Pólland í fókus á RIFF í ár Stefán Árni Pálsson skrifar 29. september 2016 16:30 Úr Dekalog. Pólland hlýtur í ár sérstakan sess á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik-og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Á föstudag verður haldið málþing um framtíð pólskrar kvikmyndagerðar eftir að ný lög um ritskoðun voru sett þar í landi í Norræna húsinu og hefst það kl. 15. Yfirskrift þess er Pólskar kvikmyndir, tækifæri og hindranir og er aðgangur ókeypis. Um kvöldið verða síðan tónleikar og partí á Hlemmur Square hótelinu þar sem pólski fiðluleikarinn Stefan Wesołowski leikur ásamt hörpuleikara og síðar tekur plötusnúðurinn Cpt. Sparky við stuðinu, pólskir gestir hátíðarinnar úr kvikmyndaheiminum ræða við gesti og skálað verður í fríum Tyskie bjór og öðrum pólskum kræsingum.Partí í kvöld Partíið hefst kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Þá er vert að benda sérstaklega á að kvikmyndasafnið Dekalog (Boðorðin 10) eftir Krzysztof Kieślowski verður sýnt í heild sinni á laugardag í Bíó Paradís, en það er af mörgum talið eitt merkasta kvikmyndaverk okkar tíma. Saga pólskrar kvikmyndagerðar er bæði löng og merkileg og má til dæmis nefna áhrif hins virta kvikmyndaskóla Lodz en úr honum komu margir áhrifamiklir kvikmyndagerðarmenn, eins og til dæmis Roman Polański, Agnieszka Holland, Andrzej Wajda og Andrzej Sekuła. Félagslegt raunsæi, menning og listir, stjórnmál og hversdaglífið, ásamt mörgu fleiru er inntak hinnar framúrskarandi kvikmyndamenningar Póllands. Þær pólsku myndir sem sýndar verða á RIFF í ár eru fjölbreyttar og áhugaverðar. Sem dæmi má nefna All These Sleepless Night sem segir frá listnemunum Krzysztof og Michal sem eru táknmyndir romanticskrar þrár, drukkinna rökræðna, ráfandi stefnuleysis og sjálfhverfu ungdómsins. Hlý blanda af heimildamynd og skáldskap en leikstjóri myndarinnar, Michal Marczak hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Sundance.Fall Sovétblokkarinnar Myndin United States of Love gerist árið 1990 í Póllandi. Fall Sovétblokkarinnar er upphaf frelsis en einnig óvissu. Nokkrar óhamingjusamar konur breyta lífi sínu og leita að ástinni. Myndinni er leikstýrt af Tomasz Wasilewski og hlaut verðlaun fyrir besta handritið í Berlín. The Last Family segir frá listamanninum Zdzislaw Beksiński sem var þekktur fyrir hryllileg og súrrealísk verk sín. Skyggnst er inn í líf fjölskyldu hans og upptökur sem innihalda lífshættulega atburði, danstónlist og jarðarfarir. Að auki verður Dekalog, röð tíu kvikmynda sem framleiddar voru fyrir pólska ríkissjónvarpið og leikstýrt af Krzysztof Kieślowski sýndar. Röðin þykir sérlega áhrifamikil og um fágætt tækifæri að ræða að geta séð allar myndirnar í einu en þær takast á við tilfinningalega vanlíðan fólks þegar eðlishvatir og siðgæði samfélagsins stangast á. Á málþinginu sem fer fram í Norræna húsinu á morgun kl. 15 taka þátt leikstjórinn Borys Lankosz, hans fyrsta mynd, Evolution hlaut fjölda verðlauna, meðal annars á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco og blaðamennirnir Jakub Majmurek og Krysztof Kwiatkowski. Fundarstjórar verða dr. Sebastian Jakub Konefal og kvikmyndagerðarkonan Joanna Chludzinska. RIFF hefst í dag og stendur til 9. október næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni riff.is. Fyrir áhugasama eru Sebastian og Joanna laus í viðtöl og stödd á landinu. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Pólland hlýtur í ár sérstakan sess á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Sýndar verða 15 nýjar pólskar kvik-og stuttmyndir og margir pólskir gestir heimsækja hátíðina auk þess sem skemmtilegir sérviðburðir tengdir Póllandi verða á dagskrá. Á föstudag verður haldið málþing um framtíð pólskrar kvikmyndagerðar eftir að ný lög um ritskoðun voru sett þar í landi í Norræna húsinu og hefst það kl. 15. Yfirskrift þess er Pólskar kvikmyndir, tækifæri og hindranir og er aðgangur ókeypis. Um kvöldið verða síðan tónleikar og partí á Hlemmur Square hótelinu þar sem pólski fiðluleikarinn Stefan Wesołowski leikur ásamt hörpuleikara og síðar tekur plötusnúðurinn Cpt. Sparky við stuðinu, pólskir gestir hátíðarinnar úr kvikmyndaheiminum ræða við gesti og skálað verður í fríum Tyskie bjór og öðrum pólskum kræsingum.Partí í kvöld Partíið hefst kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Þá er vert að benda sérstaklega á að kvikmyndasafnið Dekalog (Boðorðin 10) eftir Krzysztof Kieślowski verður sýnt í heild sinni á laugardag í Bíó Paradís, en það er af mörgum talið eitt merkasta kvikmyndaverk okkar tíma. Saga pólskrar kvikmyndagerðar er bæði löng og merkileg og má til dæmis nefna áhrif hins virta kvikmyndaskóla Lodz en úr honum komu margir áhrifamiklir kvikmyndagerðarmenn, eins og til dæmis Roman Polański, Agnieszka Holland, Andrzej Wajda og Andrzej Sekuła. Félagslegt raunsæi, menning og listir, stjórnmál og hversdaglífið, ásamt mörgu fleiru er inntak hinnar framúrskarandi kvikmyndamenningar Póllands. Þær pólsku myndir sem sýndar verða á RIFF í ár eru fjölbreyttar og áhugaverðar. Sem dæmi má nefna All These Sleepless Night sem segir frá listnemunum Krzysztof og Michal sem eru táknmyndir romanticskrar þrár, drukkinna rökræðna, ráfandi stefnuleysis og sjálfhverfu ungdómsins. Hlý blanda af heimildamynd og skáldskap en leikstjóri myndarinnar, Michal Marczak hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Sundance.Fall Sovétblokkarinnar Myndin United States of Love gerist árið 1990 í Póllandi. Fall Sovétblokkarinnar er upphaf frelsis en einnig óvissu. Nokkrar óhamingjusamar konur breyta lífi sínu og leita að ástinni. Myndinni er leikstýrt af Tomasz Wasilewski og hlaut verðlaun fyrir besta handritið í Berlín. The Last Family segir frá listamanninum Zdzislaw Beksiński sem var þekktur fyrir hryllileg og súrrealísk verk sín. Skyggnst er inn í líf fjölskyldu hans og upptökur sem innihalda lífshættulega atburði, danstónlist og jarðarfarir. Að auki verður Dekalog, röð tíu kvikmynda sem framleiddar voru fyrir pólska ríkissjónvarpið og leikstýrt af Krzysztof Kieślowski sýndar. Röðin þykir sérlega áhrifamikil og um fágætt tækifæri að ræða að geta séð allar myndirnar í einu en þær takast á við tilfinningalega vanlíðan fólks þegar eðlishvatir og siðgæði samfélagsins stangast á. Á málþinginu sem fer fram í Norræna húsinu á morgun kl. 15 taka þátt leikstjórinn Borys Lankosz, hans fyrsta mynd, Evolution hlaut fjölda verðlauna, meðal annars á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco og blaðamennirnir Jakub Majmurek og Krysztof Kwiatkowski. Fundarstjórar verða dr. Sebastian Jakub Konefal og kvikmyndagerðarkonan Joanna Chludzinska. RIFF hefst í dag og stendur til 9. október næstkomandi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni riff.is. Fyrir áhugasama eru Sebastian og Joanna laus í viðtöl og stödd á landinu.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira