Gallsteinar og gullsteinar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. júlí 2016 07:00 Daglega streymir inn í landið fólk frá öllum heimshornum þeirra erinda að sjá Gullfoss&Geysi, borða pylsu á Bæjarins bestu, fara í sund og sjá hval undir norðurljósum og hvað það nú er sem allt þetta fólk er að vilja hingað. Allir þessi útlendingar. Og samt er eins og okkur reki í rogastans þegar hingað kemur útlendingur og tilkynnir okkur um stórfengleg áform sín um fjárfestingar. Þá er hreinlega eins og við höfum aldrei séð útlending; staðaryfirvöld verða ógurlega spennt og varpa fyrir róða öllum prinsippum og almennum sjónarmiðum og skella skollaeyrum við öllum varnaðarorðum. Já en þetta er útlendingur! Og hann ætlar að fjárfesta – sjálfur útlendingurinn!! Við megum ekki styggja hann með einhverjum heimóttarskap, prinsippum og reglugerðum?…?Við fáum fullt af pééning.Hollendingurinn smjúgandi Nú er kominn nýr Nupo, að þessu sinni frá því blauta Hollandi, og segist ætla að reisa 30.000 fermetra lúxussjúkrahús handa veikum auðkýfingum til að fara í aðgerðir. Það er að vísu svolítið erfitt að átta sig á því hvers vegna til dæmis Austurríkismaður með gallsteina ætti að vilja fljúga hingað í aðgerð frekar en að fara bara á næsta spítala, en það er ekki gott að vita hvernig ríkisbubbar hugsa. Þeir búa í ríkisbubbalandinu þar sem gallsteinar eru gullsteinar – í huga þess sem þá hefur. Hollendingurinn sá arna virðist af fréttum að dæma helst gegna nafninu MCPB ehf. – og er félagið hans að sjálfsögðu í eigu félags sem heitir eitthvað með „holding“– og leyndarmál hverjir eiga. Áform hans eru reist kringum spænskan hjartalækni að nafni dr. Pedro Brugada, sem getur breytt galli í gull. Ýmislegt er skrýtið við þessi áform, ekki síst sú ráðagerð að ætla að reisa spítalann og fá síðan leyfið til að reka hann. Hvað gera menn ef leyfið fæst svo ekki fyrir fullreistan spítala af sömu stærð og Landspítalinn? Breyta honum í hesthús? Augljóst er að menn þykjast þess fullvissir að leyfið sé bara formsatriði. Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa heyrt um þessi áform áður og virðist andvígur þeim. Getur verið þá að samflokksmenn hans í Sjálfstæðisflokknum sem stjórna Mosfellsbæ hafi fullvissað Hollendinginn um að auðvelt verði að smjúga fram hjá reglum og pólitískri stefnumörkun íslenskra yfirvalda?Grundvallarsjónarmið Einkarekstur í smáum stíl hefur reyndar tíðkast um árabil í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Domus Medica er dæmi um slíkan rekstur og má vera að dæmum af því tagi eigi eftir að fjölga þegar fram líða stundir. Í þessu sem öðru gæti samvinnurekstur jafnvel átt framtíðina fyrir sér. Rekstrarformið er ekki trúaratriði heldur varðar hitt mestu, að allir landsmenn hafi aðgang að góðri heilsugæslu sér að kostnaðarlausu. Á því hafa verið meinbugir, alltof mikið er um að sjúklingar séu hér rukkaðir fyrir sjúkdóma sína og nauðsynlegar rannsóknir, svokölluð kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur orðið alltof stór hluti af fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Við þráttum og þrösum hér um allt milli himins og jarðar, eins og vera ber, en eitt höfum við verið sammála um flest okkar, nema kannski öfgasinnað markaðstrúarfólk og sérstakir hugsjónamenn um misskiptingu og óréttlæti: Stéttaskiptingar á ekki að gæta í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Ýmsar rannsóknir og kannanir hafa leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er á þessari skoðun, og vill ekki sjá stórfellda markaðsvæðingu á lækningum. Hér á landi eiga ekki að vera sérstakir skólar fyrir útvalin ríkismannabörn og aðrir fyrir fátæk börn; og við viljum heldur ekki sjá sérstaka spítala fyrir útvalda ríkisbubba, þar sem hægt sé að greiða sérstaklega fyrir bestu þjónustu meðan lakari þjónusta sé í boði hjá sjúkrahúsum í opinberri eigu. Sérstakur auðkýfingaspítali í Mosfellsbæ fyrir gullrassa heimsins gengur þvert á hugmyndir okkar um tilhögun heilbrigðismála í góðu samfélagi. Slíkur spítali samræmist ekki grundvallarsjónarmiðum okkar um jafnan rétt burtséð frá búsetu, stétt, kyni, aldri eða auðsæld. Um slíka stefnubreytingu í íslensku samfélagi geta menn í Mosfellsbæ ekki tekið ákvarðanir sisvona, jafnvel þótt þeir geti fengið fullt af pééning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Daglega streymir inn í landið fólk frá öllum heimshornum þeirra erinda að sjá Gullfoss&Geysi, borða pylsu á Bæjarins bestu, fara í sund og sjá hval undir norðurljósum og hvað það nú er sem allt þetta fólk er að vilja hingað. Allir þessi útlendingar. Og samt er eins og okkur reki í rogastans þegar hingað kemur útlendingur og tilkynnir okkur um stórfengleg áform sín um fjárfestingar. Þá er hreinlega eins og við höfum aldrei séð útlending; staðaryfirvöld verða ógurlega spennt og varpa fyrir róða öllum prinsippum og almennum sjónarmiðum og skella skollaeyrum við öllum varnaðarorðum. Já en þetta er útlendingur! Og hann ætlar að fjárfesta – sjálfur útlendingurinn!! Við megum ekki styggja hann með einhverjum heimóttarskap, prinsippum og reglugerðum?…?Við fáum fullt af pééning.Hollendingurinn smjúgandi Nú er kominn nýr Nupo, að þessu sinni frá því blauta Hollandi, og segist ætla að reisa 30.000 fermetra lúxussjúkrahús handa veikum auðkýfingum til að fara í aðgerðir. Það er að vísu svolítið erfitt að átta sig á því hvers vegna til dæmis Austurríkismaður með gallsteina ætti að vilja fljúga hingað í aðgerð frekar en að fara bara á næsta spítala, en það er ekki gott að vita hvernig ríkisbubbar hugsa. Þeir búa í ríkisbubbalandinu þar sem gallsteinar eru gullsteinar – í huga þess sem þá hefur. Hollendingurinn sá arna virðist af fréttum að dæma helst gegna nafninu MCPB ehf. – og er félagið hans að sjálfsögðu í eigu félags sem heitir eitthvað með „holding“– og leyndarmál hverjir eiga. Áform hans eru reist kringum spænskan hjartalækni að nafni dr. Pedro Brugada, sem getur breytt galli í gull. Ýmislegt er skrýtið við þessi áform, ekki síst sú ráðagerð að ætla að reisa spítalann og fá síðan leyfið til að reka hann. Hvað gera menn ef leyfið fæst svo ekki fyrir fullreistan spítala af sömu stærð og Landspítalinn? Breyta honum í hesthús? Augljóst er að menn þykjast þess fullvissir að leyfið sé bara formsatriði. Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa heyrt um þessi áform áður og virðist andvígur þeim. Getur verið þá að samflokksmenn hans í Sjálfstæðisflokknum sem stjórna Mosfellsbæ hafi fullvissað Hollendinginn um að auðvelt verði að smjúga fram hjá reglum og pólitískri stefnumörkun íslenskra yfirvalda?Grundvallarsjónarmið Einkarekstur í smáum stíl hefur reyndar tíðkast um árabil í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Domus Medica er dæmi um slíkan rekstur og má vera að dæmum af því tagi eigi eftir að fjölga þegar fram líða stundir. Í þessu sem öðru gæti samvinnurekstur jafnvel átt framtíðina fyrir sér. Rekstrarformið er ekki trúaratriði heldur varðar hitt mestu, að allir landsmenn hafi aðgang að góðri heilsugæslu sér að kostnaðarlausu. Á því hafa verið meinbugir, alltof mikið er um að sjúklingar séu hér rukkaðir fyrir sjúkdóma sína og nauðsynlegar rannsóknir, svokölluð kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur orðið alltof stór hluti af fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Við þráttum og þrösum hér um allt milli himins og jarðar, eins og vera ber, en eitt höfum við verið sammála um flest okkar, nema kannski öfgasinnað markaðstrúarfólk og sérstakir hugsjónamenn um misskiptingu og óréttlæti: Stéttaskiptingar á ekki að gæta í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Ýmsar rannsóknir og kannanir hafa leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er á þessari skoðun, og vill ekki sjá stórfellda markaðsvæðingu á lækningum. Hér á landi eiga ekki að vera sérstakir skólar fyrir útvalin ríkismannabörn og aðrir fyrir fátæk börn; og við viljum heldur ekki sjá sérstaka spítala fyrir útvalda ríkisbubba, þar sem hægt sé að greiða sérstaklega fyrir bestu þjónustu meðan lakari þjónusta sé í boði hjá sjúkrahúsum í opinberri eigu. Sérstakur auðkýfingaspítali í Mosfellsbæ fyrir gullrassa heimsins gengur þvert á hugmyndir okkar um tilhögun heilbrigðismála í góðu samfélagi. Slíkur spítali samræmist ekki grundvallarsjónarmiðum okkar um jafnan rétt burtséð frá búsetu, stétt, kyni, aldri eða auðsæld. Um slíka stefnubreytingu í íslensku samfélagi geta menn í Mosfellsbæ ekki tekið ákvarðanir sisvona, jafnvel þótt þeir geti fengið fullt af pééning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun