Brautryðjandinn batnar Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 12:15 Hefur fengið nokkuð hvassar línur og grimmur fyrir vikið. Anton Reynsluakstur – Toyota PriusTvinnbílar eru orðnir algeng sjón og þá ef til vill helst Toyota Prius, en þó er skrítið til þess að hugsa að Prius kom fyrst fram fyrir nærri 20 árum. Frá 1997 hefur Toyota tekist að selja meira en 5 milljón Prius bíla um allan heim. Fjórða kynslóð Prius bílsins kom á markað í fyrra og var þar um stökkbreytingu á bílnum vinsæla að ræða. Fyrir það fyrsta fríkkaði hann talsvert og er nú eins og venjulegur bíll sem ekki stendur útúr fjöldanum líkt og fyrstu tvinnbílar heims gerðu flestir. Aksturseiginleikar hans batna einnig umtalsvert. Hann fær nú miklu straumlínulagaðri línur og meira framhallandi húdd. Prius er enginn smábíll heldur nokkuð stór fjölskyldubíll og hann lengdist milli kynslóða um 6 sentimetra. Það sem meira máli skipti er að þyngdarpunktur hans lækkaði um 2,5 cm og hefur það aukið aksturshæfni hans.Allt annar akstursbíll Með nýjum undirvagni og breyttri efnisnotkun hefur bíllinn stífnað mjög mikið, eða um heil 60% að sögn Toyota. Fyrir því finnst í akstri og er bíllinn allur miklu þéttari. Fjöðrun hans hefur einnig batnað til muna með nýrri fjölliðafjöðrun að aftan. Fjöðrunin hefur einnig stífnað svo um munar og sportlegir eiginleikar því aukist. Innanrými hefur ekki aukist en skottrými umtalsvert. Hestaflafjöldi drifrásar Prius hefur hækkað úr 134 í 136 en þar sem togið er meira er bíllinn fljótari úr sporunum. Meginhugsunin með Prius er samt eftir sem áður lág eyðsla bílsins og er uppgefin eyðsla hans litlir 3,0 lítrar og CO2 mengun aðeins 70 g/km. Þetta eru athygliverðar tölur, sem reyndar erfitt er að ná nema við afar vandaðan akstur og bestu aðstæður. Lágur loftmótsvindstuðull bílsins, sem lækkaði úr 0,25 í 0,24 milli kynslóða á ríkan þátt í lágri eyðslu bílsins. Í reynsluakstri tókst reyndar engan veginn að ná þessum tölum. Vélin er 1,8 lítra og rafmótorar bæta svo við aflið, en þeir sækja orku sína við hemlun og í akstri. Þrjár akstursstillingar eru í Prius, Eco, Normal og Sport og langskemmtilegast er að aka bílnum í Sport stillingunni þó svo nokkru sé fórnað í eyðslutölunni fyrir vikið. Þeir sem hugsa mest um eyðsluna, sem margir eigendur Prius gera, er best að hafa hann í Eco.Mikil bót innréttingar og mjög hljóðlátur Innrétting Prius hefur batnað mikið milli kynslóða og ekki ber eins mikið á fátæklega útlítandi plasti. Mælaborðið er orðið bæði framúrstefnulegt og laglegt en þó er hvítur miðjustokkurinn á milli framsætanna, sem er úr plasti, enn til marks um fremur fátæklega efnisnotkun og var alls ekki til að gleðja reynsluökumann. Gírstangarhnúðurinn er óvenjulegur og ökumenn þurfa að venjast virkni hans, en það gerist þó fljótt og venst ágætlega. Ein stærsta breytingin með þessari nýju kynslóð Prius er hve hljóðlátur hann er orðinn. Í fyrri kynslóð bar mikið á vélarhljóði og vind- og veghljóði, en nú er það hreinlega úr sögunni og bíllinn því greinilega afar vel hljóðeinangraður. Eykur það mjög á akstursgleðina. Sætin í Prius eru eftirtektarverð góð og þau eru í þessari nýju kynslóð 5,5 cm lægri í bílnum og fyrir vikið finnst ökumanni hann sitja í normal fólksbíl, en í forveranum var líkt og setið væri í jepplingi eða strumpastrætó.Hófstillt verð en sprengir ekki gleðiskalann í akstriMeð nýrri kynslóð Prius mun Toyota tryggja áfram ágæta sölu þessa bíls sem ruddi brautina í tvinnbílum. Hann er þó kominn með marga keppinauta og það helst í formi tengiltvinnbíla. Þó svo Toyota Prius hafi tekið stórtækum framförum eru margir keppinautar hans mun betri akstursbílar og auk þess margir mun öflugri og fegurri. Það er þó ávallt hægt að fullyrða að kaupendur Toyota Prius og reyndar allra Toyota bíla geta glatt sig við lága bilanatíðni og hlakkað til endursölu þeirra, því þeir halda ávallt háu endursöluverði. Toyota Prius er á ágætu verði og fæst frá 4.450.000 kr. og með því fæst fremur stór fjölskyldubíll sem eyðir litlu, en veitir ef til vill ekki mikla akstursgleði þó þar hafi hann bætt sig mikið.Kostir: Eyðsla, rými, hljóðeinangrun, verðÓkostir: Enn ekki sportlegur í akstri, útlit 1,8 l. bensínvél og rafmótorar, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 70 g/km CO2 Hröðun: 10,6 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst Verð frá: 4.450.000 kr. Umboð: ToyotaMun laglegri innrétting en ekki mikill lúxus heldur.AntonGírstangarhnúðurinn er með óvenjulegasta móti en venst ágætlega.Hvítur millistokkurinn er praktískur en færir ekki fágun.Stærra skott en í forveranum og ætti að duga flestum. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent
Reynsluakstur – Toyota PriusTvinnbílar eru orðnir algeng sjón og þá ef til vill helst Toyota Prius, en þó er skrítið til þess að hugsa að Prius kom fyrst fram fyrir nærri 20 árum. Frá 1997 hefur Toyota tekist að selja meira en 5 milljón Prius bíla um allan heim. Fjórða kynslóð Prius bílsins kom á markað í fyrra og var þar um stökkbreytingu á bílnum vinsæla að ræða. Fyrir það fyrsta fríkkaði hann talsvert og er nú eins og venjulegur bíll sem ekki stendur útúr fjöldanum líkt og fyrstu tvinnbílar heims gerðu flestir. Aksturseiginleikar hans batna einnig umtalsvert. Hann fær nú miklu straumlínulagaðri línur og meira framhallandi húdd. Prius er enginn smábíll heldur nokkuð stór fjölskyldubíll og hann lengdist milli kynslóða um 6 sentimetra. Það sem meira máli skipti er að þyngdarpunktur hans lækkaði um 2,5 cm og hefur það aukið aksturshæfni hans.Allt annar akstursbíll Með nýjum undirvagni og breyttri efnisnotkun hefur bíllinn stífnað mjög mikið, eða um heil 60% að sögn Toyota. Fyrir því finnst í akstri og er bíllinn allur miklu þéttari. Fjöðrun hans hefur einnig batnað til muna með nýrri fjölliðafjöðrun að aftan. Fjöðrunin hefur einnig stífnað svo um munar og sportlegir eiginleikar því aukist. Innanrými hefur ekki aukist en skottrými umtalsvert. Hestaflafjöldi drifrásar Prius hefur hækkað úr 134 í 136 en þar sem togið er meira er bíllinn fljótari úr sporunum. Meginhugsunin með Prius er samt eftir sem áður lág eyðsla bílsins og er uppgefin eyðsla hans litlir 3,0 lítrar og CO2 mengun aðeins 70 g/km. Þetta eru athygliverðar tölur, sem reyndar erfitt er að ná nema við afar vandaðan akstur og bestu aðstæður. Lágur loftmótsvindstuðull bílsins, sem lækkaði úr 0,25 í 0,24 milli kynslóða á ríkan þátt í lágri eyðslu bílsins. Í reynsluakstri tókst reyndar engan veginn að ná þessum tölum. Vélin er 1,8 lítra og rafmótorar bæta svo við aflið, en þeir sækja orku sína við hemlun og í akstri. Þrjár akstursstillingar eru í Prius, Eco, Normal og Sport og langskemmtilegast er að aka bílnum í Sport stillingunni þó svo nokkru sé fórnað í eyðslutölunni fyrir vikið. Þeir sem hugsa mest um eyðsluna, sem margir eigendur Prius gera, er best að hafa hann í Eco.Mikil bót innréttingar og mjög hljóðlátur Innrétting Prius hefur batnað mikið milli kynslóða og ekki ber eins mikið á fátæklega útlítandi plasti. Mælaborðið er orðið bæði framúrstefnulegt og laglegt en þó er hvítur miðjustokkurinn á milli framsætanna, sem er úr plasti, enn til marks um fremur fátæklega efnisnotkun og var alls ekki til að gleðja reynsluökumann. Gírstangarhnúðurinn er óvenjulegur og ökumenn þurfa að venjast virkni hans, en það gerist þó fljótt og venst ágætlega. Ein stærsta breytingin með þessari nýju kynslóð Prius er hve hljóðlátur hann er orðinn. Í fyrri kynslóð bar mikið á vélarhljóði og vind- og veghljóði, en nú er það hreinlega úr sögunni og bíllinn því greinilega afar vel hljóðeinangraður. Eykur það mjög á akstursgleðina. Sætin í Prius eru eftirtektarverð góð og þau eru í þessari nýju kynslóð 5,5 cm lægri í bílnum og fyrir vikið finnst ökumanni hann sitja í normal fólksbíl, en í forveranum var líkt og setið væri í jepplingi eða strumpastrætó.Hófstillt verð en sprengir ekki gleðiskalann í akstriMeð nýrri kynslóð Prius mun Toyota tryggja áfram ágæta sölu þessa bíls sem ruddi brautina í tvinnbílum. Hann er þó kominn með marga keppinauta og það helst í formi tengiltvinnbíla. Þó svo Toyota Prius hafi tekið stórtækum framförum eru margir keppinautar hans mun betri akstursbílar og auk þess margir mun öflugri og fegurri. Það er þó ávallt hægt að fullyrða að kaupendur Toyota Prius og reyndar allra Toyota bíla geta glatt sig við lága bilanatíðni og hlakkað til endursölu þeirra, því þeir halda ávallt háu endursöluverði. Toyota Prius er á ágætu verði og fæst frá 4.450.000 kr. og með því fæst fremur stór fjölskyldubíll sem eyðir litlu, en veitir ef til vill ekki mikla akstursgleði þó þar hafi hann bætt sig mikið.Kostir: Eyðsla, rými, hljóðeinangrun, verðÓkostir: Enn ekki sportlegur í akstri, útlit 1,8 l. bensínvél og rafmótorar, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 70 g/km CO2 Hröðun: 10,6 sek. Hámarkshraði: 180 km/klst Verð frá: 4.450.000 kr. Umboð: ToyotaMun laglegri innrétting en ekki mikill lúxus heldur.AntonGírstangarhnúðurinn er með óvenjulegasta móti en venst ágætlega.Hvítur millistokkurinn er praktískur en færir ekki fágun.Stærra skott en í forveranum og ætti að duga flestum.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent