar en fólk gerir sér grein fyrir. Bartok til að mynda sem hafði gríðarleg áhrif á tónlist tuttugustu aldar, sækir allt sitt í ungversku þjóðlögin. Grieg hefði aldrei orðið það sem hann varð ef ekki hefði verið fyrir norsku þjóðlögin og svo framvegis. En tónlistin er þannig að hún finnur sér farveg. Núna syngja stuðningsmenn landsliðsins Ég er kominn heim en það er upprunalega ungverskt óperettulag en þetta er orðið að þjóðlagi á Íslandi. Þetta er ekta þjóðlag vegna þess að almenningur á Íslandi hefur engan áhuga á því eftir hvern lagið er. Fólk bara syngur lagið af lífi og sál og svona verða þjóðlög til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júlí 2016. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Að vanda verður íslensk tónlist í öndvegi í bland við erlenda og einkar forvitnilega tónlist víða að úr veröldinni. Ástarkvæði og ástarsöngvar í sinni fjölbreyttustu mynd eru þema hátíðarinnar að þessu sinni og að vanda er það Gunnsteinn Ólafsson sem er listrænn stjórnandi hátíðíðarinnar.Fyrir alla fjölskylduna Gunnsteinn hefur leitt hátíðina frá upphafi en hann segist þó vonast eftir því að yngra fólk taki senn við kyndlinum. „Ég fór bara af stað með þetta því það var enginn annar, en núna er komið margt ungt og áhugasamt fólki og ég er viss um að það fer að styttast í það að einhverjir ungir og hugmyndaríkir athafnalistamenn vilji taka svona hátíð að sér. Það væri mér mikið gleðiefni ef ungt fólk sæi hag sinn í því að taka svona hátíð að sér því með nýju blóði koma nýjar hugmyndir. En hátíðin er að hefjast og fólk streymir að. Það er alveg sérstaklega söngelskt og skemmtilegt fólk sem við fáum hérna til okkar og það eru margir sem taka alla hátíðina en svo eru aðrir sem kaupa til að mynda dagpassa og svo er ókeypis fyrir börn tólf ára og yngri. Þannig að þetta er alltaf mikil fjölskyldugleði.Áhugi og fjölbreytni Núna er hátíðin að byrja og þetta eru um tuttugu tónleikar á fimm dögum. Þemað er ástarsöngvar og kvæði og flytjendur svona sveigja efnisskrána soldið að því án þess þó að það sé bindandi. Við erum með listamenn mjög víða að og í ár erum við m.a. með íslenska tónlistarmenn sem búa á Spáni, Arnald Arnaldsson gítarleikara sem verður bæði með tónleika og námskeið, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og eiginmaður hennar Francisco Javier verða með tónlist frá Spáni og fyrirlestra í þjóðlagaakademíunni. Akademían verður reyndar á ensku að þessu sinni fyrir erlenda gesti sem vilja kynna sér íslensk þjóðlög. En það hefur verið stöðug aukning á erlendum gestum og mér finnst ég aldrei hafa fundið fyrir eins miklum áhuga að utan og einmitt núna. Áhuginn er gríðarlegur. En fjölbreytnin í dagskránni er líka mikil. Á meðal flytjenda má nefna Gretu Salóme, Báru Grímsdóttur og Chris Foster, Þórunni Pétursdóttur. Einnig verða ný verk frumflutt eftir eftir Guðrúnu Ingimundardóttur og Gísla J. Grétarsson. Jóhanna Þórhallsdóttir syngur ástarsöngva Megasar ásamt hljómsveit og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur lög af diski sínum Stjörnubjart með hljómsveitinni Andakt. Á hátíðina koma einnig fjölmargir ungir tónlistarmenn frá meginlandi Evrópu, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum og flytja gestum tónlist í samvinnu við íslenska tónlistarmenn. Norski fiðlusnillingurinn Ragnar Heyerdahl leikur sína eigin tónlist og á lokatónleikum hátíðarinnar flytur Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 1. sinfóníu Mahlers auk Íslenskrar svítu eftir Mist Þorkelsdóttur. En það leynir sér að minnsta kosti ekki að fjölbreytnin er mikil og allir ættu að geta fundið margt við sitt hæfi.“Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier taka þátt í hátíðinni.Heiðríkja og ró Þrátt fyrir þessa miklu og fjölbreyttu dagskrá segir Gunnsteinn að það sé lítið um að tónleikar skarist á hátíðinni. „Ég tók þá stefnu strax að hafa tónleikana klukkustundar langa því það er lengd sem gengur fyrir þá sem eru með börn. Þetta konsept virkaði strax ákaflega vel og við getum verið með þrenna tónleika á hverju kvöldi, klukkan átta, hálf tíu og ellefu og fólk finnur ekki fyrir þessu. Það labba allir á milli tónleikastaða og þetta hljómar kannski eins og herfilegt mont en þegar maður sér fólk á þessari göngu á milli staða þá sér maður hvað öllum líður vel því það hvílir svo mikil ró yfir því og það er svo mikil heiðríkja yfir þessu öllu. Þetta hef ég hvergi séð annars staðar og það er algjörlega einstök stemming sem myndast við þetta í þessum fallegu kvöldstillum hérna á Siglufirði. Svona andrúmsloft væri ekki hægt að skapa í Reykjavík.“Mahler og landsliðið Það kemur kannski einhverjum á óvart að sjá að á dagskránni er flutningur á fyrstu sinfóníu Mahlers en Gunnsteinn segir að hún sé í raun þrungin af þjóðlagatónlist. „Mahler var gyðingur og inn í sína fyrstu sinfóníu setti hann heilmikið af klezmer-tónlist sem er þjóðlagatónlist gyðinga. Þriðji þátturinn er þjóðlagið Meistari Jakob sem hann snýr í moll og vinnur út frá þjóðlaginu. Þannig að þessi sinfónía á gjörsamlega heima á hátíðinni. Þjóðlagatónlistar gætir einmitt víðar en fólk gerir sér grein fyrir. Bartok til að mynda sem hafði gríðarleg áhrif á tónlist tuttugustu aldar, sækir allt sitt í ungversku þjóðlögin. Grieg hefði aldrei orðið það sem hann varð ef ekki hefði verið fyrir norsku þjóðlögin og svo framvegis. En tónlistin er þannig að hún finnur sér farveg. Núna syngja stuðningsmenn landsliðsins Ég er kominn heim en það er upprunalega ungverskt óperettulag en þetta er orðið að þjóðlagi á Íslandi. Þetta er ekta þjóðlag vegna þess að almenningur á Íslandi hefur engan áhuga á því eftir hvern lagið er. Fólk bara syngur lagið af lífi og sál og svona verða þjóðlög til.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júlí 2016.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira