Frjálslynda stjórnmálaaflið sem við óskuðum eftir Geir Finnsson skrifar 15. ágúst 2016 10:50 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var stofnaður í maí síðastliðnum og er óhætt að segja að honum hafi verið afar vel tekið. Fylgið eykst með hverjum mánuði og hefur flokkurinn m.a. verið nefndur hástökkvarinn í skoðanakönnunum. Víst er að tilurð Viðreisnar hefur komið ýmsum í opna skjöldu og mörgum er ekki enn ljóst fyrir hvað flokkurinn stendur, eða hverjir standa að honum. Þeirra á meðal hafa sumir misskilið aflið og m.a. sagt Viðreisn endastöð biturra Sjálfstæðismanna sem þrái ekkert heitar en aðild Íslands að Evrópusambandinu.Hvernig byrjaði þetta?Rétt er að rætur Viðreisnar má m.a. rekja til Sjálfstæðismanna sem mislíkaði stefna flokksins í frjálslyndi, vestrænni samvinnu og upptöku nýs gjaldmiðils. Kornið sem fyllti mælinn hjá þessum hópi var ákvörðun flokksins í ársbyrjun 2014 að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðisgreiðslu varðandi áframhaldandi aðildarviðræður Íslands við ESB. Sjálfstæðismenn voru hins vegar ekki þeir einu sem blöskraði framganga ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ákvað frjálslynt fólk innan og utan stjórnmálaflokka því að taka höndum saman og lagði þar með drög að Viðreisn. Raunin er sú að Viðreisn hefur orðið að því pólitíska afli sem mörg okkar hafa óskað eftir árum saman. Við erum jú mörg sem könnumst við að hafa þurft að velja skásta kostinn í kjörklefanum þar sem skort hefur flokk sem höfðar raunverulega til manns. Þegar staðan er slík er freistandi að sitja heima, kalla stjórnmálamenn illum nöfnum á samfélagsmiðlum og spyrja þá hvenær þeir ætli að gera eitthvað af viti. En kannski er betra að spyrja sjálfan sig „hvers vegna geri ég ekki eitthvað af viti?“Flokkur mótaður af ungu fólkiMargir flokkar sjá ástæðu til að hafa ungt fólk eins og mig með til málamynda. Þannig geta þeir bent á að verið sé að gera eitthvað fyrir unga fólkið, en það sjálft er hins vegar ekki virkt í þeirri vinnu. Þess í stað er ákveðið hvað sé okkur fyrir bestu, frekar en að á okkur sé hlustað. Sjálfur var ég kominn með nóg af þessu viðhorfi og þegar ég las fyrst um Viðreisn fann ég loks tækifæri til að móta nýjan flokk frá grunni eftir áherslum ungs fólks, auk allra hópa sem verða gjarnan eftir í umræðunni. Frá því ég fór á fyrsta kynningarfundinn fyrir tveimur árum hefur stöðugt bæst í hópinn. Við unga fólkið mótuðum grunnstefnu flokksins og vorum virkir þátttakendur í öllu því ferli. Fólkið kemur úr öllum áttum, sumir hafa starfað í öðrum flokkum en margir aðrir, þar með talinn ég, hafa aldrei fundið sig í stjórnmálum áður.Óskaflokkurinn loks orðinn að veruleikaUndanfarin ár höfum við lagt kapp á að móta þann frjálslynda flokk sem við höfum alltaf viljað sjá á Alþingi. Flokk sem þorir að taka afstöðu til mála sem aðrir hunsa. Róttækar breytingar og markaðslausnir í landbúnaði og sjávarútvegi standa þar framarlega, en listinn er langt frá því að vera tæmandi. Viðreisn er fyrir þá sem velja vestræna samvinnu og fjölbreytileika, fram yfir þá einangrun sem núverandi stjórnvöld kjósa fyrir okkur. Við viljum markaðslausnir; greinum ekki á milli einstaklinga og bjóðum öllum jöfn tækifæri til að athafna sig að vild; tryggjum öllum aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegri þjónustu. Við virðum lýðræðið og viljum að þjóðin eigi úrslitaatkvæðið um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Viðreisn er fyrst og fremst flokkur þeirra sem kjósa almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Málefnastörfin hafa lagt grunninn að Viðreisn og glætt flokkinn lífi eins og kom berlega í ljós á vel heppnuðum stofnfundi og frábæru gengi alla tíð síðan. Höfuðáherslan hefur frá upphafi verið lögð á málefnavinnuna í stað þess að sníða hana eftir persónum og öðrum leikendum. Nú geta áhugasamir boðið sig fram á lista fyrir öll kjördæmi og tilhlökkunarefni að ganga til liðs við frjálslynt fólk sem er reiðubúið til góðra verka.Höfundur situr í stjórn Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun