Fýsilegri kostur í ríkisstjórn með Sigurð Inga í brúnni Sveinn Arnarson skrifar 29. júlí 2016 07:00 Nær ómögulegt er fyrir núverandi ríkisstjórn að verjast falli í næstu kosningum. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir skoðanir formanns Framsóknarflokksins um að leikur einn sé að hætta við kosningar í haust. Segir hann hringlandahátt af hinu slæma og vill festa niður kjördag sem allra fyrst í lok október. Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsóknarflokkinn í erfiðri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum með hornreka formann.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það slæmt að formaður flokksins skuli tala á skjön við forystumenn ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga. Hefur Sigmundur Davíð sagt það skipta máli að ljúka því sem þeir byrjuðu og nýta fjögur ár til þess. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi og notar til þess allar aðferðir. Það er hins vegar þannig að kannski eru þau meðöl ekki best fyrir flokkinn hans. Aftur á móti sýnist mér Sigurður Ingi Jóhannsson vera á þeirri leið að hugsa um hag flokksins og efna loforðið um kosningar,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór segir líklegt að ef fram heldur sem horfir gæti Framsóknarflokkurinn verið að loka dyrum fyrirfram að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi. Einnig telur hann líklegra að Framsóknarflokkurinn nái inn í ríkisstjórn með Sigurð Inga í forystu en Sigmund Davíð. „Það er greinilega mikill merkingarmunur á orðum Bjarna og Sigmundar Davíðs. Einnig ef Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna til vinstri í næstu ríkisstjórn sýnist mér mun meiri þíða vera í samskiptum við minnihlutann á þingi eftir að Sigurður Ingi tók við stjórnartaumum í ríkisstjórn. Því er líklegra að stjórnarandstaðan vilji tala við Sigurð Inga fremur en Sigmund Davíð sem kemur laskaður til kosninga.“Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson var spurður um loforð flokkanna um kosningar í haust þegar hann mætti á ríkisráðsfund í gærmorgun. „Þegar við endurnýjuðum samstarfið í vor boðuðum við á sama tíma að við ætluðum að ljúka nokkrum málum og boða svo til kosninga,“ sagði Bjarni og taldi það mikilvægt að allir ættu að standa við þessi loforð. „Mér finnst það skipta máli, sérstaklega eftir atburði vorsins, að það sé ekki mikill hringlandaháttur með þessa hluti og ég hef lagt á það áherslu að við stöndum við þessi efni um kosningar í haust.“ Bjarni var einnig spurður að því hvort ekki væri best að setja niður kjördag sem fyrst. Játti hann því og sagði það skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Einnig sagði hann kannski orðið tímabært að hann ætti fund með formanni Framsóknarflokksins vegna orða hans í fjölmiðlum. „Ég er fyrir það að það sé einhver stjórnfesta í þessu landi,“ sagði Bjarni í þann mund er hann gekk inn á síðasta ríkisráðsfund undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir skoðanir formanns Framsóknarflokksins um að leikur einn sé að hætta við kosningar í haust. Segir hann hringlandahátt af hinu slæma og vill festa niður kjördag sem allra fyrst í lok október. Prófessor í stjórnmálafræði segir Framsóknarflokkinn í erfiðri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum með hornreka formann.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það slæmt að formaður flokksins skuli tala á skjön við forystumenn ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga. Hefur Sigmundur Davíð sagt það skipta máli að ljúka því sem þeir byrjuðu og nýta fjögur ár til þess. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýnist mér vera að reyna að bjarga sínu pólitíska lífi og notar til þess allar aðferðir. Það er hins vegar þannig að kannski eru þau meðöl ekki best fyrir flokkinn hans. Aftur á móti sýnist mér Sigurður Ingi Jóhannsson vera á þeirri leið að hugsa um hag flokksins og efna loforðið um kosningar,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór segir líklegt að ef fram heldur sem horfir gæti Framsóknarflokkurinn verið að loka dyrum fyrirfram að hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi. Einnig telur hann líklegra að Framsóknarflokkurinn nái inn í ríkisstjórn með Sigurð Inga í forystu en Sigmund Davíð. „Það er greinilega mikill merkingarmunur á orðum Bjarna og Sigmundar Davíðs. Einnig ef Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna til vinstri í næstu ríkisstjórn sýnist mér mun meiri þíða vera í samskiptum við minnihlutann á þingi eftir að Sigurður Ingi tók við stjórnartaumum í ríkisstjórn. Því er líklegra að stjórnarandstaðan vilji tala við Sigurð Inga fremur en Sigmund Davíð sem kemur laskaður til kosninga.“Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson var spurður um loforð flokkanna um kosningar í haust þegar hann mætti á ríkisráðsfund í gærmorgun. „Þegar við endurnýjuðum samstarfið í vor boðuðum við á sama tíma að við ætluðum að ljúka nokkrum málum og boða svo til kosninga,“ sagði Bjarni og taldi það mikilvægt að allir ættu að standa við þessi loforð. „Mér finnst það skipta máli, sérstaklega eftir atburði vorsins, að það sé ekki mikill hringlandaháttur með þessa hluti og ég hef lagt á það áherslu að við stöndum við þessi efni um kosningar í haust.“ Bjarni var einnig spurður að því hvort ekki væri best að setja niður kjördag sem fyrst. Játti hann því og sagði það skipta máli fyrir lýðræðið í landinu. Einnig sagði hann kannski orðið tímabært að hann ætti fund með formanni Framsóknarflokksins vegna orða hans í fjölmiðlum. „Ég er fyrir það að það sé einhver stjórnfesta í þessu landi,“ sagði Bjarni í þann mund er hann gekk inn á síðasta ríkisráðsfund undir stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira