Líklega búið að semja um þinglok Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2016 10:56 Frá Alþingi. Vísir/Eyþór Stjórnarliðar tilkynntu á Alþingi í morgun að formenn ríkisstjórnarflokkanna séu að komast að samkomulagi um þinglok. Tuttugu og þrír dagar eru til kosninga og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar sakað stjórnarþingmenn um að vera farnir að sinna kosningabaráttunni í stað þess að sinna störfum sínum. „Við höfum þær fréttir að líklega sé búið að semja um þinglok og við getum farið að vinna að þeim málum sem fyrir liggja. Ég vona að það verði klárað í dag,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist fagna því að formenn flokkanna séu að komast að niðurstöðu. „Ég vil byrja á að fagna því eins og aðrir háttvirtir þingmenn að formenn flokkanna eru allavega í þann mund trúi ég að koma sér saman um það hvernig við háttum okkar störfum hér svo við getum lokið mikilvægum málum og klárað þingið,“ sagði Willum Þór. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagðist ánægð með að loks væri að fást niðurstaða í málið. „Mig langar að vera bjartsýn eins og háttvirtur þingmaður [Ásmundur Friðriksson] og vona að nú sé að fást einhver niðurstaða í það hvernig við klárum þetta þing. Nú er senn að verða liðin heil starfsvika á Alþingi þar sem við höfum starfað án nokkurrar starfsáætlunar og það gengur auðvitað ekki endalaust að við störfum þannig,“ sagði hún. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Stjórnarliðar tilkynntu á Alþingi í morgun að formenn ríkisstjórnarflokkanna séu að komast að samkomulagi um þinglok. Tuttugu og þrír dagar eru til kosninga og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar sakað stjórnarþingmenn um að vera farnir að sinna kosningabaráttunni í stað þess að sinna störfum sínum. „Við höfum þær fréttir að líklega sé búið að semja um þinglok og við getum farið að vinna að þeim málum sem fyrir liggja. Ég vona að það verði klárað í dag,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagðist fagna því að formenn flokkanna séu að komast að niðurstöðu. „Ég vil byrja á að fagna því eins og aðrir háttvirtir þingmenn að formenn flokkanna eru allavega í þann mund trúi ég að koma sér saman um það hvernig við háttum okkar störfum hér svo við getum lokið mikilvægum málum og klárað þingið,“ sagði Willum Þór. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagðist ánægð með að loks væri að fást niðurstaða í málið. „Mig langar að vera bjartsýn eins og háttvirtur þingmaður [Ásmundur Friðriksson] og vona að nú sé að fást einhver niðurstaða í það hvernig við klárum þetta þing. Nú er senn að verða liðin heil starfsvika á Alþingi þar sem við höfum starfað án nokkurrar starfsáætlunar og það gengur auðvitað ekki endalaust að við störfum þannig,“ sagði hún.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira