Joss Stone: Hefur alltaf langað að koma til Íslands Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 26. september 2016 10:00 Á tónleikunum í Hörpu 30. október mun Joss Stone flytja lög af nýju plötunni í bland við helstu smelli. Mynd/Getty. Mynd/Getty Söngkonan Joss Stone er væntanleg til Íslands í október, þar sem hún mun koma fram á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Söngkonan á langan feril að baki en hún hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun og tvenn BRIT-verðlaun á ferli sínum. Aðeins þrettán ára gömul vann hún hæfileikakeppni á BBC-sjónvarpsstöðinni og í kjölfarið fór boltinn að rúlla hjá þessari ungu söngkonu. „Þetta gerðist allt mjög hratt, ég tók þátt í hæfileikakeppni á sjónvarpsstöðinni BBC þegar ég var þrettán ára gömul. Umboðsmaðurinn minn hafði samband við mig stuttu eftir þetta kvöld og það var þá sem ég fór að vinna að minni fyrstu plötu,“ segir Joss Stone í viðtali við Fréttablaðið. Nýjasta plata hennar, Water for Your Soul, kom út 2015 og sýnir vel hvernig unglingsstúlkan með undraröddina hefur blómstrað og þroskast sem listamaður „Ég er mikið fyrir sálartónlist, og tónlist sem kallar fram tilfinningar, platan er frekar frábrugðin því sem ég hef verið að gera, hún inniheldur reggí, sem ég elska. Reggí gerir fólk hamingjusamt og fær fólk til þess að líða vel og frjálst,“ segir hún í léttum tóni. Á löngum og farsælum tónlistarferli sínum hefur Joss komið fram með fjölmörgum goðsögnum úr tónlistarheiminum, svo sem Rod Stewart, James Brown, Van Morrison, Jeff Beck, Lauryn Hill, LeAnn Rimes, Ricky Martin og Robbie Williams. Joss segir að það hafi verið gott að fá tækifæri til þess að vinna með fólki sem hún ber virðingu fyrir og lítur upp til í faginu „Það er erfitt að segja hverjum var best að vinna með, þau eru öll mjög ólík og ég vann með þeim á ólíkum tímum í lífinu, en það var frábært að vinna með þeim, það skiptir ekki máli hvort þau eru heimsfrægir tónlistarmenn, heldur snýst þetta um hvernig það er að skapa tónlist með góðu fólki og öllum í kring um þig, það eru allir partur af sköpuninni.“Joss Stone hefur selt yfir tólf milljónir platna á heimsvísu.Mynd/GettySem stendur er Joss á tónleikaferðalagi þar sem stendur til að spila í öllum löndum heimsins. „Við erum að spila á stöðum sem ég hef aldrei heyrt um áður, mig hefur alltaf langað til þess að koma í frí til Íslands, eftir að vinafólk mitt heimsótti landið og sagði það virkilega fallegt. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að fá tækifæri til þess að spila hérna, svo það er óhætt að segja að ég hlakka mikið til,“ segir hún glöð. Þetta mun því verða í fyrsta sinn sem Joss Stone heimsækir Ísland og kveðst hún spennt fyrir landi og þjóð. Hún mun aðeins dvelja hér í fáeina daga en vonar að það dugi til þess að skoða sig um. „Ég verð að muna eftir því að ég er í vinnunni en markmið mitt er að búa til tónlist með einhverjum frá Íslandi, ég mun þó vonandi koma aftur til Íslands seinna, þegar ég er ekki að vinna, og skoða mig um.“ Hvað mega gestir Hörpu eiga vona á að heyra þegar þú kemur til landsins, verður lagið „You Had Me“ á lagalistanum, en það lag sló rækilega í gegn á útvarpsstöðvum landsins á sínum tíma? „Ég kem fram ásamt stórri hljómsveit og aðalmálið er að hafa gaman með gestum tónleikanna. Venjulega tek ég ekki þetta tiltekna lag, en ætli ég geri það ekki núna fyrst ég veit að fólk fílaði það,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún muni líka syngja lög af nýju plötunni sinni í bland við gamalt og gott efni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. september. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
Söngkonan Joss Stone er væntanleg til Íslands í október, þar sem hún mun koma fram á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Söngkonan á langan feril að baki en hún hefur meðal annars hlotið Grammy-verðlaun og tvenn BRIT-verðlaun á ferli sínum. Aðeins þrettán ára gömul vann hún hæfileikakeppni á BBC-sjónvarpsstöðinni og í kjölfarið fór boltinn að rúlla hjá þessari ungu söngkonu. „Þetta gerðist allt mjög hratt, ég tók þátt í hæfileikakeppni á sjónvarpsstöðinni BBC þegar ég var þrettán ára gömul. Umboðsmaðurinn minn hafði samband við mig stuttu eftir þetta kvöld og það var þá sem ég fór að vinna að minni fyrstu plötu,“ segir Joss Stone í viðtali við Fréttablaðið. Nýjasta plata hennar, Water for Your Soul, kom út 2015 og sýnir vel hvernig unglingsstúlkan með undraröddina hefur blómstrað og þroskast sem listamaður „Ég er mikið fyrir sálartónlist, og tónlist sem kallar fram tilfinningar, platan er frekar frábrugðin því sem ég hef verið að gera, hún inniheldur reggí, sem ég elska. Reggí gerir fólk hamingjusamt og fær fólk til þess að líða vel og frjálst,“ segir hún í léttum tóni. Á löngum og farsælum tónlistarferli sínum hefur Joss komið fram með fjölmörgum goðsögnum úr tónlistarheiminum, svo sem Rod Stewart, James Brown, Van Morrison, Jeff Beck, Lauryn Hill, LeAnn Rimes, Ricky Martin og Robbie Williams. Joss segir að það hafi verið gott að fá tækifæri til þess að vinna með fólki sem hún ber virðingu fyrir og lítur upp til í faginu „Það er erfitt að segja hverjum var best að vinna með, þau eru öll mjög ólík og ég vann með þeim á ólíkum tímum í lífinu, en það var frábært að vinna með þeim, það skiptir ekki máli hvort þau eru heimsfrægir tónlistarmenn, heldur snýst þetta um hvernig það er að skapa tónlist með góðu fólki og öllum í kring um þig, það eru allir partur af sköpuninni.“Joss Stone hefur selt yfir tólf milljónir platna á heimsvísu.Mynd/GettySem stendur er Joss á tónleikaferðalagi þar sem stendur til að spila í öllum löndum heimsins. „Við erum að spila á stöðum sem ég hef aldrei heyrt um áður, mig hefur alltaf langað til þess að koma í frí til Íslands, eftir að vinafólk mitt heimsótti landið og sagði það virkilega fallegt. Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að fá tækifæri til þess að spila hérna, svo það er óhætt að segja að ég hlakka mikið til,“ segir hún glöð. Þetta mun því verða í fyrsta sinn sem Joss Stone heimsækir Ísland og kveðst hún spennt fyrir landi og þjóð. Hún mun aðeins dvelja hér í fáeina daga en vonar að það dugi til þess að skoða sig um. „Ég verð að muna eftir því að ég er í vinnunni en markmið mitt er að búa til tónlist með einhverjum frá Íslandi, ég mun þó vonandi koma aftur til Íslands seinna, þegar ég er ekki að vinna, og skoða mig um.“ Hvað mega gestir Hörpu eiga vona á að heyra þegar þú kemur til landsins, verður lagið „You Had Me“ á lagalistanum, en það lag sló rækilega í gegn á útvarpsstöðvum landsins á sínum tíma? „Ég kem fram ásamt stórri hljómsveit og aðalmálið er að hafa gaman með gestum tónleikanna. Venjulega tek ég ekki þetta tiltekna lag, en ætli ég geri það ekki núna fyrst ég veit að fólk fílaði það,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún muni líka syngja lög af nýju plötunni sinni í bland við gamalt og gott efni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. september.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira