Reiknum nú rétt fyrir heimilin Elsa Lára Arnardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. október 2016 15:45 Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar