Var sykurfíkill: Sykurlaus en ljúffeng kaka Guðrún Ansnes skrifar 27. ágúst 2016 12:00 Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi segir marga ekki átta sig á að sykur er ekki eingöngu að finna í hvítum sykri. Hann sé falinn í matvælum og sé jafnvel að finna í kjúklingabringum og tómatsósu. Vísir/Ernir Sykurneysla er ein helsta orsök þeirra sjúkdóma sem við stöndum frammi fyrir í dag. Sykurinn er að aukast í matvælunum og flóran af sykruðum skyndibita fer sífellt vaxandi,“ segir Júlía Magnúsdóttir, stofnandi Lifðu til fulls heilsumarkþjálfunar, sem undanfarin þrjú ár hefur helgað sig því verkefni að hjálpa Íslendingum að losna úr klóm sykurpúkans. Alls hafa um 24 þúsund manns leitað á náðir Júlíu og tekið þátt í fjórtán daga áskorun hennar og nú gefur hún út bókina Lifðu til fulls, sem inniheldur uppskriftir að sykurlausum lífsstíl. „Ég held að sykurleysi gæti orðið að þeirri nauðsynlegu byltingu sem við þurfum þegar kemur að heilsufarsvandamálum Íslendinga. Það er fjölmargt sem má fyrirbyggja með því að tileinka sér sykurlaust og hreint mataræði,“ útskýrir Júlía.Ávanabindandi „Sykurinn er svo ávanabindandi. Ég þekki þetta vel sjálf, ég var algjör sykurfíkill. Borðaði mikið af Ben&Jerrys ís, snúða og kókómjólk í hádeginu og alls konar skyndibitum. Ég var rosalega ung komin með liðverki, latan skjaldkirtil og hormónavandamál svo dæmi séu tekin, auk þess að glíma við aukakíló sem vildu ekki fara. Ég taldi mig samt borða hreint,“ segir hún og bendir á að áhrif sykursins séu þannig að þau einskorðist alls ekki við hvítan sykur og að hann sé aðeins að finna í sælgæti. Þvert á móti. „Það eru margir sem fara flatt á því og það er svo svekkjandi fyrir fólk sem tekur sig á og reynir að hætta í sykrinum, að sykurinn er falinn hér og þar. Fólk borðar sykur í matvælum sem það áttar sig ekki á að innihaldi hann, svo sem kjúklingabringum, möndlumjólk, tómatsósu, sumu hrökkbrauði og fleiru. Það tekur líkaman um fjórtán daga að losa sig við sykurinn úr líkamanum. Hugmyndin um að agavesíróp sé betri valkostur en venjulegur sykur er til dæmis ekki alveg rétt ef við horfum til frúktkósamagnsins, sem breytist að miklu leyti í fitu þegar lifrin vinnur úr honum. Við viljum því forðast frúktósann, en í venjulegum hvítum sykri er hann 50 prósent á meðan í agave er hlutfallið 90 prósent.“Best að byrja hægt Júlía ráðleggur fólki að byrja hægt í áskorun um að losa sig við sykur. „Við byrjum á því að fólk borðar eina sykurlausa máltíð á dag, eftir uppskrift sem ég gef. Það sem miklu máli skiptir er að þessi máltíð er þá sérstaklega næringarrík, en það sem veldur því að fólk sækist í sykur er oftar en ekki skortur á steinefnum, magnesíum eða góðri fitu. Á þeim fjórtán dögum sem fara í áskorunina ná bragðlaukarnir að endurnýja sig, sem þýðir að allt verður mikið sætara. Ég hef ekki áhuga á að vera með einhvers konar megrunarkúr heldur horfi ég í hefðirnar,“ segir hún. „Margir borða eitthvað sætt ef þeir eru leiðir eða þreyttir frekar en að hlusta á það sem líkaminn er að kalla eftir.“Mörg nöfn sykurs Líklega er hægt að tala fyrir hönd ansi margra þegar spurt er hvort þessi sykurlausi lífsstílll taki ekki óbærilega mikinn tíma og þýði stanslaust vesen? Öll þau fjölmörgu nöfn sem sykur fær á sig í þeim tilgangi að fela hann, er nóg til að æra óstöðugan. Hún gengst við því að vissulega séu nöfnin mörg en hún hafi eiginlega tekið vesenið á sig við skrif á bókinni. Tilgangur hennar sé einmitt að auðvelda fólki að átta sig á hvar sykur sé að finna og hvar ekki, án þess að bugast af verkkvíða. „Þannig þarf þetta ekki að vera flóknara en við viljum. Hugarfarið kemur okkur ansi langt og þeir sem fara inn í svona umbreytingu með neikvæðni eru líklega ekki að fara að losna við sykurpúkann. Á meðan hinir sem eru jákvæðir og byrja smátt geta það.“ Sykurlaus en ljúffeng kaka Botn 2 bollar döðlur (eða 1½ bolli mjúkar döðlur) 2 bollar möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt) 1 tsk. kakó Sjávarsalt á hnífsoddi 1-2 bananar Fylling 2 bollar kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 8 klst. eða yfir nótt) 2 bollar jarðarber (leyfið þeim að þiðna fyrst ef þið notið frosin) ½ bolli hunang eða hlynsíróp* ½ bolli sítróna ½ tsk. vanilludropar eða duft ¼ bolli kókosolía í fljótandi formi 1 bolli fersk brómber skorin í tvennt eða heil bláber. *eða notið ¼ bolli hunang/síróp og 6-8 dropa stevia Setjið öll innihaldsefni fyrir botninn í matvinnsluvél og hrærið vel. Þrýstið niður í pæform eða 23 cm smelluform. Sneiðið niður banana og raðið á botninn. Setjið öll hráefni í fyllinguna fyrir utan kókosolíu í blandara eða matvinnsluvél og hrærið þar til silkimjúkt. Endið á að blanda kókosolíunni saman við. Hellið helmingi af fyllingunni yfir botninn og dreifið þá brómberjum yfir. Leyfið fyllingunni að stífna í frysti í 5 klst. eða yfir nótt. Ef kakan er fryst látið hana standa við stofuhita í 1-2 klst. áður en hún er borin er fram. Njótið á meðan kakan er ennþá köld. Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið
Sykurneysla er ein helsta orsök þeirra sjúkdóma sem við stöndum frammi fyrir í dag. Sykurinn er að aukast í matvælunum og flóran af sykruðum skyndibita fer sífellt vaxandi,“ segir Júlía Magnúsdóttir, stofnandi Lifðu til fulls heilsumarkþjálfunar, sem undanfarin þrjú ár hefur helgað sig því verkefni að hjálpa Íslendingum að losna úr klóm sykurpúkans. Alls hafa um 24 þúsund manns leitað á náðir Júlíu og tekið þátt í fjórtán daga áskorun hennar og nú gefur hún út bókina Lifðu til fulls, sem inniheldur uppskriftir að sykurlausum lífsstíl. „Ég held að sykurleysi gæti orðið að þeirri nauðsynlegu byltingu sem við þurfum þegar kemur að heilsufarsvandamálum Íslendinga. Það er fjölmargt sem má fyrirbyggja með því að tileinka sér sykurlaust og hreint mataræði,“ útskýrir Júlía.Ávanabindandi „Sykurinn er svo ávanabindandi. Ég þekki þetta vel sjálf, ég var algjör sykurfíkill. Borðaði mikið af Ben&Jerrys ís, snúða og kókómjólk í hádeginu og alls konar skyndibitum. Ég var rosalega ung komin með liðverki, latan skjaldkirtil og hormónavandamál svo dæmi séu tekin, auk þess að glíma við aukakíló sem vildu ekki fara. Ég taldi mig samt borða hreint,“ segir hún og bendir á að áhrif sykursins séu þannig að þau einskorðist alls ekki við hvítan sykur og að hann sé aðeins að finna í sælgæti. Þvert á móti. „Það eru margir sem fara flatt á því og það er svo svekkjandi fyrir fólk sem tekur sig á og reynir að hætta í sykrinum, að sykurinn er falinn hér og þar. Fólk borðar sykur í matvælum sem það áttar sig ekki á að innihaldi hann, svo sem kjúklingabringum, möndlumjólk, tómatsósu, sumu hrökkbrauði og fleiru. Það tekur líkaman um fjórtán daga að losa sig við sykurinn úr líkamanum. Hugmyndin um að agavesíróp sé betri valkostur en venjulegur sykur er til dæmis ekki alveg rétt ef við horfum til frúktkósamagnsins, sem breytist að miklu leyti í fitu þegar lifrin vinnur úr honum. Við viljum því forðast frúktósann, en í venjulegum hvítum sykri er hann 50 prósent á meðan í agave er hlutfallið 90 prósent.“Best að byrja hægt Júlía ráðleggur fólki að byrja hægt í áskorun um að losa sig við sykur. „Við byrjum á því að fólk borðar eina sykurlausa máltíð á dag, eftir uppskrift sem ég gef. Það sem miklu máli skiptir er að þessi máltíð er þá sérstaklega næringarrík, en það sem veldur því að fólk sækist í sykur er oftar en ekki skortur á steinefnum, magnesíum eða góðri fitu. Á þeim fjórtán dögum sem fara í áskorunina ná bragðlaukarnir að endurnýja sig, sem þýðir að allt verður mikið sætara. Ég hef ekki áhuga á að vera með einhvers konar megrunarkúr heldur horfi ég í hefðirnar,“ segir hún. „Margir borða eitthvað sætt ef þeir eru leiðir eða þreyttir frekar en að hlusta á það sem líkaminn er að kalla eftir.“Mörg nöfn sykurs Líklega er hægt að tala fyrir hönd ansi margra þegar spurt er hvort þessi sykurlausi lífsstílll taki ekki óbærilega mikinn tíma og þýði stanslaust vesen? Öll þau fjölmörgu nöfn sem sykur fær á sig í þeim tilgangi að fela hann, er nóg til að æra óstöðugan. Hún gengst við því að vissulega séu nöfnin mörg en hún hafi eiginlega tekið vesenið á sig við skrif á bókinni. Tilgangur hennar sé einmitt að auðvelda fólki að átta sig á hvar sykur sé að finna og hvar ekki, án þess að bugast af verkkvíða. „Þannig þarf þetta ekki að vera flóknara en við viljum. Hugarfarið kemur okkur ansi langt og þeir sem fara inn í svona umbreytingu með neikvæðni eru líklega ekki að fara að losna við sykurpúkann. Á meðan hinir sem eru jákvæðir og byrja smátt geta það.“ Sykurlaus en ljúffeng kaka Botn 2 bollar döðlur (eða 1½ bolli mjúkar döðlur) 2 bollar möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt) 1 tsk. kakó Sjávarsalt á hnífsoddi 1-2 bananar Fylling 2 bollar kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 8 klst. eða yfir nótt) 2 bollar jarðarber (leyfið þeim að þiðna fyrst ef þið notið frosin) ½ bolli hunang eða hlynsíróp* ½ bolli sítróna ½ tsk. vanilludropar eða duft ¼ bolli kókosolía í fljótandi formi 1 bolli fersk brómber skorin í tvennt eða heil bláber. *eða notið ¼ bolli hunang/síróp og 6-8 dropa stevia Setjið öll innihaldsefni fyrir botninn í matvinnsluvél og hrærið vel. Þrýstið niður í pæform eða 23 cm smelluform. Sneiðið niður banana og raðið á botninn. Setjið öll hráefni í fyllinguna fyrir utan kókosolíu í blandara eða matvinnsluvél og hrærið þar til silkimjúkt. Endið á að blanda kókosolíunni saman við. Hellið helmingi af fyllingunni yfir botninn og dreifið þá brómberjum yfir. Leyfið fyllingunni að stífna í frysti í 5 klst. eða yfir nótt. Ef kakan er fryst látið hana standa við stofuhita í 1-2 klst. áður en hún er borin er fram. Njótið á meðan kakan er ennþá köld.
Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið