Segir framboð Þorgerðar styrkja Viðreisn mikið Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. ágúst 2016 18:45 Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“ Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira