Mikilvægasta kosningamálið Vigfús Bjarni Albertsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar