Námsmenn eiga betra skilið en Illugafrumvarpið Óskar Steinn Ómarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, „Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa. Í svari Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við greininni fullyrti hún að orð mín stæðust ekki skoðun. Skoðum þetta nánar. Í greiningu sem ráðgjafarfyrirtækið Summa gerði á Illugafrumvarpinu er farið yfir áhrif breytinganna á greiðslubyrði mismunandi hópa. Tökum tvö dæmi:1. Einstaklingur sem fer í fimm ára háskólanám og fær lánað fyrir framfærslu en ekki skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 550 þúsund krónur á mánuði. Allir undir þeim tekjum koma verr út í fyrirhuguðu kerfi Illuga. Í þeim hópi eru m.a. stéttir leikskóla- og grunnskólakennara.2. Einstaklingur fer í fimm ára háskólanám, fær lánað fyrir bæði framfærslu og skólagjöldum. Til þess að vera með lægri greiðslubyrði í nýju kerfi þarf viðkomandi að vera með tekjur hærri en 900 þúsund krónur á mánuði. Þessi breyting bitnar sérstaklega á þeim sem fá lánað fyrir skólagjöldum í háskólum erlendis. Staða einstaklinga með börn á framfæri versnar mikið í nýja kerfinu, eins og kemur fram í umsögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands við frumvarpið. Þar segir orðrétt: „Ef litið er til 5 ára náms, þá eru flestir einstæðir foreldar að koma verr út úr nýja frumvarpinu, burtséð frá því hvaða faggrein þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Heildarendurgreiðsla þeirra yrði meiri í boðuðu kerfi, heldur en því sem þegar er til staðar.“Miklar skerðingar Námsmenn erlendis, sem þegar hafa mátt þola miklar skerðingar frá núverandi ríkisstjórn, koma illa út úr ýmsum breytingum frumvarpsins. Meðal þeirra breytinga sem SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis, hefur mótmælt er að afborganir lána miðist við heildarfjárhæð láns, ekki tekjur viðkomandi lánþega. Á vef SÍNE segir: „Það gefur augaleið að þetta ákvæði á eftir að bitna harðast á fjölskyldufólki sem oft þarf að taka hærri lán en aðrir og þeim einstaklingum sem sækja sér nám erlendis, en það hefur nánast undantekningarlaust í för með sér hærri kostnað, ýmist í framfærslu eða vegna skólagjalda.“ Af öllu þessu má vera ljóst að verði Illugafrumvarpið að lögum mun það hafa slæmar afleiðingar fyrir fólk með lág laun, fólk með börn og fólk sem fer í nám erlendis. Hlutverki Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegs jöfnunarsjóðs verður kippt úr sambandi. Þessum staðreyndum geta Hildur Sverrisdóttir og aðrir stuðningsmenn frumvarpsins ekki litið fram hjá. Ég er sannfærður um að hægt sé að innleiða styrki í íslensku menntakerfi án þess að gera námslán þessara hópa dýrari en þau eru í dag. Námsmenn eiga það skilið.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar