Fljúgandi Desdemóna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2016 09:00 Aldís er nýútskrifuð sem leikkona en hún er í hópi leikara í nýjasta verkefni Vesturports. Mynd/Eyþór Aldís Amah Hamilton er nýútskrifuð leikkona en hún fer með aðalkvenhlutverkið í sýningunni Óþelló. Aldís útskrifaðist í júní síðastliðnum og verður þetta hennar fyrsta hlutverk í leikhúsi. „Þetta er eiginlega bara búið að vera mjög klikkað,“ segir Aldís glöð í bragði. Aldís útskrifaðist með nýjasta hópi leikara frá Listaháskóla Íslands þann 17. júní síðastliðinn. Það er þó búið að vera nóg að gera á leiklistarsviðinu hjá Aldísi en hún fer með aðalkvenhlutverkið í jólasýningu Vesturports, Óþelló, en sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og fer Aldís með hlutverk Desdemónu, eiginkonu Óþellós. Óþelló ættu flestir að þekkja enda verkið verið sett ófáum sinnum á svið frá útgáfu þess í kringum 1600. Óþelló er eitt af þekktari verkum Shakespeare og fjallar um ást, svik og afbrýðisemi en í ár eru 400 ár liðin frá andláti breska skáldsins. Leikarahópurinn er ekki skipaður neinum aukvisum því Óþelló sjálfur verður leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni, Nína Dögg Filippusdóttir leikur Iago og einnig eru þeir Björn Hlynur Björnsson og Arnmundur Ernst í stórum hlutverkum. Æfingar á verkinu hefjast í október og er Aldís að vonum spennt. Það hefur þó verið nóg að gera hjá hinni nýútskrifuðu leikkonu síðustu misseri. Í sumar starfar hún sem flugfreyja og auk þess fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaseríunni Fangar sem einnig er á vegum Vesturports. Leikstjóri Fanga er Ragnar Bragason sem skrifar einnig handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur. Í aðalhlutverkum eru Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Halldóra Geirharðsdóttir. Um er að ræða fjölskyldudrama og er fókusinn settur á konur en dramað teygir anga sína víða um samfélagið, meðal annars í fangelsið þar sem hluti sögunnar fer fram. Þættirnir fara í sýningu eftir áramót. Tökudagar geta oft og tíðum verið langir og strangir og Aldís viðurkennir að það hafi vissulega verið smá mál að púsla þessu öllu saman þó það hafi allt gegnið upp. „Það var frekar stíft þarna á tímabili í Föngum, en einhvern veginn fyrir tilstilli einhvers kraftaverks gekk þetta allt saman upp,“ segir hún hlæjandi: „Það voru nokkrir dagar þar sem ég var í næturflugi í tíu tíma og fór svo bara beint í tökur í tólf tíma törn.“ Aldís bætir einnig við að þótt ótrúlegt megi virðast þá hafi þreytan eftir löng flug stundum unnið með henni í tökunum því ýmislegt andlegt gerist undir slíku álagi. Auk þessara tveggja verkefna lék Aldís einnig lítið hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum og er einnig að vinna við hljóðvinnslu í kvikmyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks. Aldís segist kunna vel við það að prófa hina ýmsu miðla svona snemma á ferlinum og gaman að máta sig við hitt og þetta starfið þó sé hjartað alltaf í leiklistinni og það að leika er það sem hún brennur fyrir. Þegar hún er svo í lokin spurð að því hvort hún hafi búist við því að það yrði svona mikið að gera strax eftir útskrift er hún fljót að skella upp úr og svara: „Ekki séns, það hvarflaði ekki að mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Frumsýna Óþelló tvisvar Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. 21. desember 2016 16:16 Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka Hallgrímur Helgason lauk nýverið við að þýða Óþelló og sendi líka frá sér ljóðabókina Lukka eftir samnefndri hundstík. 15. desember 2016 10:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Aldís Amah Hamilton er nýútskrifuð leikkona en hún fer með aðalkvenhlutverkið í sýningunni Óþelló. Aldís útskrifaðist í júní síðastliðnum og verður þetta hennar fyrsta hlutverk í leikhúsi. „Þetta er eiginlega bara búið að vera mjög klikkað,“ segir Aldís glöð í bragði. Aldís útskrifaðist með nýjasta hópi leikara frá Listaháskóla Íslands þann 17. júní síðastliðinn. Það er þó búið að vera nóg að gera á leiklistarsviðinu hjá Aldísi en hún fer með aðalkvenhlutverkið í jólasýningu Vesturports, Óþelló, en sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og fer Aldís með hlutverk Desdemónu, eiginkonu Óþellós. Óþelló ættu flestir að þekkja enda verkið verið sett ófáum sinnum á svið frá útgáfu þess í kringum 1600. Óþelló er eitt af þekktari verkum Shakespeare og fjallar um ást, svik og afbrýðisemi en í ár eru 400 ár liðin frá andláti breska skáldsins. Leikarahópurinn er ekki skipaður neinum aukvisum því Óþelló sjálfur verður leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni, Nína Dögg Filippusdóttir leikur Iago og einnig eru þeir Björn Hlynur Björnsson og Arnmundur Ernst í stórum hlutverkum. Æfingar á verkinu hefjast í október og er Aldís að vonum spennt. Það hefur þó verið nóg að gera hjá hinni nýútskrifuðu leikkonu síðustu misseri. Í sumar starfar hún sem flugfreyja og auk þess fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaseríunni Fangar sem einnig er á vegum Vesturports. Leikstjóri Fanga er Ragnar Bragason sem skrifar einnig handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur. Í aðalhlutverkum eru Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Halldóra Geirharðsdóttir. Um er að ræða fjölskyldudrama og er fókusinn settur á konur en dramað teygir anga sína víða um samfélagið, meðal annars í fangelsið þar sem hluti sögunnar fer fram. Þættirnir fara í sýningu eftir áramót. Tökudagar geta oft og tíðum verið langir og strangir og Aldís viðurkennir að það hafi vissulega verið smá mál að púsla þessu öllu saman þó það hafi allt gegnið upp. „Það var frekar stíft þarna á tímabili í Föngum, en einhvern veginn fyrir tilstilli einhvers kraftaverks gekk þetta allt saman upp,“ segir hún hlæjandi: „Það voru nokkrir dagar þar sem ég var í næturflugi í tíu tíma og fór svo bara beint í tökur í tólf tíma törn.“ Aldís bætir einnig við að þótt ótrúlegt megi virðast þá hafi þreytan eftir löng flug stundum unnið með henni í tökunum því ýmislegt andlegt gerist undir slíku álagi. Auk þessara tveggja verkefna lék Aldís einnig lítið hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum og er einnig að vinna við hljóðvinnslu í kvikmyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks. Aldís segist kunna vel við það að prófa hina ýmsu miðla svona snemma á ferlinum og gaman að máta sig við hitt og þetta starfið þó sé hjartað alltaf í leiklistinni og það að leika er það sem hún brennur fyrir. Þegar hún er svo í lokin spurð að því hvort hún hafi búist við því að það yrði svona mikið að gera strax eftir útskrift er hún fljót að skella upp úr og svara: „Ekki séns, það hvarflaði ekki að mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Frumsýna Óþelló tvisvar Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. 21. desember 2016 16:16 Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka Hallgrímur Helgason lauk nýverið við að þýða Óþelló og sendi líka frá sér ljóðabókina Lukka eftir samnefndri hundstík. 15. desember 2016 10:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04
Frumsýna Óþelló tvisvar Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. 21. desember 2016 16:16
Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka Hallgrímur Helgason lauk nýverið við að þýða Óþelló og sendi líka frá sér ljóðabókina Lukka eftir samnefndri hundstík. 15. desember 2016 10:00