Dagbókarskrifin urðu að handriti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2016 09:00 Eydís Eir Björnsdóttir er leikstjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar Islandia. Vísir/Eyþór Framleiðslufyrirtækið arCus Films hlaut á dögunum tveggja milljóna króna styrk úr Jafnréttissjóði til framleiðslu á stuttmyndinni Islandia sem skrifuð og leikstýrt er af Eydísi Eir Björnsdóttur. Að arCus Films koma þau Marzibil Sæmundardóttir, sem stofnaði fyrirtækið og Svava Lóa Stefánsdóttir og Ársæll Níelsson sem eru nýir meðeigendur fyrirtækisins og munu framleiða myndina ásamt Carolinu Salas en Marzibil verður aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverk myndarinnar verður í höndum leikkonunnar góðkunnu Ágústu Evu Erlendsdóttur og er Eydís ánægð með aðalleikkonuna. „Hún er einstök leikkona, einlæg og sterkur karakter. Ég hef fylgst með henni og það er eitthvað sem ég tengi við.“ Ágústa er eini íslenski leikari myndarinnar sem að mestu leyti verður tekin upp á Segovia á Spáni. Eydís segir það koma til þar sem myndin sé samstarf milli Spánar, Danmerkur og Íslands og þau hafi ekki fundið það umhverfi sem þau leituðu að hér á landi. Myndin hlaut einnig ríflega fjórar milljónir í styrk frá Evrópu unga fólksins og umsókn hefur einnig verið send til Kvikmyndasjóðs. Eydís vill sem minnst gefa upp um efni myndarinnar en hún er byggð á sönnum atburðum og reynslu leikstjóra. Og fjallar myndin um unga konu sem lendir í hremmingum erlendis. Eydís segir það þó ekki alltaf hafa staðið til að skrifa handrit myndarinnar, það hafi hálfpartinn komið til óvart. „Ég hélt dagbók og var búin að skrifa mikið í hana. Það var þörf til þess að koma þessu frá mér,“ segir Eydís og bætir við að fyrir sig sé það ákveðin þerapía að skrifa sig út úr hlutunum. „Ég hef skrifað mikið og er með mörg handrit sem ég hef skrifað og svo er þessi þörf til þess að tjá sig á myndrænan hátt.“ Það er nóg um að vera hjá arCus Films en þau munu einnig framleiða verkefni í samstarfi við leikhópinn Ratatam og fékk það verkefni einnig styrk frá Jafnréttissjóði en það er byggt á hugmyndum Eydísar. Um er að ræða örmyndir sem dreift verður á samfélagsmiðla með jöfnu millibili og munu fjalla á hnitmiðaðan og listrænan hátt um jafnréttismál. Leikhópurinn hefur unnið að því að setja upp leikverk sem frumsýnt verður í haust en hópurinn hefur undanfarna mánuði rannsakað líkamlegt og andlegt ofbeldi innan veggja heimilisins. Leikhópinn skipa Halldóra Rut Baldursdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. ArCus Films ásamt fleiri listamönnum úr hópnum vinna nú að því að setja upp skapandi vinnurými úti á Granda. Vonir standa til að bæði verkefnin verði frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið arCus Films hlaut á dögunum tveggja milljóna króna styrk úr Jafnréttissjóði til framleiðslu á stuttmyndinni Islandia sem skrifuð og leikstýrt er af Eydísi Eir Björnsdóttur. Að arCus Films koma þau Marzibil Sæmundardóttir, sem stofnaði fyrirtækið og Svava Lóa Stefánsdóttir og Ársæll Níelsson sem eru nýir meðeigendur fyrirtækisins og munu framleiða myndina ásamt Carolinu Salas en Marzibil verður aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverk myndarinnar verður í höndum leikkonunnar góðkunnu Ágústu Evu Erlendsdóttur og er Eydís ánægð með aðalleikkonuna. „Hún er einstök leikkona, einlæg og sterkur karakter. Ég hef fylgst með henni og það er eitthvað sem ég tengi við.“ Ágústa er eini íslenski leikari myndarinnar sem að mestu leyti verður tekin upp á Segovia á Spáni. Eydís segir það koma til þar sem myndin sé samstarf milli Spánar, Danmerkur og Íslands og þau hafi ekki fundið það umhverfi sem þau leituðu að hér á landi. Myndin hlaut einnig ríflega fjórar milljónir í styrk frá Evrópu unga fólksins og umsókn hefur einnig verið send til Kvikmyndasjóðs. Eydís vill sem minnst gefa upp um efni myndarinnar en hún er byggð á sönnum atburðum og reynslu leikstjóra. Og fjallar myndin um unga konu sem lendir í hremmingum erlendis. Eydís segir það þó ekki alltaf hafa staðið til að skrifa handrit myndarinnar, það hafi hálfpartinn komið til óvart. „Ég hélt dagbók og var búin að skrifa mikið í hana. Það var þörf til þess að koma þessu frá mér,“ segir Eydís og bætir við að fyrir sig sé það ákveðin þerapía að skrifa sig út úr hlutunum. „Ég hef skrifað mikið og er með mörg handrit sem ég hef skrifað og svo er þessi þörf til þess að tjá sig á myndrænan hátt.“ Það er nóg um að vera hjá arCus Films en þau munu einnig framleiða verkefni í samstarfi við leikhópinn Ratatam og fékk það verkefni einnig styrk frá Jafnréttissjóði en það er byggt á hugmyndum Eydísar. Um er að ræða örmyndir sem dreift verður á samfélagsmiðla með jöfnu millibili og munu fjalla á hnitmiðaðan og listrænan hátt um jafnréttismál. Leikhópurinn hefur unnið að því að setja upp leikverk sem frumsýnt verður í haust en hópurinn hefur undanfarna mánuði rannsakað líkamlegt og andlegt ofbeldi innan veggja heimilisins. Leikhópinn skipa Halldóra Rut Baldursdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. ArCus Films ásamt fleiri listamönnum úr hópnum vinna nú að því að setja upp skapandi vinnurými úti á Granda. Vonir standa til að bæði verkefnin verði frumsýnd á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira