Hanna Katrín leiðir Viðreisn í Reykjavík suður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2016 10:03 Hanna Katrín Friðriksson. Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Icepharma leiðir lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir þingkosningar sem verða þann 29. október næstkomandi. Pawel Bartoszek stærðfræðingur og pistlahöfundur skipar annað sæti listans og Dóra Sif Tynes héraðsdómslögmaður er í þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir Hanna Katrín að hún hafi alla tíð haft áhuga á stjórnmálum í sinni víðustu mynd en hún hefur fylgst náið með stofnun Viðreisnar undanfarin ár og að einhverju leyti komið að henni. „Svo þegar flokkurinn var endanlega stofnaður í maí síðastliðnum þá fór ég að velta alvarlega fyrir mér að taka þetta alla leið og ég ákvað á endanum að slá til,“ segir Hanna Katrín. Þó vissulega sé erfitt að lesa í skoðanakannanir þegar svo langt er til kosninga þá er allt eins líklegt að Hanna Katrín sé á leið inn á þing. Aðspurð hvernig það leggst í hana segir hún: „Það er eiginlega allt að því sorglegt að síðasta hindrunin sem ég þurfti að yfirstíga varðandi þessa ákvörðun mína að fara á fullt í stjórnmálin er þetta andrúmsloft sem ríkir í kringum þau hér á landi, en ég hélt einmitt að sú nálgun sem Viðreisn boðar verði sterk viðleitni til að breyta þessu. Þessi áhersla flokksins á almannahagsmuni umfram sérhagsmuni og kerfisbreytingar held ég að geti orðið til þess að byggja upp traust á stjórnmálunum á ný og breyta orðræðunni í kringum þau.“ Lista Viðreisnar í Reykjavík suður má sjá í heild sinni hér að neðan:1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður4. Geir Finnsson, háskólanemi5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur7. Margrét Cela, verkefnastjóri8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur 18. Daði Guðbjörnsson, listmálari19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Sigríður María fer fram fyrir Viðreisn í Reykjavík: „Lengi blundað í mér löngun til þess að hafa áhrif“ Sigríður María Egilsdóttir 22 ára lögfræðinemi hún mun skipa eitt af efstu sætum Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 14. september 2016 12:23
Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi: Þorgerður leiðir Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í öðru sæti. 13. september 2016 10:12