Textíliðnaðurinn er sá mengaðasti Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 11:45 Halla Hákonardóttir er mjög umhverfisvæn og vinnur undir formerkjum "slow fashion“. vísir/Ernir Ég fór loksins að einbeita mér að því sem mér þykir skemmtilegast að gera, eftir að ég hryggbrotnaði í sumar. Ég varð að hætta að vinna, og þá myndaðist svigrúm til að skapa,“ segir Halla Hákonardóttir fatahönnuður en hún opnaði nýlega heimasíðu, þar sem hún selur hönnun sína Halla • Zero. Halla er mjög umhverfisvæn og vinnur eftir formerkjum „slow fashion“ sem í meginatriðum gengur út á að hægja á framleiðsluferlinu og einbeita sér að gæðum fremur en fjölda flíka. „Hugmyndin að Halla • Zero, fatamerkinu kviknaði eftir að ég las doktorsritgerð eftir Timo Rissanen, prófessor í Parsons school of design, um „zero waste fashion design“. Þar rannsakaði hann textílúrgang og hvað færi mikið til spillis þegar efnið er klippt niður í flíkur, en fjórtán prósent af efninu fara beint í ruslið og eru oftast ekki endurnýtt, þar sem framleiðslan er of hröð til að gefinn sé tími í það. Út frá því ákvað ég að prófa mig áfram og nýta þessa aðferðafræði í mína línu og þróa eigið „zero waste“ fatamerki,“ segir Halla og bætir við að hún hafi lengi pælt í því hvaða leið hún gæti farið til að vera sem mest umhverfisvæn.Halla gerði myndaþátt um Halla • Zero fatalínuna ásamt Donnu Tzaneva. Mynd/Donna Tzaneva„Textíliðnaðurinn er nefnilega einn sá mengaðasti. Zero fashion er svo í raun partur af „slow fashion“-hreyfingunni en þar er áherslan á að ekkert efni fari til spillis í framleiðslunni,“ segir hún. Halla er frekar ung en hefur verið viðloðandi fatahönnun undanfarin ár. Hún útskrifaðist frá The Swedish school of textiles í fyrra og segir líf sitt hafa tekið algjöra u-beygju eftir að hún slasaðist. „Ég fór mikið að spá í því hvað líkami manns er mikið musteri. Ef hann er ekki í lagi breytist líf manns alveg, þetta er eitthvað sem maður hugsar kannski ekki um þegar maður er alveg heilbrigður og tekur sem sjálfsögðum hlut. Lífið er svo stutt, maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun. Ég ákvað að einbeita mér að því sem ég elska, og fór á fullt í fatamerkið mitt,“ segir Halla. Á heimasíðu Höllu, Hallazero.com, gefst fólki tækifæri til að fylgjast með vinnuferlinu á bak við hönnunina. „Mér finnst persónulega áhugavert að fá smá innsýn inn í það hvernig hönnuðir vinna,“ segir Halla sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. „Ég er að skipuleggja nýjan myndaþátt fyrir Halla • Zero með fleiri flíkum sem ekki hafa litið dagsins ljós, bæta við vörum í vefbúðina sem er að þróast í takt við „slow fashion“-hreyfinguna og það verður að sjálfsögðu mikið af íslenskri náttúru í jafnvægi við fötin.“ Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Ég fór loksins að einbeita mér að því sem mér þykir skemmtilegast að gera, eftir að ég hryggbrotnaði í sumar. Ég varð að hætta að vinna, og þá myndaðist svigrúm til að skapa,“ segir Halla Hákonardóttir fatahönnuður en hún opnaði nýlega heimasíðu, þar sem hún selur hönnun sína Halla • Zero. Halla er mjög umhverfisvæn og vinnur eftir formerkjum „slow fashion“ sem í meginatriðum gengur út á að hægja á framleiðsluferlinu og einbeita sér að gæðum fremur en fjölda flíka. „Hugmyndin að Halla • Zero, fatamerkinu kviknaði eftir að ég las doktorsritgerð eftir Timo Rissanen, prófessor í Parsons school of design, um „zero waste fashion design“. Þar rannsakaði hann textílúrgang og hvað færi mikið til spillis þegar efnið er klippt niður í flíkur, en fjórtán prósent af efninu fara beint í ruslið og eru oftast ekki endurnýtt, þar sem framleiðslan er of hröð til að gefinn sé tími í það. Út frá því ákvað ég að prófa mig áfram og nýta þessa aðferðafræði í mína línu og þróa eigið „zero waste“ fatamerki,“ segir Halla og bætir við að hún hafi lengi pælt í því hvaða leið hún gæti farið til að vera sem mest umhverfisvæn.Halla gerði myndaþátt um Halla • Zero fatalínuna ásamt Donnu Tzaneva. Mynd/Donna Tzaneva„Textíliðnaðurinn er nefnilega einn sá mengaðasti. Zero fashion er svo í raun partur af „slow fashion“-hreyfingunni en þar er áherslan á að ekkert efni fari til spillis í framleiðslunni,“ segir hún. Halla er frekar ung en hefur verið viðloðandi fatahönnun undanfarin ár. Hún útskrifaðist frá The Swedish school of textiles í fyrra og segir líf sitt hafa tekið algjöra u-beygju eftir að hún slasaðist. „Ég fór mikið að spá í því hvað líkami manns er mikið musteri. Ef hann er ekki í lagi breytist líf manns alveg, þetta er eitthvað sem maður hugsar kannski ekki um þegar maður er alveg heilbrigður og tekur sem sjálfsögðum hlut. Lífið er svo stutt, maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun. Ég ákvað að einbeita mér að því sem ég elska, og fór á fullt í fatamerkið mitt,“ segir Halla. Á heimasíðu Höllu, Hallazero.com, gefst fólki tækifæri til að fylgjast með vinnuferlinu á bak við hönnunina. „Mér finnst persónulega áhugavert að fá smá innsýn inn í það hvernig hönnuðir vinna,“ segir Halla sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. „Ég er að skipuleggja nýjan myndaþátt fyrir Halla • Zero með fleiri flíkum sem ekki hafa litið dagsins ljós, bæta við vörum í vefbúðina sem er að þróast í takt við „slow fashion“-hreyfinguna og það verður að sjálfsögðu mikið af íslenskri náttúru í jafnvægi við fötin.“
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira