Það þarf dáldið mikið til þess að stíflan bresti Magnús Guðmundsson skrifar 9. september 2016 11:30 Þorsteinn Bachmann segir að það sé alltaf skemmtileg áskorun að takast á við ný íslensk leikverk. Visir/Vilhelm Sending eftir Bjarna Jónsson er nýtt íslenskt verk sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöldið. Bjarni hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna. Í hans nýjasta verki tekst Þorsteinn Bachmann leikari á við aðalhlutverkið í leikstjórn Mörtu Nordal. Í öðrum hlutverkum eru þau Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og hinn tíu ára gamli Árni Arnarson. Þorsteinn leggur mikla áherslu á það hversu mikilvægt sé að vinna með góðu fólki og fer fögrum orðum um samstarfsfólk sitt og tilgreinir sérstaklega vasklega framgöngu hins unga Árna Arnarsonar. En aðspurður hvort því fylgi ekki sérstök tilfinning að takast á við nýtt íslenskt leikrit þá neitar hann því nú ekki. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að vera í nýjum íslenskum verkum, einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki verið flutt áður. Leikurum finnst alltaf spennandi áskorun að fá að takast á við ný íslensk verk og svo er maður meðvitaður um að það getur farið á alla mögulega vegu. Frá því að ég kom að Sendingu í vor þá tók verkið nokkrum breytingum, það var eitthvað um endurskrif og síðan er uppfærslan búin að vera dálítið púsl. En nú erum við orðin vongóð um að við séum með góða sýningu í höndunum, þó maður kjósi að vera með báða fætur á jörðinni hvað það varðar, en það er best að láta aðra dæma. En það er góður andi í hópnum og þetta er vel skrifað, mjög vel skrifað. Bjarni er búinn að vera með þetta í þróun í langan tíma og hann og Marta leikstjóri hafa verið í því að þróa þetta handrit allt frá því að hann kom fram með þetta í höfundasmiðju fyrir tveimur árum. Þetta er langur meðgöngutími og mér fannst gott að koma að þessu í vor, mér finnst alltaf gott að koma sem fyrst að handritinu til þess að geta leyft þessu aðeins að meltast og undirvitundinni að vinna.“Rússibanareið Sending gerist að mestu árið 1982 vestur á fjörðum þangað sem ungur drengur er sendur í fóstur til barnlausra hjóna. „Þetta er á aðeins fleiri plönum en að mestu er þetta heimur minninga sem ryðst inn hjá þessum manni sem ég leik. Árið 1982 er afdrifaríkt í þessu sambandi og við dveljum mest þar. Þá er Bubbi að túra um landið með Egó og það er stuð í þorpinu þegar sendingin kemur inn í líf þessara hjóna. Sendingin sem er tíu ára drengur hefur afgerandi áhrif á lífið en ég vil nú ekki vera að segja of mikið heldur eftirláta áhorfendum það sem eftir stendur. Það verður úr þessu dáldið drama en persónurnar eru þannig og eins samspilið þeirra á milli að það er mikill húmor í þessu verki. Á yfirborðinu er verið að grína og glensa en undir niðri þá kraumar alvaran. Þetta er eins og gott leikrit þarf að vera, með báða pólana og þeir eru þandir alveg til hins ítrasta. Þannig að það eru þarna miklar tilfinningasveiflur, svona smá rússibani eins og maður segir.“Árni Arnarson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þorsteinn Bachmann í hlutverkum sínum í Sendingu eftir Bjarna Jónsson.Einfalt takmark Þorsteinn segir að það sé líka mikilvægt að gefa íslenskum áhorfendum sem og leikurum kost á því að takast á við íslenskan veruleika og umhverfi sem fólkið í landinu þekkir með einum eða öðrum hætti. „Grikkir byrja að skrifa leikrit fyrir 2.500 árum síðan og það var gert í ákveðnum tilgangi sem var kaþarsis eða sálhreinsun fyrir áhorfendur. Markmiðið er að gefa áhorfendum tækifæri til þess að spegla sig og líf sitt í persónum leikhússins sem ættu í átökum á sviðinu og öðlast þannig bæði skilning og þroska. Þetta er auðvitað alltaf takmarkið og þegar það tekst þá er leikhúsið og leiklistin algjör galdur. Auðvitað er alltaf stefnt á þetta háleita markmið, ég dreg ekkert úr því. Maður finnur það á einhvern óræðan hátt þegar verk ná þessu flugi og tengingu við áhorfendur þannig að fólk virkilega skilur, finnur til og tekst á loft með verkinu, hvort sem það er leikhús eða kvikmynd. Það er ekkert oft sem maður upplifir þetta, ég mundi segja að formúlan í mínu tilviki væri svona í eitt af hverjum tuttugu skiptum, að þessi galdur takist. Það er takmarkið og það er ekkert flóknara en það.Stíflan brestur Auðvitað er maður nær þessu þegar maður er að takast á við veruleika sem maður þekkir. Það getur orðið kjánalegt þegar maður er að reyna að setja sig inn í veruleika sem stendur manni fjarri í fjarlægu landi, með ókunnugri menningu, fullum af persónum með framandi nöfn. En að sama skapi þá dugar auðvitað nærsamfélagið eitt og sér ekki til þess að kalla fram þennan galdur því áhorfendur skynja þetta og landinn er fljótur að fella það sem honum líkar ekki. En þegar þetta tekst er það stórkostleg tilfinning og fólk lætur ekkert á sér standa með hrósið. Íslendingar eru þannig að þeir segja yfirleitt ekki neitt, nema þeir sem starfa við það að gagnrýna, en ef það tekst virkilega vel til þá er fólk ekkert að spara það. Það þarf dáldið mikið til að þessi stífla bresti hjá Íslendingum en þegar hún gefur sig þá er það dásamlegt. Ég held að ég sé ekkert að segja of mikið með því að fullyrða að þetta er það sem við stefnum að með þessu verki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. september. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Sending eftir Bjarna Jónsson er nýtt íslenskt verk sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöldið. Bjarni hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna. Í hans nýjasta verki tekst Þorsteinn Bachmann leikari á við aðalhlutverkið í leikstjórn Mörtu Nordal. Í öðrum hlutverkum eru þau Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og hinn tíu ára gamli Árni Arnarson. Þorsteinn leggur mikla áherslu á það hversu mikilvægt sé að vinna með góðu fólki og fer fögrum orðum um samstarfsfólk sitt og tilgreinir sérstaklega vasklega framgöngu hins unga Árna Arnarsonar. En aðspurður hvort því fylgi ekki sérstök tilfinning að takast á við nýtt íslenskt leikrit þá neitar hann því nú ekki. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að vera í nýjum íslenskum verkum, einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki verið flutt áður. Leikurum finnst alltaf spennandi áskorun að fá að takast á við ný íslensk verk og svo er maður meðvitaður um að það getur farið á alla mögulega vegu. Frá því að ég kom að Sendingu í vor þá tók verkið nokkrum breytingum, það var eitthvað um endurskrif og síðan er uppfærslan búin að vera dálítið púsl. En nú erum við orðin vongóð um að við séum með góða sýningu í höndunum, þó maður kjósi að vera með báða fætur á jörðinni hvað það varðar, en það er best að láta aðra dæma. En það er góður andi í hópnum og þetta er vel skrifað, mjög vel skrifað. Bjarni er búinn að vera með þetta í þróun í langan tíma og hann og Marta leikstjóri hafa verið í því að þróa þetta handrit allt frá því að hann kom fram með þetta í höfundasmiðju fyrir tveimur árum. Þetta er langur meðgöngutími og mér fannst gott að koma að þessu í vor, mér finnst alltaf gott að koma sem fyrst að handritinu til þess að geta leyft þessu aðeins að meltast og undirvitundinni að vinna.“Rússibanareið Sending gerist að mestu árið 1982 vestur á fjörðum þangað sem ungur drengur er sendur í fóstur til barnlausra hjóna. „Þetta er á aðeins fleiri plönum en að mestu er þetta heimur minninga sem ryðst inn hjá þessum manni sem ég leik. Árið 1982 er afdrifaríkt í þessu sambandi og við dveljum mest þar. Þá er Bubbi að túra um landið með Egó og það er stuð í þorpinu þegar sendingin kemur inn í líf þessara hjóna. Sendingin sem er tíu ára drengur hefur afgerandi áhrif á lífið en ég vil nú ekki vera að segja of mikið heldur eftirláta áhorfendum það sem eftir stendur. Það verður úr þessu dáldið drama en persónurnar eru þannig og eins samspilið þeirra á milli að það er mikill húmor í þessu verki. Á yfirborðinu er verið að grína og glensa en undir niðri þá kraumar alvaran. Þetta er eins og gott leikrit þarf að vera, með báða pólana og þeir eru þandir alveg til hins ítrasta. Þannig að það eru þarna miklar tilfinningasveiflur, svona smá rússibani eins og maður segir.“Árni Arnarson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þorsteinn Bachmann í hlutverkum sínum í Sendingu eftir Bjarna Jónsson.Einfalt takmark Þorsteinn segir að það sé líka mikilvægt að gefa íslenskum áhorfendum sem og leikurum kost á því að takast á við íslenskan veruleika og umhverfi sem fólkið í landinu þekkir með einum eða öðrum hætti. „Grikkir byrja að skrifa leikrit fyrir 2.500 árum síðan og það var gert í ákveðnum tilgangi sem var kaþarsis eða sálhreinsun fyrir áhorfendur. Markmiðið er að gefa áhorfendum tækifæri til þess að spegla sig og líf sitt í persónum leikhússins sem ættu í átökum á sviðinu og öðlast þannig bæði skilning og þroska. Þetta er auðvitað alltaf takmarkið og þegar það tekst þá er leikhúsið og leiklistin algjör galdur. Auðvitað er alltaf stefnt á þetta háleita markmið, ég dreg ekkert úr því. Maður finnur það á einhvern óræðan hátt þegar verk ná þessu flugi og tengingu við áhorfendur þannig að fólk virkilega skilur, finnur til og tekst á loft með verkinu, hvort sem það er leikhús eða kvikmynd. Það er ekkert oft sem maður upplifir þetta, ég mundi segja að formúlan í mínu tilviki væri svona í eitt af hverjum tuttugu skiptum, að þessi galdur takist. Það er takmarkið og það er ekkert flóknara en það.Stíflan brestur Auðvitað er maður nær þessu þegar maður er að takast á við veruleika sem maður þekkir. Það getur orðið kjánalegt þegar maður er að reyna að setja sig inn í veruleika sem stendur manni fjarri í fjarlægu landi, með ókunnugri menningu, fullum af persónum með framandi nöfn. En að sama skapi þá dugar auðvitað nærsamfélagið eitt og sér ekki til þess að kalla fram þennan galdur því áhorfendur skynja þetta og landinn er fljótur að fella það sem honum líkar ekki. En þegar þetta tekst er það stórkostleg tilfinning og fólk lætur ekkert á sér standa með hrósið. Íslendingar eru þannig að þeir segja yfirleitt ekki neitt, nema þeir sem starfa við það að gagnrýna, en ef það tekst virkilega vel til þá er fólk ekkert að spara það. Það þarf dáldið mikið til að þessi stífla bresti hjá Íslendingum en þegar hún gefur sig þá er það dásamlegt. Ég held að ég sé ekkert að segja of mikið með því að fullyrða að þetta er það sem við stefnum að með þessu verki.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. september.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira