Hvers vegna Norðurlönd? Elín Björg Jónasdóttir skrifar 20. júlí 2016 09:00 Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Hvað er það við Noreg, Svíþjóð og Danmörku sem ekki bara dregur unga Íslendinga til þessara landa, heldur fær marga þeirra til að setjast þar að með fjölskyldum sínum? Þetta er spurning sem nauðsynlegt er að svara, enda eftirsjá í hverri einustu íslensku fjölskyldu sem ákveður að setjast varanlega að utan Íslands. Eitt af því sem heyrist aftur og aftur er að áherslurnar séu aðrar hjá þessum nágrannaþjóðum okkar. Í stað þess að þurfa að vinna myrkranna á milli gefist tími til að eyða með fjölskyldu og vinum. Það er þetta fjölskylduvæna samfélag sem við Íslendingar þurfum að reyna að nálgast. Félagsmenn aðildarfélaga BSRB nefna jafnan styttingu vinnuvikunnar sem eitt af mikilvægustu málunum sem bandalagið berst fyrir. Við fyrstu sýn virðist það eingöngu launafólki í hag að stytta vinnutímann án þess að skerða laun, en niðurstöður tilraunaverkefna hér á landi og víðar sýna að það er ekki síður hagur launagreiðandans að stytta vinnuvikuna.Tilraunaverkefni í gang í haust Þetta má til dæmis lesa úr tilraunum fyrirtækja og stofnana með styttingu vinnuvikunnar í Svíþjóð. Hér á Íslandi hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við BSRB, staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem vinnuvikan á tveimur vinnustöðum var stytt. Niðurstöður eftir rúmt eitt ár voru kynntar í vor og lofa afar góðu. Starfsmenn merkja betri líðan, starfsánægja hefur aukist og dregið hefur úr veikindum. Ekkert bendir til þess að dregið hafi úr afköstum þó unnið sé í færri klukkustundir. Nú að loknum sumarleyfum fer í gang tilraunaverkefni ríkisins og BSRB þar sem áhrif styttingar vinnuvikunnar verða rannsökuð enn frekar. Valdir verða nokkrir vinnustaðir til að taka þátt í verkefninu, þar á meðal vinnustaður þar sem unnið er í vaktavinnu. Það verður afar áhugavert að sjá niðurstöður verkefnisins, enda er það bjargföst trú okkar hjá BSRB að stytting vinnuvikunnar komi öllum til góða, bæði starfsmönnum og launagreiðendum.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar