Samkeppni við sama borð Hafliði Helgason skrifar 21. september 2016 07:00 Það er fagnaðarefni að erlendar verslunarkeðjur sæki inn á íslenskan markað. Samkeppni í smásölu sem og á öðrum sviðum atvinnulífsins leiðir jafnan til betri niðurstöðu fyrir neytendur. Tvö stór fyrirtæki hafa boðað komu sína á íslenskan markað; smásölukeðjan Costco og fataverslunarkeðjan H&M. Báðar þessar keðjur munu hafa áhrif á markaðinn til góðs og auka fjölbreytni og aðhald. Í Markaðnum í dag er rætt við Jón Björnsson sem víða hefur komið við í smásölurekstri hér heima og erlendis. Jón stýrir Festi sem á og rekur þekkt smásölufyrirtæki á Íslandi. Hann óttast ekki samkeppni, en leggur áherslu á mikilvægi þess að umhverfið sé sambærilegt milli fyrirtækja. Með öðrum orðum, að erlendum fyrirtækjum sé ekki hyglað á kostnað innlendra. Í kjölfar þeirra áfalla og röngu ákvarðana sem leiddu íslenskt efnahagslíf í ógöngur hefur umræðan að mestu snúist um að koma í veg fyrir slíka hluti. Það er í sjálfu sér þarft, en það er ekki síður mikilvægt að horfa fram á við og spyrja sig þeirrar spurningar hvernig viðskiptalíf við viljum hafa til framtíðar. Þegar menn spyrja sig slíkrar spurningar er líklegt að flestir svari því að þeir kjósi opið hagkerfi þar sem íslensk fyrirtæki og fjárfestar geti nýtt þekkingu sína til að sækja fram á alþjóðlegum mörkuðum. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að við sníðum stakk okkar sem líkastan því sem gerist í viðskiptalöndum okkar. Regluverk sem er hamlandi og sérstakt fyrir Ísland er ekki til þess fallið að laða að erlenda fjárfestingu. Það er heldur ekki til farsældar fallið að gefa erlendum fjárfestum sér^stakar ívilnanir í miklum mæli og alls ekki ef þeir eru í samkeppni við innlenda aðila. Viðskiptaráð ályktaði fyrir nokkru um þunna eiginfjármögnun fyrirtækja. Stöndug alþjóðleg félög geta fjármagnað fjárfestingar sínar hérlendis á lágum erlendum vöxtum. Við því er lítið að gera meðan við höfum kosið að lifa í öðrum vaxtaheimi en restin af Evrópu. Hitt er ólíðandi fyrir fyrirtæki í landinu að ofan í kaupið geti fyrirtækin lánað sjálfum sér, haldið sér óeðlilega skuldsettum og komist með því hjá skattgreiðslum. Það er mikilvægt að þegar verði unnið að því að tryggja að erlend fyrirtæki komist ekki upp með slíka hegðun. Nú er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fjársterk fyrirtæki veiti dótturfélögum lán. Það þarf hins vegar að vera kristaltært að eiginfjárhlutfall þeirra sé eðlilegt miðað við sambærilegan rekstur og vaxtakjör milli félaga sé eins og um óskyldan rekstur væri að ræða. Annað er gróf mismunun sem grefur undan heilbrigðum rekstri og atvinnulífi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Það er fagnaðarefni að erlendar verslunarkeðjur sæki inn á íslenskan markað. Samkeppni í smásölu sem og á öðrum sviðum atvinnulífsins leiðir jafnan til betri niðurstöðu fyrir neytendur. Tvö stór fyrirtæki hafa boðað komu sína á íslenskan markað; smásölukeðjan Costco og fataverslunarkeðjan H&M. Báðar þessar keðjur munu hafa áhrif á markaðinn til góðs og auka fjölbreytni og aðhald. Í Markaðnum í dag er rætt við Jón Björnsson sem víða hefur komið við í smásölurekstri hér heima og erlendis. Jón stýrir Festi sem á og rekur þekkt smásölufyrirtæki á Íslandi. Hann óttast ekki samkeppni, en leggur áherslu á mikilvægi þess að umhverfið sé sambærilegt milli fyrirtækja. Með öðrum orðum, að erlendum fyrirtækjum sé ekki hyglað á kostnað innlendra. Í kjölfar þeirra áfalla og röngu ákvarðana sem leiddu íslenskt efnahagslíf í ógöngur hefur umræðan að mestu snúist um að koma í veg fyrir slíka hluti. Það er í sjálfu sér þarft, en það er ekki síður mikilvægt að horfa fram á við og spyrja sig þeirrar spurningar hvernig viðskiptalíf við viljum hafa til framtíðar. Þegar menn spyrja sig slíkrar spurningar er líklegt að flestir svari því að þeir kjósi opið hagkerfi þar sem íslensk fyrirtæki og fjárfestar geti nýtt þekkingu sína til að sækja fram á alþjóðlegum mörkuðum. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að við sníðum stakk okkar sem líkastan því sem gerist í viðskiptalöndum okkar. Regluverk sem er hamlandi og sérstakt fyrir Ísland er ekki til þess fallið að laða að erlenda fjárfestingu. Það er heldur ekki til farsældar fallið að gefa erlendum fjárfestum sér^stakar ívilnanir í miklum mæli og alls ekki ef þeir eru í samkeppni við innlenda aðila. Viðskiptaráð ályktaði fyrir nokkru um þunna eiginfjármögnun fyrirtækja. Stöndug alþjóðleg félög geta fjármagnað fjárfestingar sínar hérlendis á lágum erlendum vöxtum. Við því er lítið að gera meðan við höfum kosið að lifa í öðrum vaxtaheimi en restin af Evrópu. Hitt er ólíðandi fyrir fyrirtæki í landinu að ofan í kaupið geti fyrirtækin lánað sjálfum sér, haldið sér óeðlilega skuldsettum og komist með því hjá skattgreiðslum. Það er mikilvægt að þegar verði unnið að því að tryggja að erlend fyrirtæki komist ekki upp með slíka hegðun. Nú er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fjársterk fyrirtæki veiti dótturfélögum lán. Það þarf hins vegar að vera kristaltært að eiginfjárhlutfall þeirra sé eðlilegt miðað við sambærilegan rekstur og vaxtakjör milli félaga sé eins og um óskyldan rekstur væri að ræða. Annað er gróf mismunun sem grefur undan heilbrigðum rekstri og atvinnulífi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu