Nissan Navara áreiðanlegastur samkvæmt J.D. Power Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2016 15:12 Nissan Navara pallbíllinn. J.D. Power framkvæmrir árlega könnun meðal bíleigenda í Bandaríkjunum sem keypt hafa nýjan bíl og spyr þá um reynslu þeirra fyrstu 90 dagana frá afhendingu og hvort einhver tilfelli hafi komið upp sem gera hafi þurft við á tímabilinu. Í nýjustu gæðakönnuninni, J.D. Power 2016 U.S. Initial Quality StudySM, hlaut hinn nýi Nissan Frontier, sem heitir Navara á Evrópumarkaði, hæstu einkunn í flokki meðalstórra pallbíla (Midsize Pickup) og er hann því áreiðanlegasti bíllinn í sínum flokki. Í árlegum gæðakönnunum sínum flokkar J.D. Power bílana eftir stærð og gerð og hvort um lúxusbíla er að ræða eða ekki og skipuðu bílar frá Nissan sér 6 sinnum í eitt af þremur efstu sætunum í ýmsum flokkum. Auk Frontier varð Nissan Altima í öðru sæti í flokki meðalstórra fólksbíla (Midsize Car) og Murano í þriðja sæti í flokki meðalstórra sportjeppa (Midsize SUV). Þá varð Infiniti QX80 sem tilheyrir lúxusmerki Nissan annar í flokki stórra lúxusjeppa (Large Premium SUV). Gæði og áreiðanleiki vaxa ár frá ári Samkvæmt J.D. Power jókst áreiðanleiki nýrra bíla um 6% frá könnuninni 2015 þegar hann jókst um 3% frá fyrra ári. Niðurstöðurnar í ár eru mesta framfaraskref til aukinna gæða frá 2009 þrátt fyrir æ flóknari hátæknibúnað sem margir halda fyrirfram að kalli bara á fleiri galla. Því er semsagt þveröfugt farið. Að mati J.D. Power er greinilegt að bílaframleiðendur leggja mikið á sig til að uppfylla væntingar viðskiptavina sinna til nýja bílsins enda sýna rannsóknir J.D. Power að 49% kaupenda líta fyrst og fremst til áreiðanleika þegar kemur að vali á tegund. Þær sýna einnig að 54% bíleigenda sem ekki þurfa að láta laga hnökra fyrstu 90 dagana snúa sér aftur til sama framleiðanda þegar kemur að næstu bílkaupum. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent
J.D. Power framkvæmrir árlega könnun meðal bíleigenda í Bandaríkjunum sem keypt hafa nýjan bíl og spyr þá um reynslu þeirra fyrstu 90 dagana frá afhendingu og hvort einhver tilfelli hafi komið upp sem gera hafi þurft við á tímabilinu. Í nýjustu gæðakönnuninni, J.D. Power 2016 U.S. Initial Quality StudySM, hlaut hinn nýi Nissan Frontier, sem heitir Navara á Evrópumarkaði, hæstu einkunn í flokki meðalstórra pallbíla (Midsize Pickup) og er hann því áreiðanlegasti bíllinn í sínum flokki. Í árlegum gæðakönnunum sínum flokkar J.D. Power bílana eftir stærð og gerð og hvort um lúxusbíla er að ræða eða ekki og skipuðu bílar frá Nissan sér 6 sinnum í eitt af þremur efstu sætunum í ýmsum flokkum. Auk Frontier varð Nissan Altima í öðru sæti í flokki meðalstórra fólksbíla (Midsize Car) og Murano í þriðja sæti í flokki meðalstórra sportjeppa (Midsize SUV). Þá varð Infiniti QX80 sem tilheyrir lúxusmerki Nissan annar í flokki stórra lúxusjeppa (Large Premium SUV). Gæði og áreiðanleiki vaxa ár frá ári Samkvæmt J.D. Power jókst áreiðanleiki nýrra bíla um 6% frá könnuninni 2015 þegar hann jókst um 3% frá fyrra ári. Niðurstöðurnar í ár eru mesta framfaraskref til aukinna gæða frá 2009 þrátt fyrir æ flóknari hátæknibúnað sem margir halda fyrirfram að kalli bara á fleiri galla. Því er semsagt þveröfugt farið. Að mati J.D. Power er greinilegt að bílaframleiðendur leggja mikið á sig til að uppfylla væntingar viðskiptavina sinna til nýja bílsins enda sýna rannsóknir J.D. Power að 49% kaupenda líta fyrst og fremst til áreiðanleika þegar kemur að vali á tegund. Þær sýna einnig að 54% bíleigenda sem ekki þurfa að láta laga hnökra fyrstu 90 dagana snúa sér aftur til sama framleiðanda þegar kemur að næstu bílkaupum.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent