100.000 mílur Tesla leigubíls Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 09:30 Tesla Model S leigubíllinn í Quebec. Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent
Ein besta aðferðin til að finna út hvort bílar endast vel er að aka þeim sem leigubílum. Það gerði Christian Roy í Quebec City í Kanada og hefur nú ekið Tesla Model S leigubíl sínum 100.000 mílur, eða 161.000 kílómetra. Roy fékk Tesla bíl sinn snemma árið 2014 og hefur ekið honum í tvö og hálft ár sem leigubílsstjóri og kveðst vera sá fyrsti í N-Ameríku. Á þessum 2,5 árum hefur hann þurft að skipta út rafmótorum bílsins en það er þekkt fyrir fyrstu framleiðslu Tesla Model S bílanna, en á ekki við þá bíla sem framleiddir eru í dag. Það reyndist nauðsynlegt að skipta þeim út eftir 25.000 mílur og var það gert á kostnað Tesla fyrirtækisins. Að öðru leiti hefur ekkert bilað í bílnum, en þó hefur þurft að skipta um bremsuborða, fóðringar í framhjólastelli og dekk, en allt fellur það undir hefðbundið viðhald eins og á öðrum bílum. Því er reynsla hans af Tesla bílnum stórgóð og víst er að mikið hefur mætt á honum við akstur um borgina, en borgarakstur reynir meira á bíla en ef ekið er utan borga.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent