Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Sjá meira