Skoðun formanns á kosningum skipti engu Sveinn Arnarson skrifar 27. júlí 2016 06:00 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir valdið ekki hjá formanni Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra sé með þingrofsréttinn. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir þingrof hafa verið rætt á fundum sínum við forystumenn ríkisstjórnarinnar og segir gengið út frá því sem vísu að kosið verði á haustmánuðum. Hugmyndir formanns Framsóknarflokksins skipta þar engu máli þar sem hann sé ekki hluti af forystu ríkisstjórnar. „Við höfum rætt það á okkar fundum, ég og forystumenn ríkisstjórnarinnar, að þinglok verði í haust og boðað verði til kosninga eins og lofað hefur verið. Ég tel orð forystumanna þessarar ríkisstjórnar hafa verið mjög afdráttarlaus, bæði í samtali við mig og fjölmiðla, og því leikur enginn vafi á að kosið verði í haust,“ segir Einar.Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, taka í sama streng. Birgir segir flokkinn ganga út frá því að kosið verði í haust. Hann vildi lítið tjá sig efnislega um bréf formanns Framsóknarflokksins sem hefur nú í tvo daga talað fyrir því að kosið verði næsta vor og loforðið um kosningar því ekki efnt. „Um bréf Sigmundar vil ég segja að þetta er fyrst og fremst innanflokksmál Framsóknar. Þeir verða að velja sér sína forystu og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvernig þeir fara að því,“ segir Birgir. Ásmundur segir orðið ljóst að kosið verði í haust en telur það samt óþarft. „Þó það sé búið að ákveða það þá var ekki pólitísk ástæða til að hlaupa á eftir þessari kröfu almennings. Það er góður meirihluti á þingi,“ sagði Ásmundur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt það engu skipta hver afstaða Sigmundar Davíðs sé til þess hvort kosið verður í haust eða vor. Þegar forseti Alþingis var spurður út í skoðanir formanns Framsóknarflokksins vildi hann ekki tjá sig um ummælin. „Þingrofsréttur er í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta og einskis annars. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ sagði Einar.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira