Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 16:34 Hannah Jane Cohen hefur séð margar af stærstu poppstjörnum heimsins á tónleikum en aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum og í Kórnum á fimmtudagskvöldið. Hannah Jane Cohen mun líklega hugsa sig tvisvar um áður en hún óskar aftur eftir því að skrifa gagnrýni um tónleika með Justin Bieber. Það gerði hún nefnilega á dögunum fyrir Reykjavík Grapevine en óhætt er að segja að upplifun Cohen af tónleikunum hafi ekki verið góð. Las hún Bieber reiðilestur í gagnrýni sinni en hefur nú fengið vænan skerf af reiði frá æstum aðdáendum Bieber sem telja brotið á kanadíska poppprinsinum.„Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah sem dvalið á Íslandi með hléum undanfarin ár en hún er frá Bandaríkjunum. Hún segist vera þannig týpa að hún segi það sem henni finnst. En það hafi samt verið erfitt enda sé hún í grunninn harður Justin Bieber aðdáandi. „Ég elska tónlistina hans. Þess vegna voru vonbrigðin svona mikil,“ segir Hannah. Hún segir Justin hafa virkað latan, eins og hann hafi ekki nennt að skemmta áhorfendum. Þá hafi hann „mæmað“ svo til öll lögin. „Elskan, það er ekki svo erfitt að syngja lögin þín,“ segir Hannah í gagnrýni sinni. Hannah að fá sér ís með rapparanum Gísla Pálma.„Í dag brástu mér Justin“Í umfjöllun Hönnu um tónleikana á fimmtudagskvöldið rekur hún hve mikill aðdáandi hún hafi verið, öll skiptin sem hún tók slaginn fyrir hann og varði hann fram í rauða dauðann. Hún hafi verið svo spennt að sjá hann. Skellt hafi verið í lás í Kópavogi og skipuleggjendur hafi lagt sig alla fram til að gera allt vel úr garði. Hún hafi raunar aldrei séð svo góða skipulagningu á tónleikum. „Í dag brástu mér Justin. Í dag særðirðu mig. Í dag komst ég að því ég hef lifað í blekkingu öll þessi ár.“Hannah er ekki aðeins mikill aðdáandi Justins heldur reglulegur gestur á tónleikum poppstjarna. Hún hefur farið á tónleika með Britney Spears, Madonnu, Taylor Swift og fleirum. Þau mæmi líka endrum og sinnum en aðeins þegar þau eru í dansatriðum sem taki svo á að ekki sé hægt að syngja á sama tíma.Justin Bieber söng í tvígang fyrir svo til fullum Kór.Vísir/HannaHótuðu henni öllu illu í miðbænumÍ samtali við Vísi segist Hannah hafa orðið vör við mikla umræðu eftir að fjallað var um gagnrýni hennar á vefsíðunni Menn.is en ekki síður í Facebook-hópnum Beauty Tips. Þar hafi allt ætlað um koll að keyra.„Það eru örugglega milljón comment. Annað hvort er fólk að segja mér að fara til fjandans eða sammála,“ segir hún. Fólk hafi sagt að hún væri ekki alvöru blaðamaður og þegar í ljós kom að hún er með háskólagráðu í blaðamennsku voru rökin, sem notuð voru til að gildisfella gagnrýnina, þau að hún væri ekki með gráðu í tónlist.„Þarftu gráðu í tónlist til að skrifa gagnrýni um tónleika Justins Bieber?“ spyr Hannah og hlær. Fyndnustu athugasemdirnar hafi verið frá ungum stúlkum sem hafi hótað henni öllu illu ef þær rækust á hana í miðbænum.„Þær eru líklega svona fjórtán ára og mega ekki einu sinni vera í bænum,“ segir Hannah létt. Enn séu nokkur ár í að líklegt verði að umræddar stelpur fari að skemmta sér í miðbænum.Justin Bieber á sviðinu í Kórnumá fimmtudagskvöldið.Vísir/HannaÞurfti sem betur fer ekki að borgaHún þakkar sínum sæla að hafa fengið blaðamannapassa á tónleikana en ekki þurft að borga á bilinu 15-30 þúsund krónur fyrir miða.Blaðamaður bendir Hönnuh á það hve erfitt geti verið að vera gagnrýnandi í litlu samfélagi á borð við Ísland. Skiptir þá engu hvort um er að ræða tónlist, kvikmyndir, veitingahús eða annað. Hún segist löngu hafa áttað sig á því. „Þegar ég kom hingað fyrst var ég að skrifa gagnrýni um hljómsveitir og tónleika en nú get ég það eiginlega ekki lengur af því að nú þekki ég alla. Það er furðulegt. En Justin býr ekki hérna, ekki ennþá að minnsta kosti,“ segir Hannah og hlær. Hún bætir við að fjölmargir hafi komið að máli við sig eða sent sér skilaboð og verið henni hjartanlega sammála um skoðun hennar á tónleikunum á fimmtudaginn. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: „Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber "Náum klútnum af henni,“ heyrðist við sviðið þegar allt ætlaði um koll að keyra undir lok tónleika Justins Bieber í gær. 10. september 2016 15:50 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Hannah Jane Cohen mun líklega hugsa sig tvisvar um áður en hún óskar aftur eftir því að skrifa gagnrýni um tónleika með Justin Bieber. Það gerði hún nefnilega á dögunum fyrir Reykjavík Grapevine en óhætt er að segja að upplifun Cohen af tónleikunum hafi ekki verið góð. Las hún Bieber reiðilestur í gagnrýni sinni en hefur nú fengið vænan skerf af reiði frá æstum aðdáendum Bieber sem telja brotið á kanadíska poppprinsinum.„Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah sem dvalið á Íslandi með hléum undanfarin ár en hún er frá Bandaríkjunum. Hún segist vera þannig týpa að hún segi það sem henni finnst. En það hafi samt verið erfitt enda sé hún í grunninn harður Justin Bieber aðdáandi. „Ég elska tónlistina hans. Þess vegna voru vonbrigðin svona mikil,“ segir Hannah. Hún segir Justin hafa virkað latan, eins og hann hafi ekki nennt að skemmta áhorfendum. Þá hafi hann „mæmað“ svo til öll lögin. „Elskan, það er ekki svo erfitt að syngja lögin þín,“ segir Hannah í gagnrýni sinni. Hannah að fá sér ís með rapparanum Gísla Pálma.„Í dag brástu mér Justin“Í umfjöllun Hönnu um tónleikana á fimmtudagskvöldið rekur hún hve mikill aðdáandi hún hafi verið, öll skiptin sem hún tók slaginn fyrir hann og varði hann fram í rauða dauðann. Hún hafi verið svo spennt að sjá hann. Skellt hafi verið í lás í Kópavogi og skipuleggjendur hafi lagt sig alla fram til að gera allt vel úr garði. Hún hafi raunar aldrei séð svo góða skipulagningu á tónleikum. „Í dag brástu mér Justin. Í dag særðirðu mig. Í dag komst ég að því ég hef lifað í blekkingu öll þessi ár.“Hannah er ekki aðeins mikill aðdáandi Justins heldur reglulegur gestur á tónleikum poppstjarna. Hún hefur farið á tónleika með Britney Spears, Madonnu, Taylor Swift og fleirum. Þau mæmi líka endrum og sinnum en aðeins þegar þau eru í dansatriðum sem taki svo á að ekki sé hægt að syngja á sama tíma.Justin Bieber söng í tvígang fyrir svo til fullum Kór.Vísir/HannaHótuðu henni öllu illu í miðbænumÍ samtali við Vísi segist Hannah hafa orðið vör við mikla umræðu eftir að fjallað var um gagnrýni hennar á vefsíðunni Menn.is en ekki síður í Facebook-hópnum Beauty Tips. Þar hafi allt ætlað um koll að keyra.„Það eru örugglega milljón comment. Annað hvort er fólk að segja mér að fara til fjandans eða sammála,“ segir hún. Fólk hafi sagt að hún væri ekki alvöru blaðamaður og þegar í ljós kom að hún er með háskólagráðu í blaðamennsku voru rökin, sem notuð voru til að gildisfella gagnrýnina, þau að hún væri ekki með gráðu í tónlist.„Þarftu gráðu í tónlist til að skrifa gagnrýni um tónleika Justins Bieber?“ spyr Hannah og hlær. Fyndnustu athugasemdirnar hafi verið frá ungum stúlkum sem hafi hótað henni öllu illu ef þær rækust á hana í miðbænum.„Þær eru líklega svona fjórtán ára og mega ekki einu sinni vera í bænum,“ segir Hannah létt. Enn séu nokkur ár í að líklegt verði að umræddar stelpur fari að skemmta sér í miðbænum.Justin Bieber á sviðinu í Kórnumá fimmtudagskvöldið.Vísir/HannaÞurfti sem betur fer ekki að borgaHún þakkar sínum sæla að hafa fengið blaðamannapassa á tónleikana en ekki þurft að borga á bilinu 15-30 þúsund krónur fyrir miða.Blaðamaður bendir Hönnuh á það hve erfitt geti verið að vera gagnrýnandi í litlu samfélagi á borð við Ísland. Skiptir þá engu hvort um er að ræða tónlist, kvikmyndir, veitingahús eða annað. Hún segist löngu hafa áttað sig á því. „Þegar ég kom hingað fyrst var ég að skrifa gagnrýni um hljómsveitir og tónleika en nú get ég það eiginlega ekki lengur af því að nú þekki ég alla. Það er furðulegt. En Justin býr ekki hérna, ekki ennþá að minnsta kosti,“ segir Hannah og hlær. Hún bætir við að fjölmargir hafi komið að máli við sig eða sent sér skilaboð og verið henni hjartanlega sammála um skoðun hennar á tónleikunum á fimmtudaginn.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: „Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber "Náum klútnum af henni,“ heyrðist við sviðið þegar allt ætlaði um koll að keyra undir lok tónleika Justins Bieber í gær. 10. september 2016 15:50 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51
Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: „Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04
Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber "Náum klútnum af henni,“ heyrðist við sviðið þegar allt ætlaði um koll að keyra undir lok tónleika Justins Bieber í gær. 10. september 2016 15:50
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið