Hraðasti trukkur heims Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:31 Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent
Volvo hefur sett 2.400 hestafla vél í einn af sínum flutningabílum og ætlar að reyna við hraðaheimsmet trukka með honum. Vélin í trukknum er D13 dísilvél frá Volvo sem í grunngerð er 500 hestöfl en Volvo hefur bætt við fjórum forþjöppum á vélina og öflugum vatnskældum keflablásara og með því er vélin í honum orðin2.400 hestöfl. Í grunngerð þessarar vélar togar hún 2.500 Nm en með breytingunni er hún komin í 6.000 Nm tog. Þennan trukk kalla Volvo menn Iron Knight og hann á að slá við 2.000 hestafla trukki sem setti hraðamet á meðal trukka árið 2011 og var hann einnig frá Volvo. Sjá má trukkinn öfluga taka spyrnu í myndskeiðinu hér að ofan. Þrátt fyrir að vega heil 4,5 tonn er hann ári snöggur úr sporunum og gæti hæglega keppt við ofuröfluga sportbíla.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent