Og þar fór það?… Skjóðan skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni. Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð. Í aðdraganda hruns var Seðlabanki Íslands undarleg skepna í heimi seðlabanka. Í stað þess að safna gjaldeyrisforða með kaupum á gjaldeyri á markaði stuðlaði bankinn að ofrisi íslensku krónunnar með svimandi háum stýrivöxtum, sem leiddu til vaxtamunarviðskipta spákaupmanna. Trúverðugleiki bankans var lítill sem enginn og erlendir seðlabankar báru hvorki traust til hans né íslenskra stjórnvalda. Í hruninu sjálfu gekk Seðlabankinn af göflunum eins og frægt er orðið. Hann reyndi að festa gengi krónunnar án þess að geta stutt við hana, tilkynnti um risalán frá Moskvu sem ekki reyndist fótur fyrir og snarlækkaði vexti til þess eins að þurfa að hækka þá til baka og gott betur. Seðlabanki Íslands var í hruninu eins og geðsjúkrahús þar sem læknarnir hafa misst stjórnina í hendur veikustu sjúklinganna. Eftir hrun var skipt um stjórnendur Seðlabankans og meiri ró komst á. Engu að síður rak Seðlabankinn áfram sömu peningastefnu og fyrir hrun. Vöxtum var haldið himinháum með tilheyrandi kostnaði og búsifjum fyrir fyrirtæki og almenning í landinu. Hávaxtastefnan gagnaðist helst eigendum bankanna, sem juku vaxtamun og græddu á tá og fingri. Þessir eigendur voru kröfuhafar gömlu bankanna. Allt frá hruni hafa vextir Seðlabanka Íslands verið margfaldir á við vexti í öðrum löndum. Þessir háu vextir hafa skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrt lífskjör almennings. Verðbólga hefur haldist lág undanfarin misseri, en það er ekki nema að litlu leyti vegna peningastefnu Seðlabankans því hinir háu vextir hafa ýtt undir kostnaðarverðbólgu rétt eins og launahækkanir og skattahækkanir. Helstu ástæður lágrar verðbólgu eru sterk haftakróna og þó sérstaklega sögulega lágt verð á hrávörumörkuðum heimsins. En íslenski seðlabankinn hefur ávallt séð vá úti við sjóndeildarhring. Mikill vöxtur í hagkerfinu að viðbættum launahækkunum myndaði slíkan verðbólguþrýsting, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans, að vöxtum þurfti að halda háum og einatt varað við því að næstu skref yrðu til hækkunar fremur en lækkunar. Nú hefur það gerst að laun hafa hækkað meira á einu ári en dæmi eru um í nýlegri sögu og hagvöxtur stefnir í sögulegar hæðir. Þá lækkar bankinn vexti um hálft prósentustig – risalækkun á mælikvarða seðlabanka. Og rökin, jú – hagvöxtur er svo mikill – sömu rök og hingað til hafa þótt kalla á vaxtahækkun. Nú er meira að segja fyrirsjáanleikinn horfinn, sem mörgum fannst þó eini kosturinn við peningastefnu bankans frá hruni.
Skjóðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira