Stjórnarstefna skiptir máli Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja eitt samfélag fyrir alla, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, auðlindir í þjóðareign, betra fiskveiðistjórnunarkerfi, menntun fyrir alla, jöfnuð og samábyrgð. Eins og nú er háttað búum við Íslendingar við annan veruleika. Hér gilda ekki sömu reglur fyrir alla, spilling hefur grafið um sig og góðærið er fyrir hina ríku. Undanfarin ár höfum við orðið vitni að auðmannadekri og einkavinavæðingu samhliða niðurbroti mikilvægra samfélagsstoða og velferðargilda sem sem gengnar kynslóðir strituðu við að byggja upp til að skapa hér gott samfélag. Fátæktin sem við töldum okkur hafa útrýmt um miðbik síðustu aldar hefur aftur lætt sér inn í samfélag okkar eins og lúsin. Nú búa um 9 þúsund börn á heimilum undir lágtekjumörkum. Ungt fólk er fast í fátæktargildru á leigumarkaði og fátækt aldraðra hefur aukist. Fólk flytur frá landinu og skuldugur almenningur berst í bökkum. Þó fljóta milljarðarnir yfir barma ríkissjóðs. Sjávarútvegur og ferðaþjónusta mala gull og hafa aldrei staðið betur. Í góðæri mundu siðuð stjórnvöld jafna lífskjör og gefa öllum tækifæri til menntunar. Þess í stað er búið í haginn fyrir auðmenn en tækifærum hinna efnaminni fækkað. Verið er að skerða aðgengi fólks að námi. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg. Nú væri lag að koma á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu til að leysa sjúklinga undan óheyrilegum heilbrigðiskostnaði. En hægt og bítandi er verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu. Nú væri lag að beita jöfnunaraðgerðum í skattkerfinu, fjölga skattþrepum og lyfta skattleysismörkum í stað þess að lækka skatta á auðmenn og hlífa stórgróðaatvinnuvegum við eðlilegri gjaldtöku. Nú mætti rétta við og jafna stöðu byggðanna í landinu með byggðatengdum skattaívilnunum, grænum greiðslum, góðum samgöngum og öflugum nettengingum. Þess í stað liggur vegakerfið undir skemmdum. Nú væri lag að koma á heilbrigðum leikreglum í sjávarútvegi og afnema hið óréttláta kvótakerfi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Þess vegna er lífsspursmál fyrir samfélag okkar að koma nýjum stjórnvöldum að í næstu kosningum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun