Ítalir kjósa um gjörbreytingu á stjórnarskránni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 23:42 Hinn 41 árs gamli Matteo Renzi ætlar að segja af sér embætti felli landsmenn tillögu hans. vísir/epa Útlit er fyrir að kosning Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu verði ekki eina evrópska þjóðaratkvæðagreiðslan sem gæti haft gífurleg áhrif. Framundan er kosning í Ítalíu sem beðið er víða. Fyrr á árinu lagði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fram frumvarp um miklar breytingar á stjórnskipan landsins. Stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt í báðum deildum ítalska þingsins en ekki með tveimur þriðju atkvæða. Því þarf að leggja breytingarnar í dóm þjóðarinnar. Ítalska þingið saman stendur af tveimur deildum. Til að frumvörp verði að lögum þarf að samþykkja þau samhljóða í báðum deildum. Takist það ekki eru þau send til baka í nýrri mynd. Þekkt er að frumvörp festist í einhverskonar limbói og ferðist fram og til baka á milli deilda. Tillaga Renzi hljóðar upp á að þingmönnum í efri deild þingsins, öldungadeildinni, verði fækkað úr 315 í hundrað. Þá er einnig lagt til að ríkisstjórn landsins þurfi ekki að njóta stuðnings beggja deilda þingsins heldur aðeins neðri deildarinnar. Nákvæm dagsetning fyrir kosninguna hefur ekki enn verið ákveðin en þó er víst að hún verður í október. Renzi hefur gefið það út að verði stjórnarskrárbreytingin ekki samþykkt muni hann segja af sér. Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að mjótt er á mununum milli fylkinga en þó virðast þeir sem ætla að kjósa nei hafa yfirhöndina. Enn eru þó gífurlega margir sem eiga eftir að ákveða sig. Fjárfestar fylgjast spenntir með þróun mála. Verði tillagan felld og segi Renzi af sér mun líklega þurfa að boða til nýrra þingkosninga. Sem stendur mælist popúlistaflokkurinn Movimento 5 Stelle, Fimm stjörnu hreyfingin, stærstur en meðlimir flokksins eru tortryggnir gagnvart Evrópusambandinu og myntbandalaginu sem því fylgir. Flokkurinn hefur boðað að kosningar um framtíð Ítalíu nái hann kjöri. Brexit Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Útlit er fyrir að kosning Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu verði ekki eina evrópska þjóðaratkvæðagreiðslan sem gæti haft gífurleg áhrif. Framundan er kosning í Ítalíu sem beðið er víða. Fyrr á árinu lagði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fram frumvarp um miklar breytingar á stjórnskipan landsins. Stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt í báðum deildum ítalska þingsins en ekki með tveimur þriðju atkvæða. Því þarf að leggja breytingarnar í dóm þjóðarinnar. Ítalska þingið saman stendur af tveimur deildum. Til að frumvörp verði að lögum þarf að samþykkja þau samhljóða í báðum deildum. Takist það ekki eru þau send til baka í nýrri mynd. Þekkt er að frumvörp festist í einhverskonar limbói og ferðist fram og til baka á milli deilda. Tillaga Renzi hljóðar upp á að þingmönnum í efri deild þingsins, öldungadeildinni, verði fækkað úr 315 í hundrað. Þá er einnig lagt til að ríkisstjórn landsins þurfi ekki að njóta stuðnings beggja deilda þingsins heldur aðeins neðri deildarinnar. Nákvæm dagsetning fyrir kosninguna hefur ekki enn verið ákveðin en þó er víst að hún verður í október. Renzi hefur gefið það út að verði stjórnarskrárbreytingin ekki samþykkt muni hann segja af sér. Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að mjótt er á mununum milli fylkinga en þó virðast þeir sem ætla að kjósa nei hafa yfirhöndina. Enn eru þó gífurlega margir sem eiga eftir að ákveða sig. Fjárfestar fylgjast spenntir með þróun mála. Verði tillagan felld og segi Renzi af sér mun líklega þurfa að boða til nýrra þingkosninga. Sem stendur mælist popúlistaflokkurinn Movimento 5 Stelle, Fimm stjörnu hreyfingin, stærstur en meðlimir flokksins eru tortryggnir gagnvart Evrópusambandinu og myntbandalaginu sem því fylgir. Flokkurinn hefur boðað að kosningar um framtíð Ítalíu nái hann kjöri.
Brexit Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira