Íslenska Þjóðfylkingin er óþekkt stærð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 07:00 Á þögul mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar mættu um fimmtíu manns. Fréttablaðið/Stefán Í byrjun vikunnar kom saman fólk úr Íslensku þjóðfylkingunni, nýstofnuðum stjórnmálaflokki sem vill takmarka komu innflytjenda til Íslands, til mótmæla á Austurvelli. Flokkurinn er óþekkt stærð og hefur fengið bókstafinn E úthlutaðan vegna komandi alþingiskosninga. Enn hefur fylgi við flokkinn ekki verið mælt. Hingað til hefur hópurinn aðeins verið sýnilegur á netinu. Á Facebook-síðu hópsins eru rúmlega þúsund meðlimir. Á Austurvöll komu fáir, tæplega fimmtíu manns. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli fyrir tilraun sína til rökræðu við meðlimi Íslensku þjóðfylkingarinnar. „Ég kannast beinlínis við hvaðan röksemdir þeirra koma. Þær spretta af ótta og vanþekkingu. Það er eins þau ríghaldi í að trúa því að nýju lögin séu ægileg til þess að hafa tilefni til þess að tjá þennan ótta sinn. Það sem er líka áhugavert við þessa orðræðu er að þeim sem eru hlynntir frjálslyndari stefnu í innflytjendamálum finnst nýju lögin engin guðsgjöf til flóttamanna og hælisleitenda,“ segir Helgi og segir helstu kosti laganna vera að þau séu skýrari og aðgengilegri. „Nýju lögin eru beinlínis skaðleg hagsmunum hælisleitenda að sumu leyti,“ segir Helgi. Helgi nefnir dæmi um það sem hann telur misskilning eðlima Íslensku þjóðfylkingarinnar á lögunum. „Þeir virðast halda að núna fyrst geti einhver komið á fölsuðum skilríkjum og sótt um hæli, það er ekki rétt. Fölsuð skilríki hafa ekki hindrað neinn í að sækja um hæli,“ bendir hann á. „Við höfum hins vegar verið að sóa tíma, frelsi og peningum, fullkomlega að óþörfu, í það að fangelsa fólk í 30 daga fyrir sjálfsbjargarviðleitni áður en það fær að sækja um hæli. Þess má geta að Ísland hefur margsinnis verið áminnt fyrir það ómannúðlega framferði af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Afstaða þeirra og yfirlýsingar lýsa í mörgum dæmum stórbrotinni vanþekkingu á því hvað er nýtt í lögum um útlendinga,“ segir Helgi Hrafn.Nauðsynleg umræðaÝmsir hafa viljað sleppa því að ræða um Íslensku þjóðfylkinguna á þeim forsendum að mótmælin hafi verið fámenn. Helgi Hrafn segir það hættulegt sjónarmið og mikilvægt að hrekja rangar staðhæfingar hennar. „Þetta er stjórnmálaafl sem vill láta taka sig alvarlega. Því finnst mér mikilvægt að benda á staðreyndavillurnar. Rangar staðhæfingar öðlast líf og áhrifamátt séu þær endurteknar, aftur og aftur. Þær koma frá þröngum hópi fólks sem virðist sama um hvað er rétt og hvað er rangt. Það finnur leið til þess að réttlæta málflutning sinn í því að það eru komin ný heildarlög um útlendingamál,“ segir Helgi Hrafn.Eiríkur Bergmann.Róttækari en Framfaraflokkurinn Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir erfitt að átta sig á því hvort stofnun Íslensku þjóðfylkingarinnar sé vísir að því að róttækur þjóðernispopúlismi nái fótfestu á Íslandi. „Það er erfitt að átta sig nákvæmlega á því, þetta er á fæðingarstigi. Svona flokkar hafa náð fótfestu á Norðurlöndum. Þeir eru þó æði mismunandi, til að mynda tengdir við nýnasisma Í Svíþjóð en mildari annars staðar,“ bendir Eiríkur á og tekur fram að Íslenska þjóðfylkingin fjarlægi sig frá ný-nasískum öflum. „Þeir kveðast ekki tengdir nýnasisma. Ef ég á að reyna að staðsetja þá, þá standa þeir nær Danska þjóðarflokknum eins og hann var á tíunda áratugnum og kannski Sönnum Finnum nú. Íslenska þjóðfylkingin virðist mér þó töluvert róttækara þjóðernisafl en til dæmis Framfaraflokkurinn í Noregi. Það sem þeir hafa sagt nær lengra inn í mengi þjóðernispopúlisma og er því róttækara,“ bendir hann á. „Íslenska þjóðfylkingin er að mínu mati þjóðernispopúlistaflokkur. Klárt og kvitt. En eins og viðlíka flokkar á Norðurlöndum skera þeir sig frá hægriöfgaflokkum á meginlandi Evrópu að því leyti að þeir hafna ekki velferðarkerfinu. Norrænu þjóðernispopúlistarnir vilja verndun velferðarríkisins fyrir innfædda, þetta er það sem í fræðunum er kallað velferðarrembur (welfare-chauvinist),“ segir Eiríkur.Hafa ekki sterkan leiðtoga Hann bendir á að flokkurinn hafi ekki sterkan leiðtoga en það hafi vanalega verið forsenda velgengni svona flokka annars staðar og þá sé enn töluverð andstaða í íslensku samfélagi við þessa tegund stjórnmála sem byggist einkum á því að taka sér stöðu gegn tilteknum hópi í samfélaginu sem þegar standi höllum fæti. „Þetta þykir mörgum óboðleg pólitík en árangurinn ræðst fyrst og fremst af framboðshliðinni, hversu öfluga talsmenn þeir hafa. En hef ég ekki séð hjá þeim spretta fram neinn sterkan leiðtoga,“ segir Eiríkur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Í byrjun vikunnar kom saman fólk úr Íslensku þjóðfylkingunni, nýstofnuðum stjórnmálaflokki sem vill takmarka komu innflytjenda til Íslands, til mótmæla á Austurvelli. Flokkurinn er óþekkt stærð og hefur fengið bókstafinn E úthlutaðan vegna komandi alþingiskosninga. Enn hefur fylgi við flokkinn ekki verið mælt. Hingað til hefur hópurinn aðeins verið sýnilegur á netinu. Á Facebook-síðu hópsins eru rúmlega þúsund meðlimir. Á Austurvöll komu fáir, tæplega fimmtíu manns. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli fyrir tilraun sína til rökræðu við meðlimi Íslensku þjóðfylkingarinnar. „Ég kannast beinlínis við hvaðan röksemdir þeirra koma. Þær spretta af ótta og vanþekkingu. Það er eins þau ríghaldi í að trúa því að nýju lögin séu ægileg til þess að hafa tilefni til þess að tjá þennan ótta sinn. Það sem er líka áhugavert við þessa orðræðu er að þeim sem eru hlynntir frjálslyndari stefnu í innflytjendamálum finnst nýju lögin engin guðsgjöf til flóttamanna og hælisleitenda,“ segir Helgi og segir helstu kosti laganna vera að þau séu skýrari og aðgengilegri. „Nýju lögin eru beinlínis skaðleg hagsmunum hælisleitenda að sumu leyti,“ segir Helgi. Helgi nefnir dæmi um það sem hann telur misskilning eðlima Íslensku þjóðfylkingarinnar á lögunum. „Þeir virðast halda að núna fyrst geti einhver komið á fölsuðum skilríkjum og sótt um hæli, það er ekki rétt. Fölsuð skilríki hafa ekki hindrað neinn í að sækja um hæli,“ bendir hann á. „Við höfum hins vegar verið að sóa tíma, frelsi og peningum, fullkomlega að óþörfu, í það að fangelsa fólk í 30 daga fyrir sjálfsbjargarviðleitni áður en það fær að sækja um hæli. Þess má geta að Ísland hefur margsinnis verið áminnt fyrir það ómannúðlega framferði af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Afstaða þeirra og yfirlýsingar lýsa í mörgum dæmum stórbrotinni vanþekkingu á því hvað er nýtt í lögum um útlendinga,“ segir Helgi Hrafn.Nauðsynleg umræðaÝmsir hafa viljað sleppa því að ræða um Íslensku þjóðfylkinguna á þeim forsendum að mótmælin hafi verið fámenn. Helgi Hrafn segir það hættulegt sjónarmið og mikilvægt að hrekja rangar staðhæfingar hennar. „Þetta er stjórnmálaafl sem vill láta taka sig alvarlega. Því finnst mér mikilvægt að benda á staðreyndavillurnar. Rangar staðhæfingar öðlast líf og áhrifamátt séu þær endurteknar, aftur og aftur. Þær koma frá þröngum hópi fólks sem virðist sama um hvað er rétt og hvað er rangt. Það finnur leið til þess að réttlæta málflutning sinn í því að það eru komin ný heildarlög um útlendingamál,“ segir Helgi Hrafn.Eiríkur Bergmann.Róttækari en Framfaraflokkurinn Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir erfitt að átta sig á því hvort stofnun Íslensku þjóðfylkingarinnar sé vísir að því að róttækur þjóðernispopúlismi nái fótfestu á Íslandi. „Það er erfitt að átta sig nákvæmlega á því, þetta er á fæðingarstigi. Svona flokkar hafa náð fótfestu á Norðurlöndum. Þeir eru þó æði mismunandi, til að mynda tengdir við nýnasisma Í Svíþjóð en mildari annars staðar,“ bendir Eiríkur á og tekur fram að Íslenska þjóðfylkingin fjarlægi sig frá ný-nasískum öflum. „Þeir kveðast ekki tengdir nýnasisma. Ef ég á að reyna að staðsetja þá, þá standa þeir nær Danska þjóðarflokknum eins og hann var á tíunda áratugnum og kannski Sönnum Finnum nú. Íslenska þjóðfylkingin virðist mér þó töluvert róttækara þjóðernisafl en til dæmis Framfaraflokkurinn í Noregi. Það sem þeir hafa sagt nær lengra inn í mengi þjóðernispopúlisma og er því róttækara,“ bendir hann á. „Íslenska þjóðfylkingin er að mínu mati þjóðernispopúlistaflokkur. Klárt og kvitt. En eins og viðlíka flokkar á Norðurlöndum skera þeir sig frá hægriöfgaflokkum á meginlandi Evrópu að því leyti að þeir hafna ekki velferðarkerfinu. Norrænu þjóðernispopúlistarnir vilja verndun velferðarríkisins fyrir innfædda, þetta er það sem í fræðunum er kallað velferðarrembur (welfare-chauvinist),“ segir Eiríkur.Hafa ekki sterkan leiðtoga Hann bendir á að flokkurinn hafi ekki sterkan leiðtoga en það hafi vanalega verið forsenda velgengni svona flokka annars staðar og þá sé enn töluverð andstaða í íslensku samfélagi við þessa tegund stjórnmála sem byggist einkum á því að taka sér stöðu gegn tilteknum hópi í samfélaginu sem þegar standi höllum fæti. „Þetta þykir mörgum óboðleg pólitík en árangurinn ræðst fyrst og fremst af framboðshliðinni, hversu öfluga talsmenn þeir hafa. En hef ég ekki séð hjá þeim spretta fram neinn sterkan leiðtoga,“ segir Eiríkur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira