GYMKHANA 9 með Ken Block Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 14:28 Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun! Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent
Ken Block er enginn venjulegur ökumaður og GYMKHANA myndbönd hans nánast ekki úr þessum heimi heldur. Margir bílaáhugamenn bíða í ofvæni eftir nýjum myndböndum frá honum og hérna sést það níunda og nýjasta í röðinni af GYMKHANA myndbandaröð hans. Sem oft áður ekur Ken Block Ford Focus RS RX bíl en hann er hér í formi 600 hestafla tryllitækis. Myndatakan fór fram á yfirgefnu iðnaðarsvæði í Buffalo í New York ríki og þar fékk Ken Block svo sannarlega að leika lausum hala. Akstur hans er náttúrulega með ólíkindum og hann hefur svo mikla stjórn á bíl sínum að unaður er að sjá. Myndskeiðið hér að ofan er ríflega 8 mínútna langt og lyktar langar leiðir af gúmmíi. Góða skemmtun!
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent