Hlakka til að mæta á æfingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2016 06:00 Elías Már hefur fundið sig vel hjá IFK Gautaborg. vísir/afp Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti