Eyesight Subaru öruggast að mati ADAC í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 16:00 Eyesight öryggisbúnaður Subaru styðst við tvær myndavélar í framrúðu bílanna. Félag þýskra bíleigenda (ADAC) birti í vikunni niðurstöður tilrauna á öryggi forvarnarkerfa í sex mismunandi bíltegundum þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Eyesight í Subaru sýnir bestan heildarárangur. Segir dómnefndin að Eyesight bregðist við á á árangursríkan hátt, ekki síst þar sem hætta er á ákeyrslu á gangandi vegfarendur, en einnig þar sem hætta er á aftanákeyrslu og þegar aðrar hindranir eru í veginum. Kerfið virki jafn vel að nóttu sem degi og veiti ökumönnum betri aðstoð en öryggiskerfi lúxusbíla.ÞrívíddarskynjunADAC prófaði öryggiskerfi sex bíltegunda (emergency brake assistance systems), bæði í lúxusbílum og hefðbundnum meðalstórum fjölskyldubílum. Sérstaða Eyesight eru tvær myndavélar (í stað einnar) sem greina þrívíða hluti í umhverfinu og senda upplýsingar til tölvu bílsins sem vinnur úr gögnunum og gefur hemlakerfi bílsins fyrirmæli í samræmi við aðsteðjandi hættu í hverju tilviki. Eyesight fékk fullt hús stiga í öllum þremur aðalflokkunum sem tilraunirnar tóku til og býr ekkert kerfi enn sem komið er yfir sömu getu og Eyesight. Það kom t.d. í ljós í prófunum ADAC að þótt tilraunirnar væru gerðar á dökkklæddum vegfarendum, eða að nóttu til þar sem engin götuljós voru til staðar, gat Eyesight brugðist við á jafn árangursríkan hátt og um hábjartan dag.Enn ekki verið þróað betra kerfiÍ þróun forvarnarkerfa fyrir bíla styðjast bílaframleiðendur almennt við ýmsar gerðir hátæknibúnaðar með skynjurum á borð við myndavél, ratsjá og örbylgjur. Þrátt fyrir það hefur ekki enn komið fram kerfi sem sýnir jafn mikinn árangur og Eyesight gerir og staðfest hefur verið í fjölda tilrauna frá því að Subaru kynnti kerfið til sögunnar. Sérstaða Eyesight er sú að kerfið þekkir mjög vel algengustu fyrirbærin í umferðinni, svo sem nálæga bíla, mannslíkama og önnur fyrirbæri. Eyesight sýnir hámarksárangur við hraða upp að 45 km/klst. en þótt hraðinn sé meiri en það sýnir Eyesight samt mjög góan árangur sem dregið getur úr líkum á ákeyrslu. Auk ADAC hafa fleiri óháðir aðilar framkvæmt margvíslegar prófanir á Eyesight, svo sem bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS (American Insurance Institute for Highway Safety), sambærilegir aðilar í Japan og víðar. Í öllum tilvikum sýnir sig að ekkert annað kerfi veitir enn sem komið er sambærilega forvörn og Eyesight. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent
Félag þýskra bíleigenda (ADAC) birti í vikunni niðurstöður tilrauna á öryggi forvarnarkerfa í sex mismunandi bíltegundum þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Eyesight í Subaru sýnir bestan heildarárangur. Segir dómnefndin að Eyesight bregðist við á á árangursríkan hátt, ekki síst þar sem hætta er á ákeyrslu á gangandi vegfarendur, en einnig þar sem hætta er á aftanákeyrslu og þegar aðrar hindranir eru í veginum. Kerfið virki jafn vel að nóttu sem degi og veiti ökumönnum betri aðstoð en öryggiskerfi lúxusbíla.ÞrívíddarskynjunADAC prófaði öryggiskerfi sex bíltegunda (emergency brake assistance systems), bæði í lúxusbílum og hefðbundnum meðalstórum fjölskyldubílum. Sérstaða Eyesight eru tvær myndavélar (í stað einnar) sem greina þrívíða hluti í umhverfinu og senda upplýsingar til tölvu bílsins sem vinnur úr gögnunum og gefur hemlakerfi bílsins fyrirmæli í samræmi við aðsteðjandi hættu í hverju tilviki. Eyesight fékk fullt hús stiga í öllum þremur aðalflokkunum sem tilraunirnar tóku til og býr ekkert kerfi enn sem komið er yfir sömu getu og Eyesight. Það kom t.d. í ljós í prófunum ADAC að þótt tilraunirnar væru gerðar á dökkklæddum vegfarendum, eða að nóttu til þar sem engin götuljós voru til staðar, gat Eyesight brugðist við á jafn árangursríkan hátt og um hábjartan dag.Enn ekki verið þróað betra kerfiÍ þróun forvarnarkerfa fyrir bíla styðjast bílaframleiðendur almennt við ýmsar gerðir hátæknibúnaðar með skynjurum á borð við myndavél, ratsjá og örbylgjur. Þrátt fyrir það hefur ekki enn komið fram kerfi sem sýnir jafn mikinn árangur og Eyesight gerir og staðfest hefur verið í fjölda tilrauna frá því að Subaru kynnti kerfið til sögunnar. Sérstaða Eyesight er sú að kerfið þekkir mjög vel algengustu fyrirbærin í umferðinni, svo sem nálæga bíla, mannslíkama og önnur fyrirbæri. Eyesight sýnir hámarksárangur við hraða upp að 45 km/klst. en þótt hraðinn sé meiri en það sýnir Eyesight samt mjög góan árangur sem dregið getur úr líkum á ákeyrslu. Auk ADAC hafa fleiri óháðir aðilar framkvæmt margvíslegar prófanir á Eyesight, svo sem bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS (American Insurance Institute for Highway Safety), sambærilegir aðilar í Japan og víðar. Í öllum tilvikum sýnir sig að ekkert annað kerfi veitir enn sem komið er sambærilega forvörn og Eyesight.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent