Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun