Lengi lifi fjölbreytnin Sigríður Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2016 12:30 Hluti af Leikhópnum Lottu í hinni glaðværu sýningu Litalandi. Visir/Vilhelm Leikhús Litaland Leikhópurinn Lotta Leikhópurinn: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen Leikstjórn: Stefán Benedikt Vilhelmsson Söngtextar: Baldur Ragnarsson og Sævar Sigursteinsson Lög: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen og Rósa Ásgeirsdóttir Búninga- og grímuhönnun: Kristína R. Berman Leikmyndahönnun: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir Danshöfundur: Berglind Ýr Karlsdóttir Leikhópurinn Lotta fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og vert er að hrósa hópnum sérstaklega fyrir að búa til sýningar fyrir okkar yngstu leikhúsáhorfendur. Sýningum fyrir börn hefur farið fækkandi með árunum en hvert sumar taka meðlimir leikhópsins sig til og túra um landið, ávallt með nýja sýningu í pokahorninu. Litaland er fyrsta sýning þeirra sem ekki er byggð á þekktri sögu en áður hafa þau tekið fyrir Hróa hött og Gilitrutt svo eitthvað sé nefnt. Á höfuðborgarsvæðinu fer sýningin fram í lítilli laut í Elliðaárdalnum en eins og áður var nefnt fer hópurinn reglulega í leikferðir út á landsbyggðina. Í Litalandi búa þrír ættbálkar: Gulverjar, Bláungar og Rauðingjar, hver í sínum landshluta og nánast engin samskipti eru á milli þeirra. En ástir og náttúruhamfarir verða þess valdandi að heimsmynd litanna umturnast, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Hugmyndaheimur leikskáldsins Önnu Bergljótar Thorarensen er metnaðarfullur með fallegan kjarna en hún reynir að koma alltof mörgum sögum fyrir í klukkutíma löngu verki. Orðfærið er oft á tíðum hið undarlegasta og flúraður talsmáti bæði Gulverja og Bláunga verður fljótlega leiðigjarn. Gerðar eru allmargar tilraunir til að skjóta bröndurum til þeirra sem eldri eru sem er þakklátt þegar þeir hitta í mark en margir þeirra falla flatir eða eru hreinlega taktlausir. En þrátt fyrir vankanta á handritinu er sögunni af Litalandi alls ekki lokið. Söngtextar þeirra Baldurs Ragnarssonar og Sævars Sigurgeirssonar eru smellnir og faglega samdir, þrátt fyrir eina vísun í hreinsunareld sem er gjörsamlega óviðeigandi. Sýningin lifnar við á meðan á söngatriðunum stendur, þau mættu hreinlega vera fleiri og samtölin hressilega stytt á móti. Leikhópurinn vinnur vel saman, búningaskipti eru hröð og glensið fjörugt. Persónusköpun leikaranna er nokkuð góð en orkustigið mætti vera hærra. Bæði leikstjórinn Stefán Benedikt Vilhelmsson og danshöfundurinn Berglind Ýr Karlsdóttir notast við aðferðir og stef úr látbragðsleikjum en herslumuninn vantar til að hugmyndirnar gangi fyllilega upp. Í byrjun sýningar og að henni lokinni geta litlu leikhúsgestirnir fengið að hitta verurnar úr Litalandi sem skoppa um hinar hressustu en á meðan á sýningunni stendur myndast gjá þar á milli. Pláss er í sýningunni fyrir miklu meiri þátttöku áhorfenda. Sviðshreyfingarnar eru fjölbreyttar og virka ágætlega, danshönnun einnig. Litadýrðin og gleðin ná hámarki á þessum augnablikum, í bland við söngatriðin. Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir hanna leikmyndina en hún er einstaklega vel heppnuð og úthugsuð en leikhópurinn mætti nota hana aðeins betur. Í sýningum sem haldnar eru úti við er oftar en ekki barist við að halda fókus áhorfenda og Litaland dofnar aðeins þar sem upphækkun skorti. Litaland er farandsýning í ætt við ítölsku Commedia dell’arte hefðina þar sem grímur gegna stóru hlutverki en búninga- og grímuhönnun Kristínu R. Berman er hugvitssamleg og litskrúðug eins og til má ætlast. Leikhópurinn Lotta á heiður skilið fyrir mikla og góða vinnu síðasta áratuginn. Þau takmarka sig ekki við höfuðborgarsvæðið heldur þeysast um landið þvert og endilangt til að gleðja okkar yngstu leikhúsaðdáendur. Vert er að nefna að leikhúsgestir eru hvattir til að muna eftir grámyglu íslenska sumarsins og vera við öllu búnir hvað varðar útivistarfatnað. Þó er synd að þessi tiltekna sýning nái ekki alveg að vera sannfærandi þó litrík sé og á köflum bráðskemmtileg. Niðurstaða: Litríkur en linkulegur látbragðsleikur fyrir börn á öllum aldri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí. Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Litaland Leikhópurinn Lotta Leikhópurinn: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen Leikstjórn: Stefán Benedikt Vilhelmsson Söngtextar: Baldur Ragnarsson og Sævar Sigursteinsson Lög: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen og Rósa Ásgeirsdóttir Búninga- og grímuhönnun: Kristína R. Berman Leikmyndahönnun: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir Danshöfundur: Berglind Ýr Karlsdóttir Leikhópurinn Lotta fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og vert er að hrósa hópnum sérstaklega fyrir að búa til sýningar fyrir okkar yngstu leikhúsáhorfendur. Sýningum fyrir börn hefur farið fækkandi með árunum en hvert sumar taka meðlimir leikhópsins sig til og túra um landið, ávallt með nýja sýningu í pokahorninu. Litaland er fyrsta sýning þeirra sem ekki er byggð á þekktri sögu en áður hafa þau tekið fyrir Hróa hött og Gilitrutt svo eitthvað sé nefnt. Á höfuðborgarsvæðinu fer sýningin fram í lítilli laut í Elliðaárdalnum en eins og áður var nefnt fer hópurinn reglulega í leikferðir út á landsbyggðina. Í Litalandi búa þrír ættbálkar: Gulverjar, Bláungar og Rauðingjar, hver í sínum landshluta og nánast engin samskipti eru á milli þeirra. En ástir og náttúruhamfarir verða þess valdandi að heimsmynd litanna umturnast, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Hugmyndaheimur leikskáldsins Önnu Bergljótar Thorarensen er metnaðarfullur með fallegan kjarna en hún reynir að koma alltof mörgum sögum fyrir í klukkutíma löngu verki. Orðfærið er oft á tíðum hið undarlegasta og flúraður talsmáti bæði Gulverja og Bláunga verður fljótlega leiðigjarn. Gerðar eru allmargar tilraunir til að skjóta bröndurum til þeirra sem eldri eru sem er þakklátt þegar þeir hitta í mark en margir þeirra falla flatir eða eru hreinlega taktlausir. En þrátt fyrir vankanta á handritinu er sögunni af Litalandi alls ekki lokið. Söngtextar þeirra Baldurs Ragnarssonar og Sævars Sigurgeirssonar eru smellnir og faglega samdir, þrátt fyrir eina vísun í hreinsunareld sem er gjörsamlega óviðeigandi. Sýningin lifnar við á meðan á söngatriðunum stendur, þau mættu hreinlega vera fleiri og samtölin hressilega stytt á móti. Leikhópurinn vinnur vel saman, búningaskipti eru hröð og glensið fjörugt. Persónusköpun leikaranna er nokkuð góð en orkustigið mætti vera hærra. Bæði leikstjórinn Stefán Benedikt Vilhelmsson og danshöfundurinn Berglind Ýr Karlsdóttir notast við aðferðir og stef úr látbragðsleikjum en herslumuninn vantar til að hugmyndirnar gangi fyllilega upp. Í byrjun sýningar og að henni lokinni geta litlu leikhúsgestirnir fengið að hitta verurnar úr Litalandi sem skoppa um hinar hressustu en á meðan á sýningunni stendur myndast gjá þar á milli. Pláss er í sýningunni fyrir miklu meiri þátttöku áhorfenda. Sviðshreyfingarnar eru fjölbreyttar og virka ágætlega, danshönnun einnig. Litadýrðin og gleðin ná hámarki á þessum augnablikum, í bland við söngatriðin. Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir hanna leikmyndina en hún er einstaklega vel heppnuð og úthugsuð en leikhópurinn mætti nota hana aðeins betur. Í sýningum sem haldnar eru úti við er oftar en ekki barist við að halda fókus áhorfenda og Litaland dofnar aðeins þar sem upphækkun skorti. Litaland er farandsýning í ætt við ítölsku Commedia dell’arte hefðina þar sem grímur gegna stóru hlutverki en búninga- og grímuhönnun Kristínu R. Berman er hugvitssamleg og litskrúðug eins og til má ætlast. Leikhópurinn Lotta á heiður skilið fyrir mikla og góða vinnu síðasta áratuginn. Þau takmarka sig ekki við höfuðborgarsvæðið heldur þeysast um landið þvert og endilangt til að gleðja okkar yngstu leikhúsaðdáendur. Vert er að nefna að leikhúsgestir eru hvattir til að muna eftir grámyglu íslenska sumarsins og vera við öllu búnir hvað varðar útivistarfatnað. Þó er synd að þessi tiltekna sýning nái ekki alveg að vera sannfærandi þó litrík sé og á köflum bráðskemmtileg. Niðurstaða: Litríkur en linkulegur látbragðsleikur fyrir börn á öllum aldri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí.
Leikhús Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira