Hættu að þrauka 22. ágúst 2016 08:00 Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar