Honda með agnarsmárri 0,6 lítra vél náði 421 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2016 09:57 Lítil en hraðskreið Honda. Bílar þurfa ekki endilega að vera með vélum með mikið sprengirými til að vera hraðskreiðir og það sannaði Honda með þessum straumlínulagaða HondaJet bíl um daginn. Hann ók um saltslétturnar í Bonneville og náði þar 421,3 km hraða. Í þessari “rakettu” er aðeins 0,6 lítra vél, sem einnig má finna í Honda S660 roadster sportbílnum. Í þeim agnarsmár sportbíl, sem aðallega er markaðssettur í Japan, er þessi vél 63 hestöfl en Honda hefur tekist að kreista þrefalt það afl úr vélinni og þannig var þessi HondaJet fær um að ná þessum mikla hraða. Til að fá þennan mikla hraða skráðan sem met þurfti bíllinn að ná honum á leið sinni fram og til baka á saltsléttunum í Bonneville. Rendar mældist mesti hraði bílsins 428 km/klst en þeim hraða náði hann ekki á bakaleiðinni og því er hámarkshraðinn skráður 261,875 mílur, eða 421,3 km/klst. Hraðasti Honda bíll fram að þessu, Honda Racing F1 var búinn V10 vél og náði hann 400 km hraða árið 2006. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent
Bílar þurfa ekki endilega að vera með vélum með mikið sprengirými til að vera hraðskreiðir og það sannaði Honda með þessum straumlínulagaða HondaJet bíl um daginn. Hann ók um saltslétturnar í Bonneville og náði þar 421,3 km hraða. Í þessari “rakettu” er aðeins 0,6 lítra vél, sem einnig má finna í Honda S660 roadster sportbílnum. Í þeim agnarsmár sportbíl, sem aðallega er markaðssettur í Japan, er þessi vél 63 hestöfl en Honda hefur tekist að kreista þrefalt það afl úr vélinni og þannig var þessi HondaJet fær um að ná þessum mikla hraða. Til að fá þennan mikla hraða skráðan sem met þurfti bíllinn að ná honum á leið sinni fram og til baka á saltsléttunum í Bonneville. Rendar mældist mesti hraði bílsins 428 km/klst en þeim hraða náði hann ekki á bakaleiðinni og því er hámarkshraðinn skráður 261,875 mílur, eða 421,3 km/klst. Hraðasti Honda bíll fram að þessu, Honda Racing F1 var búinn V10 vél og náði hann 400 km hraða árið 2006.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent