Milljónir króna í kostnað á busaböllunum í menntó Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. september 2016 12:00 Busaböll eru fyrsta reynsla ansi margra af skemmtanalífinu og þar verða oft til góðar minningar - hjá sumum að minnsta kosti. Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira